Tilbúin að fyrirgefa Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. janúar 2015 23:54 „Þau munu örugglega koma til mín einn daginn, þó það sé ekki fyrr en eftir tíu ár, og segja fyrirgefðu og ég er alveg tilbúin að taka við afsökunarbeiðninni. Maður verður að geta fyrirgefið líka. Ég veit að þeim líður líka illa og þau þurfa aðstoð og þess vegna er ég tilbúin til að fyrirgefa þeim.“ Þetta sagði hin fjórtán ára gamla Snædís Birta Ásgeirsdóttir, sem lögð hefur verið í grimmilegt einelti í fimm ár, í Íslandi í dag í kvöld. Saga hennar hefur vakið mikla athygli en hún opinberaði hana fyrst við Pressuna. Snædís hefur þrívegis skipt um skóla vegna eineltisins en sagan endurtekur sig ítrekað.„Allir að segja mér að drepa mig“ Eineltið fer að stórum hluta fram á internetinu og meðal annars í gegnum síðu sem kallast ask.fm og er afar vinsæl á meðal unglinga. Síðan virkar þannig að fólk skráir sig inn og þá geta aðrir innskráðir sent spurningar, undir nafni eða ekki. Fólk ræður því svo hvort það svari spurningunum eða sleppi því. Allt er þetta opið og geta allir fylgst með því sem þarna fer fram. „Ég var að fá fullt. Allir að segja mér að drepa mig og segja mér að ég sé svaka ljót og feit og fleira,“ sagði Snædís en síðuna opnaði hún eftir að hún heyrði að flestir samnemendur hennar væru inni á síðunni. Þá hafði hún verið nýbúin að skipta um skóla og þorði ekki að segja foreldrum sínum frá. Þeir hefðu haft nægar áhyggjur af henni. „Þau verða auðvitað leið og reið og ég ákvað að segja þeim ekki því þetta tekur á þau. Ég ákvað að hafa þetta bara hjá mér og reyna að vinna úr þessu sjálf en þetta var bara orðið svo mikið. Það var ekki hægt að fela þetta.“Foreldrar verði að vera raunsæir Eftir að internetið kom til sögunnar hefur einelti færst mikið í aukanna og orðið grófara. Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor við menntavísindasvið Háskóla Íslands, segir foreldra þurfa að fylgjast betur með börnunum sínum og þora að segja nei. Þeir þurfi að vera raunsæir. „Foreldrar trúa engu slæmu upp á börnin sín og mér finnst að við þurfum að vera raunsæ. Ég segi mjög oft við foreldra „rétt upp hönd ef þið luguð einhvern tímann að foreldrum ykkar“. Ég gerði það. [...] Við þurfum að fylgjast miklu betur með hvað þau eru að gera á netinu og tala um þetta við þau,“ sagði Vanda. Snædís Birta ætlar að taka einn dag í einu og vinna í sjálfri sér. Hestarnir hennar hafa hjálpað henni í gegnum erfiðleikana og hefur hún leitað á sjálfstyrkingarnámskeið sér til aðstoðar. En hverju ráðleggur hún þeim sem lenda í ofbeldi? „Segja frá. Það er mjög mikilvægt. Það er svo erfitt að vera með þetta einn, manni líður bara illa og maður getur ekki verið með eitthvað svona stórt einn og manni líður alltaf verr og verr. Það verður að segja frá, það er mikilvægast,“ segir Snædís. Hægt er að sjá viðtalið við Snædísi, móður hennar Drífu Viðarsdóttur, og Vöndu í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Vilja opna umræðuna um einelti á netinu Halldóra Guðjónsdóttir, leikkona og hótelstjóri, gerði stuttmynd um einelti með hópi unglinga. 6. janúar 2015 09:30 14 ára stelpa lögð í nútímaeinelti: „Hengdu þig, fokking mellan þín“ Snædís Birta Ásgeirsdóttir, 14 ára stelpa, hefur lengi verið lögð í einelti og fer það að stórum hluta fram á internetinu. 5. janúar 2015 10:23 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
„Þau munu örugglega koma til mín einn daginn, þó það sé ekki fyrr en eftir tíu ár, og segja fyrirgefðu og ég er alveg tilbúin að taka við afsökunarbeiðninni. Maður verður að geta fyrirgefið líka. Ég veit að þeim líður líka illa og þau þurfa aðstoð og þess vegna er ég tilbúin til að fyrirgefa þeim.“ Þetta sagði hin fjórtán ára gamla Snædís Birta Ásgeirsdóttir, sem lögð hefur verið í grimmilegt einelti í fimm ár, í Íslandi í dag í kvöld. Saga hennar hefur vakið mikla athygli en hún opinberaði hana fyrst við Pressuna. Snædís hefur þrívegis skipt um skóla vegna eineltisins en sagan endurtekur sig ítrekað.„Allir að segja mér að drepa mig“ Eineltið fer að stórum hluta fram á internetinu og meðal annars í gegnum síðu sem kallast ask.fm og er afar vinsæl á meðal unglinga. Síðan virkar þannig að fólk skráir sig inn og þá geta aðrir innskráðir sent spurningar, undir nafni eða ekki. Fólk ræður því svo hvort það svari spurningunum eða sleppi því. Allt er þetta opið og geta allir fylgst með því sem þarna fer fram. „Ég var að fá fullt. Allir að segja mér að drepa mig og segja mér að ég sé svaka ljót og feit og fleira,“ sagði Snædís en síðuna opnaði hún eftir að hún heyrði að flestir samnemendur hennar væru inni á síðunni. Þá hafði hún verið nýbúin að skipta um skóla og þorði ekki að segja foreldrum sínum frá. Þeir hefðu haft nægar áhyggjur af henni. „Þau verða auðvitað leið og reið og ég ákvað að segja þeim ekki því þetta tekur á þau. Ég ákvað að hafa þetta bara hjá mér og reyna að vinna úr þessu sjálf en þetta var bara orðið svo mikið. Það var ekki hægt að fela þetta.“Foreldrar verði að vera raunsæir Eftir að internetið kom til sögunnar hefur einelti færst mikið í aukanna og orðið grófara. Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor við menntavísindasvið Háskóla Íslands, segir foreldra þurfa að fylgjast betur með börnunum sínum og þora að segja nei. Þeir þurfi að vera raunsæir. „Foreldrar trúa engu slæmu upp á börnin sín og mér finnst að við þurfum að vera raunsæ. Ég segi mjög oft við foreldra „rétt upp hönd ef þið luguð einhvern tímann að foreldrum ykkar“. Ég gerði það. [...] Við þurfum að fylgjast miklu betur með hvað þau eru að gera á netinu og tala um þetta við þau,“ sagði Vanda. Snædís Birta ætlar að taka einn dag í einu og vinna í sjálfri sér. Hestarnir hennar hafa hjálpað henni í gegnum erfiðleikana og hefur hún leitað á sjálfstyrkingarnámskeið sér til aðstoðar. En hverju ráðleggur hún þeim sem lenda í ofbeldi? „Segja frá. Það er mjög mikilvægt. Það er svo erfitt að vera með þetta einn, manni líður bara illa og maður getur ekki verið með eitthvað svona stórt einn og manni líður alltaf verr og verr. Það verður að segja frá, það er mikilvægast,“ segir Snædís. Hægt er að sjá viðtalið við Snædísi, móður hennar Drífu Viðarsdóttur, og Vöndu í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Vilja opna umræðuna um einelti á netinu Halldóra Guðjónsdóttir, leikkona og hótelstjóri, gerði stuttmynd um einelti með hópi unglinga. 6. janúar 2015 09:30 14 ára stelpa lögð í nútímaeinelti: „Hengdu þig, fokking mellan þín“ Snædís Birta Ásgeirsdóttir, 14 ára stelpa, hefur lengi verið lögð í einelti og fer það að stórum hluta fram á internetinu. 5. janúar 2015 10:23 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Vilja opna umræðuna um einelti á netinu Halldóra Guðjónsdóttir, leikkona og hótelstjóri, gerði stuttmynd um einelti með hópi unglinga. 6. janúar 2015 09:30
14 ára stelpa lögð í nútímaeinelti: „Hengdu þig, fokking mellan þín“ Snædís Birta Ásgeirsdóttir, 14 ára stelpa, hefur lengi verið lögð í einelti og fer það að stórum hluta fram á internetinu. 5. janúar 2015 10:23