Lífið

Ágústspá Siggu Kling – Bogmaður: Spenna í hjarta og húmor

Sigga Kling skrifar
Elsku besti Bogmaður. Þetta er mánuðurinn þar sem þú þarft að skína af rosalegu sjálfstrausti. Fólk er að fylgjast með þér, hvernig þér gengur og svona, og þú skalt svo sannarlega passa þig á því að vera ekki að kvarta yfir einu eða neinu heldur halda bara áfram.

Það er alls ekkert hefðbundið við þig og þú þarft að hafa svo margt spennandi í gangi til þess að þér líði vel.

Hér getur þú horft á Siggu spá fyrir þér. 

Það er eitthvað sem veldur þér áhyggjum núna en ekki hugsa of mikið um það heldur skoðaðu það sem gengur vel. Áætlanir þínar eiga eftir að breytast og það verður þér fyrir bestu!

Það er spenna í hjartanu þínu og þeir sem eru á lausu eru alveg tilbúnir i ástarævintýri. En farðu varlega því að þú getur fengið þráhyggju fyrir þeim sem passa þér ekki fullkomlega. Og mundu að einhver sem þykist vera merkilegri en einhver annar passar þér alls, alls ekki!

Það verður mikil athyglisgleði í kringum þig og þú ert með svo stórskemmtilegan húmor að þú laðar til þín nýtt fólk sem á eftir að hjálpa þér. Alls ekki draga þig í hlé og halda að þú eigir að hanga heima hjá þér og hafa heimaveru að þínu aðaláhugamáli. Ef þú átt aukastund, hafðu þá samband við fólk, farðu í heimsóknir. Þú þarft að vera mikið á ferðinni því ævintýrin tengjast nýjum persónum sem þú átt eftir að hitta á óvenjulegustu stöðum.

Mottó:Ég er eins hamingjusamur og ég vil vera.

Frægir Bogmenn: Ingvar E. Sigurðsson leikari, Björgvin Franz Gíslason leikari, Edda Heiðrún Backman leikkona, Regína Ósk Óskarsdóttir söngkona, Sigrún í Gyðja Collecton, Steindi, Bryndís Ásmundsdóttir, leik- og söngkona, Jóhanna Vilhjálmsdóttir, fjallkona og leikkona, