Sjómenn og útgerð slái bæði af kröfum sínum Óli Kristján Ármannsson skrifar 30. desember 2015 07:00 Sjómenn sýndu útgerðarmönnum samstöðu í mótmælum á austurvelli sumarið 2012. Þeir höfðu þá verið án samnings í eitt og hálft ár. vísir/Vilhelm Bæði sjómenn og útgerðarmenn þurfa að slá af kröfum sínum eigi að vera hægt að leiða fram raunhæfa samninga. Þetta segir Haukur Þór Hauksson, aðstoðarframkvæmdastjori Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Þungt hljóð var í sjómönnum á Akranesi í gær. Upp úr viðræðum sjómanna og útgerðarmanna slitnaði í byrjun desember og hafa félög sjómanna á milli jóla og nýárs kannað hug þeirra til mögulegra verkfallsaðgerða. Þar ætti að liggja fyrir niðurstaða um miðjan janúar. Verði sú leið ofan á gætu aðgerðir hafist í mars. Samningar sjómanna hafa verið lausir frá ársbyrjun 2011. Á aðalfundi sjómannadeildar Verkalýðsfélag Akraness (VLFA) sem fram fór í gær var fundarmönnum heitt í hamsi yfir „óbilgirni“ útgerðarmanna, að því er fram kemur á vef verkalýðsfélagsins. „Brann meðal annars heitt á þeim mál er snýst um fækkun skipverja en það hefur verið stefna útgerðarmanna að undanförnu að fækka verulega til dæmis á uppsjávarskipunum,“ segir þar. Í sumum tilfellum séu bara átta skipverjar um borð í þessum stóru og öflugu skipum. Skýrt hafi komið fram hjá þeim sem sóttu fundinn að með fækkun í áhöfn sé öryggi þeirra ógnað illilega.Haukur Þór Hauksson aðstoðarframkvæmdastjóri SFSÍ frásögn VLFA af fundinum er sagt virðast sem sjómenn séu tilbúnir að „láta kné fylgja kviði til að ná fram sanngjörnum og réttlátum kjarasamningi sem á að gagnast báðum samningsaðilum ágætlega.“ Á Akranesi séu sjómenn tilbúnir í verkfallsátök. Haukur segir að hálfu SFS koma til greina að slá af kröfum, en sjómenn þurfi að gera slíkt hið sama. „Eins og í öllum samningum held ég að hvorugur aðili fái allar sínar kröfur í gegn og við áttum okkur alveg á því.“ Sú verði nálgunin þegar báðir séu tilbúnir að ræða það að mætast einhvers staðar á miðri leið í ákveðnum málum til að ná einhverjum fleti. „Það er erfitt að ná samningum ef hvorugur aðili ætlar að gefa tommu eftir.“ Haukur segir SFS tilbúið að halda viðræðum áfram með það að markmiði að ná samkomulagi og kveðst vonast til þess að málin leysist sem fyrst og án verkfalla. „Við teljum að það sé hægt að leysa málin án þess að fara út í slíkar aðgerðir, en það er auðvitað þeirra að ákveða það.“ Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
Bæði sjómenn og útgerðarmenn þurfa að slá af kröfum sínum eigi að vera hægt að leiða fram raunhæfa samninga. Þetta segir Haukur Þór Hauksson, aðstoðarframkvæmdastjori Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Þungt hljóð var í sjómönnum á Akranesi í gær. Upp úr viðræðum sjómanna og útgerðarmanna slitnaði í byrjun desember og hafa félög sjómanna á milli jóla og nýárs kannað hug þeirra til mögulegra verkfallsaðgerða. Þar ætti að liggja fyrir niðurstaða um miðjan janúar. Verði sú leið ofan á gætu aðgerðir hafist í mars. Samningar sjómanna hafa verið lausir frá ársbyrjun 2011. Á aðalfundi sjómannadeildar Verkalýðsfélag Akraness (VLFA) sem fram fór í gær var fundarmönnum heitt í hamsi yfir „óbilgirni“ útgerðarmanna, að því er fram kemur á vef verkalýðsfélagsins. „Brann meðal annars heitt á þeim mál er snýst um fækkun skipverja en það hefur verið stefna útgerðarmanna að undanförnu að fækka verulega til dæmis á uppsjávarskipunum,“ segir þar. Í sumum tilfellum séu bara átta skipverjar um borð í þessum stóru og öflugu skipum. Skýrt hafi komið fram hjá þeim sem sóttu fundinn að með fækkun í áhöfn sé öryggi þeirra ógnað illilega.Haukur Þór Hauksson aðstoðarframkvæmdastjóri SFSÍ frásögn VLFA af fundinum er sagt virðast sem sjómenn séu tilbúnir að „láta kné fylgja kviði til að ná fram sanngjörnum og réttlátum kjarasamningi sem á að gagnast báðum samningsaðilum ágætlega.“ Á Akranesi séu sjómenn tilbúnir í verkfallsátök. Haukur segir að hálfu SFS koma til greina að slá af kröfum, en sjómenn þurfi að gera slíkt hið sama. „Eins og í öllum samningum held ég að hvorugur aðili fái allar sínar kröfur í gegn og við áttum okkur alveg á því.“ Sú verði nálgunin þegar báðir séu tilbúnir að ræða það að mætast einhvers staðar á miðri leið í ákveðnum málum til að ná einhverjum fleti. „Það er erfitt að ná samningum ef hvorugur aðili ætlar að gefa tommu eftir.“ Haukur segir SFS tilbúið að halda viðræðum áfram með það að markmiði að ná samkomulagi og kveðst vonast til þess að málin leysist sem fyrst og án verkfalla. „Við teljum að það sé hægt að leysa málin án þess að fara út í slíkar aðgerðir, en það er auðvitað þeirra að ákveða það.“
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira