Vegagerðin áætlar að loka eftirtöldum vegum í kvöld, þriðjudaginn 29. desember, vegna óveðurs:
Kl. 19.00 frá Freysnesi að Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi.
Kl. 22.00 frá Höfn að Reyðarfirði.
Kl. 22.00 Oddskarð, Fagridalur, Fjarðarheiði og Vatnsskarð eystra.
Kl. 22.00 Vopnafjarðarheiði, Mývatns- og Möðrudalsöræfi.
Ólafsfjarðarmúli verður lokaður frá miðnætti.
Haft er eftir veðurfræðingi á vef Vegagerðarinnar að í kvöld og nótt gengur mjög djúp lægð yfir landið og veldur vindhraða 20 – 30 metrum á sekúndu víða á austanverðu landinu ásamt mikilli rigningu. Ferðaveður verður með versta móti víðast hvar á í kvöld og nótt. Á morgun snýst í hvassa suðvestanátt, allt að 18 – 25 metrar á sekúndu, á Norðurlandi með éljum eða slydduéljum og slæmu skyggni.
