Eins og stelpur þurfi frekar að sanna sig Kjartan Atli Kjartansson skrifar 17. október 2015 08:00 Vísir/Vilhelm Það er eins og ég þurfi að sanna mig frekar í þessum tölvuleikjaheimi, því ég er stelpa,“ segir Melína Kolka Guðmundsdóttir, sem er virk í tölvuleikjasenunni hér á landi. Melína starfar hjá fyrirtækinu Ground Zero, sem hefur verið mikilvægur þáttur í heimi tölvuleikja á Íslandi, en þar geta gestir komið og spilað leiki. Melína hefur skipulagt ýmsa viðburði á þessu sviði og vonast til þess að fá fleiri konur í senuna. „Ég held að stundum þori stelpur einfaldlega ekki að kíkja inn á staði eins og Ground Zero. Og mörgum stelpum dettur jafnvel ekki í hug að fara í tölvuleiki, þegar þær eru að leita sér að einhverju skemmtilegu til að gera. Mig langar að sýna fram á að stelpur eiga heima í tölvuleikjum, alveg eins og strákar.“ Melína stendur fyrir viðburði í dag og vonast til þess að stelpur skrái sig til leiks. Keppt verður í leiknum Hearthstone, sem nýtur mikilla vinsælda. Mótið hefst klukkan 14 og er sextán ára aldurstakmark. „Það væri gaman að sjá sem flestar stelpur mæta á þetta mót því það er hellingur af stelpum sem spila þennan leik og aðra leiki hjá okkur í Ground Zero. Þessi týpíska ímynd af „tölvunörd“ er úrelt hugtak. Í dag erum við að sjá alls konar fólk á öllum aldri mæta á Ground Zero til okkar að spila og það er bara frábært!” Melína þarf þó enn að berjast gegn staðalmyndum og lendir stundum í leiðinlegum atvikum. Nú á dögum er vinsælt í heimi tölvuleikja að spilarar sýni beint frá því þegar þeir spila tiltekna leiki. Iðjan er kölluð að „streama“ og hefur Melína verið virk á því sviði. „Ég er mest með um 40 áhorfendur sem horfa á mig spila. En iðulega fæ ég leiðinlegar athugasemdir, menn að biðja mig um að sýna brjóstin og svona. Síðan lendi ég stundum í því að hitta einhverja sem hafa horft á mig spila í gegnum netið. Þá finna þeir sig knúna til að segja mér að þeir séu betri en ég og eru með einhver skot.“ Melína lætur þetta ekki á sig fá og heldur áfram að berjast fyrir fjölgun kvenna í heimi tölvuleikja. Áhugasamir geta fundið upplýsingar um mót dagsins á Facebook-síðu Ground Zero. Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira
Það er eins og ég þurfi að sanna mig frekar í þessum tölvuleikjaheimi, því ég er stelpa,“ segir Melína Kolka Guðmundsdóttir, sem er virk í tölvuleikjasenunni hér á landi. Melína starfar hjá fyrirtækinu Ground Zero, sem hefur verið mikilvægur þáttur í heimi tölvuleikja á Íslandi, en þar geta gestir komið og spilað leiki. Melína hefur skipulagt ýmsa viðburði á þessu sviði og vonast til þess að fá fleiri konur í senuna. „Ég held að stundum þori stelpur einfaldlega ekki að kíkja inn á staði eins og Ground Zero. Og mörgum stelpum dettur jafnvel ekki í hug að fara í tölvuleiki, þegar þær eru að leita sér að einhverju skemmtilegu til að gera. Mig langar að sýna fram á að stelpur eiga heima í tölvuleikjum, alveg eins og strákar.“ Melína stendur fyrir viðburði í dag og vonast til þess að stelpur skrái sig til leiks. Keppt verður í leiknum Hearthstone, sem nýtur mikilla vinsælda. Mótið hefst klukkan 14 og er sextán ára aldurstakmark. „Það væri gaman að sjá sem flestar stelpur mæta á þetta mót því það er hellingur af stelpum sem spila þennan leik og aðra leiki hjá okkur í Ground Zero. Þessi týpíska ímynd af „tölvunörd“ er úrelt hugtak. Í dag erum við að sjá alls konar fólk á öllum aldri mæta á Ground Zero til okkar að spila og það er bara frábært!” Melína þarf þó enn að berjast gegn staðalmyndum og lendir stundum í leiðinlegum atvikum. Nú á dögum er vinsælt í heimi tölvuleikja að spilarar sýni beint frá því þegar þeir spila tiltekna leiki. Iðjan er kölluð að „streama“ og hefur Melína verið virk á því sviði. „Ég er mest með um 40 áhorfendur sem horfa á mig spila. En iðulega fæ ég leiðinlegar athugasemdir, menn að biðja mig um að sýna brjóstin og svona. Síðan lendi ég stundum í því að hitta einhverja sem hafa horft á mig spila í gegnum netið. Þá finna þeir sig knúna til að segja mér að þeir séu betri en ég og eru með einhver skot.“ Melína lætur þetta ekki á sig fá og heldur áfram að berjast fyrir fjölgun kvenna í heimi tölvuleikja. Áhugasamir geta fundið upplýsingar um mót dagsins á Facebook-síðu Ground Zero.
Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira