Eins og stelpur þurfi frekar að sanna sig Kjartan Atli Kjartansson skrifar 17. október 2015 08:00 Vísir/Vilhelm Það er eins og ég þurfi að sanna mig frekar í þessum tölvuleikjaheimi, því ég er stelpa,“ segir Melína Kolka Guðmundsdóttir, sem er virk í tölvuleikjasenunni hér á landi. Melína starfar hjá fyrirtækinu Ground Zero, sem hefur verið mikilvægur þáttur í heimi tölvuleikja á Íslandi, en þar geta gestir komið og spilað leiki. Melína hefur skipulagt ýmsa viðburði á þessu sviði og vonast til þess að fá fleiri konur í senuna. „Ég held að stundum þori stelpur einfaldlega ekki að kíkja inn á staði eins og Ground Zero. Og mörgum stelpum dettur jafnvel ekki í hug að fara í tölvuleiki, þegar þær eru að leita sér að einhverju skemmtilegu til að gera. Mig langar að sýna fram á að stelpur eiga heima í tölvuleikjum, alveg eins og strákar.“ Melína stendur fyrir viðburði í dag og vonast til þess að stelpur skrái sig til leiks. Keppt verður í leiknum Hearthstone, sem nýtur mikilla vinsælda. Mótið hefst klukkan 14 og er sextán ára aldurstakmark. „Það væri gaman að sjá sem flestar stelpur mæta á þetta mót því það er hellingur af stelpum sem spila þennan leik og aðra leiki hjá okkur í Ground Zero. Þessi týpíska ímynd af „tölvunörd“ er úrelt hugtak. Í dag erum við að sjá alls konar fólk á öllum aldri mæta á Ground Zero til okkar að spila og það er bara frábært!” Melína þarf þó enn að berjast gegn staðalmyndum og lendir stundum í leiðinlegum atvikum. Nú á dögum er vinsælt í heimi tölvuleikja að spilarar sýni beint frá því þegar þeir spila tiltekna leiki. Iðjan er kölluð að „streama“ og hefur Melína verið virk á því sviði. „Ég er mest með um 40 áhorfendur sem horfa á mig spila. En iðulega fæ ég leiðinlegar athugasemdir, menn að biðja mig um að sýna brjóstin og svona. Síðan lendi ég stundum í því að hitta einhverja sem hafa horft á mig spila í gegnum netið. Þá finna þeir sig knúna til að segja mér að þeir séu betri en ég og eru með einhver skot.“ Melína lætur þetta ekki á sig fá og heldur áfram að berjast fyrir fjölgun kvenna í heimi tölvuleikja. Áhugasamir geta fundið upplýsingar um mót dagsins á Facebook-síðu Ground Zero. Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Það er eins og ég þurfi að sanna mig frekar í þessum tölvuleikjaheimi, því ég er stelpa,“ segir Melína Kolka Guðmundsdóttir, sem er virk í tölvuleikjasenunni hér á landi. Melína starfar hjá fyrirtækinu Ground Zero, sem hefur verið mikilvægur þáttur í heimi tölvuleikja á Íslandi, en þar geta gestir komið og spilað leiki. Melína hefur skipulagt ýmsa viðburði á þessu sviði og vonast til þess að fá fleiri konur í senuna. „Ég held að stundum þori stelpur einfaldlega ekki að kíkja inn á staði eins og Ground Zero. Og mörgum stelpum dettur jafnvel ekki í hug að fara í tölvuleiki, þegar þær eru að leita sér að einhverju skemmtilegu til að gera. Mig langar að sýna fram á að stelpur eiga heima í tölvuleikjum, alveg eins og strákar.“ Melína stendur fyrir viðburði í dag og vonast til þess að stelpur skrái sig til leiks. Keppt verður í leiknum Hearthstone, sem nýtur mikilla vinsælda. Mótið hefst klukkan 14 og er sextán ára aldurstakmark. „Það væri gaman að sjá sem flestar stelpur mæta á þetta mót því það er hellingur af stelpum sem spila þennan leik og aðra leiki hjá okkur í Ground Zero. Þessi týpíska ímynd af „tölvunörd“ er úrelt hugtak. Í dag erum við að sjá alls konar fólk á öllum aldri mæta á Ground Zero til okkar að spila og það er bara frábært!” Melína þarf þó enn að berjast gegn staðalmyndum og lendir stundum í leiðinlegum atvikum. Nú á dögum er vinsælt í heimi tölvuleikja að spilarar sýni beint frá því þegar þeir spila tiltekna leiki. Iðjan er kölluð að „streama“ og hefur Melína verið virk á því sviði. „Ég er mest með um 40 áhorfendur sem horfa á mig spila. En iðulega fæ ég leiðinlegar athugasemdir, menn að biðja mig um að sýna brjóstin og svona. Síðan lendi ég stundum í því að hitta einhverja sem hafa horft á mig spila í gegnum netið. Þá finna þeir sig knúna til að segja mér að þeir séu betri en ég og eru með einhver skot.“ Melína lætur þetta ekki á sig fá og heldur áfram að berjast fyrir fjölgun kvenna í heimi tölvuleikja. Áhugasamir geta fundið upplýsingar um mót dagsins á Facebook-síðu Ground Zero.
Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög