Sögðu slæmt veður nyrðra en athuguðu það ekki Sveinn Arnarsson skrifar 26. október 2015 17:58 Frá Akureyrarflugvelli. Vísir/Pjetur Flugstjóri flugvélar SmartLynx, sem lenti á Keflavíkurflugvelli í stað Akureyrar fyrr í mánuðinum, hafði aldrei samband við flugturn á Akureyri til að spyrjast fyrir um veðurskilyrði nyrðra. Vélin fór aftur í loftið með 104 farþega níutíu mínútum eftir lendingu í Keflavík. 164 farþegar áttu bókað flug með vél SmartLynx flugfélagsins, sem var í leigu ferðaskrifstofunnar TransAtlantic, í beinu flugi milli Riga í Lettlandi og Akureyrar. Flugvélin lenti hinsvegar klukkan 21:06 á Keflavíkurflugvelli. Farþegar um borð fengu þær upplýsingar að ekki væri hægt að lenda vélinni á Akureyri vegna veðurs. ISAVIA staðfestir hinsvegar að veðrið umrætt kvöld hafi verið gott á Akureyri og skilyrði til lendingar ágætar. Einnig hafði flugstjóri flugvélar SmartLynx aldrei samband við flugturn á Akureyri til að spyrjast fyrir um veðurskilyrði. 90 mínútum seinna tók vélin á loft frá Keflavík með 104 farþega innanborðs á leið til Lettlands. Hefði vélin lent á Akureyri umrætt kvöld hefði sú tímaáætlun fyrirtækisins ekki getað staðist.ISAVIA látið vita átta klukkustundum fyrir lendingu Farþegar sem höfðu keypt flug frá TransAtlantic voru að vonum óánægð með breytta áætlun. Veðrið hafi verið gott á Akureyri þetta kvöld. Einnig fengu þau að vita af breyttri áætlun klukkutíma fyrir lendingu í Keflavík en flugfélagið hafði látið ISAVIA vita af breytingunni átta klukkustundum fyrir lendingu í Keflavík. Egill Örn Arnarson, forsvarsmaður TransAtlantic, segir ferðaskrifstofuna ekkert að gera með ákvörðun flugstjóra og að fyrirtækið geti ekkert gert í stöðunni. „Ferðaskrifstofan kom öllum upplýsingum sem hún fékk frá flugfélaginu til farþega þegar hún fékk þær og notaði sömu skýringar sem henni voru gefnar. Ferðaskrifstofan harmar auðvitað að ekki var lent á AEY og hefði undir öllum kringumstæðum kosið að upphaflegri flugáætlun hefði verið haldið.“Vélin lenti á Keflavíkurflugvelli, farþegum til mikillar armæðu.Vísir/StefánHelena Sif Halldórsdóttir, farþegi í vélinni, er að vonum ósátt við þessi vinnubrögð. „Það er auðvitað stórskrýtið að við fáum að vita af breytingunni klukkustund áður en við lendum þegar Isavia fær að vita þetta klukkan þrjú um daginn,“ segir Helena. „Einnig voru margir farþegar búnir að greiða fyrir vörur í tolli á Akureyri sem biðu þeirra við komuna en þar sem við lentum í Keflavík fékk fólkið ekki vörurnar sínar afgreiddar. Það eru margir mjög reiðir og hafa sent ferðaskrifstofunni kvörtunarbréf vegna vinnubragðanna.“ Tímasetningar15:00 – Tilkynning berst frá SmartLynx flugfélaginu til ISAVIA um breyttan lendingarstað og að lent verði í Reykjavík.17:24 – Flugvélin fer í loftið frá Ríga í Lettlandi með 164 farþega um borð í beinu flugi til Akureyrar.20:00 – Farþegar í vélinni fá að heyra að vegna veðurs sé ekki unnt að lenda á Akureyri. Veður þar var með ágætum, 5 hnúta vindur, skyggni meira en 10km og hiti 5°.21:06 - Flugvél SmartLynx lendir í Keflavík og öllum farþegum skipað í rútur á leið til Akureyrar.21:32 – Flugvél SmartLynx fer í loftið frá Keflavík á leið sinni til Riga með 104 farþega innanborðs. Fréttir af flugi Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Fleiri fréttir Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Sjá meira
