Serían sem banaði geitinni ekki frá IKEA sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 26. október 2015 14:44 Þórarinn segir að ekki hafi verið um markaðsbrellu að ræða. Unnið sé að því að koma upp annarri geit fyrir helgi. vísir/pjetur Ljósaseríurnar á IKEA geitinni sem brann í morgun voru ekki frá IKEA. Um hefðbundnar útiseríur var að ræða, sem eiga að þola veður og vinda, að sögn Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra IKEA. Hann telur að leitt hafi úr einni seríunni sem hafi orðið til þess að eldurinn kom upp. „Þetta eru útiseríur sem við keyptum á íslenskum markaði. Útiseríur sem eiga að þola vatn og raka. Við höfum notað svona seríur í mörg ár og erum til dæmis með þær á jólatrjánum fyrir utan verslunina,“ segir Þórarinn og bætir við að IKEA selji ekki útiseríur. Einungis seríur sem gangi fyrir batteríum.Ekki í fyrsta sinn sem það kviknar í slíkri seríu „Það eru þrjátíu til fjörutíu ljós á hverri lengi og þar er samtengingarstykki til að skrúfa þær saman. Við höfum lent í þessu áður, og þá einmitt kviknaði í samtengingunum, en þá brann geitin ekki,“ útskýrir hann. Þórarinn segir að gengið hafi verið úr skugga um að seríurnar hafi uppfyllt alla staðla og vottanir. „Við kynntum okkur þetta algjörlega. Þetta á að þola íslenskt útiveður; rigningu, slagveður og þetta á að geta verið í rennbleytu án þess að eitthvað gerist.“ Aðspurður hvort fólk þufi að hafa áhyggjur af slíkum seríum, segir hann að því þurfi viðkomandi söluaðilar að svara. Hann vilji þó ekki gefa upp hvar umrædd sería hafi verið keypt.Sjá einnig: IKEA geitin tortímdi sjálfri sérEkki gert í auglýsingaskyni Þá þvertekur hann fyrir að um markaðsbrellu sé að ræða. „Það væri þá ansi dýr pakki. Þetta er milljón kall sem fór í seríurnar, og ef við ætluðum á annað borð að kveikja í geitinni þá hefðum við eflaust gert það í myrkri. Þessi geit er alltof verðmæt og á alltof stóran hlut í hjarta mínu þannig að ég færi að kveikja í henni. Það væri aldrei að fara að gerast,“ segir Þórarinn. Sem fyrr segir brann IKEA-geitin til kaldra kola í morgun, þrátt fyrir stranga öryggisgæslu, myndavélakerfi og rafmagnsgirðingu. Þórarinn segist binda vonir við að fá nýja geit fyrir helgi. „Við erum komin með tvo trésmiði til að gera nýja geit, og við vonum að henni verði komið upp fyrir helgi.“ Jólin eru að koma #ikea pic.twitter.com/i2iqdtbPvz— Guðjón Baldvinsson (@Gauib) October 26, 2015 Tengdar fréttir IKEA-geitin tortímdi sjálfri sér "Ég er bara miður mín yfir þessu,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA. 26. október 2015 13:26 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira
Ljósaseríurnar á IKEA geitinni sem brann í morgun voru ekki frá IKEA. Um hefðbundnar útiseríur var að ræða, sem eiga að þola veður og vinda, að sögn Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra IKEA. Hann telur að leitt hafi úr einni seríunni sem hafi orðið til þess að eldurinn kom upp. „Þetta eru útiseríur sem við keyptum á íslenskum markaði. Útiseríur sem eiga að þola vatn og raka. Við höfum notað svona seríur í mörg ár og erum til dæmis með þær á jólatrjánum fyrir utan verslunina,“ segir Þórarinn og bætir við að IKEA selji ekki útiseríur. Einungis seríur sem gangi fyrir batteríum.Ekki í fyrsta sinn sem það kviknar í slíkri seríu „Það eru þrjátíu til fjörutíu ljós á hverri lengi og þar er samtengingarstykki til að skrúfa þær saman. Við höfum lent í þessu áður, og þá einmitt kviknaði í samtengingunum, en þá brann geitin ekki,“ útskýrir hann. Þórarinn segir að gengið hafi verið úr skugga um að seríurnar hafi uppfyllt alla staðla og vottanir. „Við kynntum okkur þetta algjörlega. Þetta á að þola íslenskt útiveður; rigningu, slagveður og þetta á að geta verið í rennbleytu án þess að eitthvað gerist.“ Aðspurður hvort fólk þufi að hafa áhyggjur af slíkum seríum, segir hann að því þurfi viðkomandi söluaðilar að svara. Hann vilji þó ekki gefa upp hvar umrædd sería hafi verið keypt.Sjá einnig: IKEA geitin tortímdi sjálfri sérEkki gert í auglýsingaskyni Þá þvertekur hann fyrir að um markaðsbrellu sé að ræða. „Það væri þá ansi dýr pakki. Þetta er milljón kall sem fór í seríurnar, og ef við ætluðum á annað borð að kveikja í geitinni þá hefðum við eflaust gert það í myrkri. Þessi geit er alltof verðmæt og á alltof stóran hlut í hjarta mínu þannig að ég færi að kveikja í henni. Það væri aldrei að fara að gerast,“ segir Þórarinn. Sem fyrr segir brann IKEA-geitin til kaldra kola í morgun, þrátt fyrir stranga öryggisgæslu, myndavélakerfi og rafmagnsgirðingu. Þórarinn segist binda vonir við að fá nýja geit fyrir helgi. „Við erum komin með tvo trésmiði til að gera nýja geit, og við vonum að henni verði komið upp fyrir helgi.“ Jólin eru að koma #ikea pic.twitter.com/i2iqdtbPvz— Guðjón Baldvinsson (@Gauib) October 26, 2015
Tengdar fréttir IKEA-geitin tortímdi sjálfri sér "Ég er bara miður mín yfir þessu,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA. 26. október 2015 13:26 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira
IKEA-geitin tortímdi sjálfri sér "Ég er bara miður mín yfir þessu,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA. 26. október 2015 13:26