Flugstjóri flugvélar SmartLynx, sem lenti á Keflavíkurflugvelli í stað Akureyrar fyrr í mánuðinum, hafði aldrei samband við flugturn á Akureyri til að spyrjast fyrir um veðurskilyrði nyrðra. Vélin fór aftur í loftið með 104 farþega níutíu mínútum eftir lendingu í Keflavík. 164 farþegar áttu bókað flug með vél SmartLynx flugfélagsins, sem var í leigu ferðaskrifstofunnar TransAtlantic, í beinu flugi milli Riga í Lettlandi og Akureyrar. Flugvélin lenti hinsvegar klukkan 21:06 á Keflavíkurflugvelli. Farþegar um borð fengu þær upplýsingar að ekki væri hægt að lenda vélinni á Akureyri vegna veðurs. ISAVIA staðfestir hinsvegar að veðrið umrætt kvöld hafi verið gott á Akureyri og skilyrði til lendingar ágætar. Einnig hafði flugstjóri flugvélar SmartLynx aldrei samband við flugturn á Akureyri til að spyrjast fyrir um veðurskilyrði. 90 mínútum seinna tók vélin á loft frá Keflavík með 104 farþega innanborðs á leið til Lettlands. Hefði vélin lent á Akureyri umrætt kvöld hefði sú tímaáætlun fyrirtækisins ekki getað staðist.ISAVIA látið vita átta klukkustundum fyrir lendingu Farþegar sem höfðu keypt flug frá TransAtlantic voru að vonum óánægð með breytta áætlun. Veðrið hafi verið gott á Akureyri þetta kvöld. Einnig fengu þau að vita af breyttri áætlun klukkutíma fyrir lendingu í Keflavík en flugfélagið hafði látið ISAVIA vita af breytingunni átta klukkustundum fyrir lendingu í Keflavík. Egill Örn Arnarson, forsvarsmaður TransAtlantic, segir ferðaskrifstofuna ekkert að gera með ákvörðun flugstjóra og að fyrirtækið geti ekkert gert í stöðunni. „Ferðaskrifstofan kom öllum upplýsingum sem hún fékk frá flugfélaginu til farþega þegar hún fékk þær og notaði sömu skýringar sem henni voru gefnar. Ferðaskrifstofan harmar auðvitað að ekki var lent á AEY og hefði undir öllum kringumstæðum kosið að upphaflegri flugáætlun hefði verið haldið.“Vélin lenti á Keflavíkurflugvelli, farþegum til mikillar armæðu.Vísir/StefánHelena Sif Halldórsdóttir, farþegi í vélinni, er að vonum ósátt við þessi vinnubrögð. „Það er auðvitað stórskrýtið að við fáum að vita af breytingunni klukkustund áður en við lendum þegar Isavia fær að vita þetta klukkan þrjú um daginn,“ segir Helena. „Einnig voru margir farþegar búnir að greiða fyrir vörur í tolli á Akureyri sem biðu þeirra við komuna en þar sem við lentum í Keflavík fékk fólkið ekki vörurnar sínar afgreiddar. Það eru margir mjög reiðir og hafa sent ferðaskrifstofunni kvörtunarbréf vegna vinnubragðanna.“ Tímasetningar15:00 – Tilkynning berst frá SmartLynx flugfélaginu til ISAVIA um breyttan lendingarstað og að lent verði í Reykjavík.17:24 – Flugvélin fer í loftið frá Ríga í Lettlandi með 164 farþega um borð í beinu flugi til Akureyrar.20:00 – Farþegar í vélinni fá að heyra að vegna veðurs sé ekki unnt að lenda á Akureyri. Veður þar var með ágætum, 5 hnúta vindur, skyggni meira en 10km og hiti 5°.21:06 - Flugvél SmartLynx lendir í Keflavík og öllum farþegum skipað í rútur á leið til Akureyrar.21:32 – Flugvél SmartLynx fer í loftið frá Keflavík á leið sinni til Riga með 104 farþega innanborðs.
Fréttir af flugi Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Fleiri fréttir Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Sjá meira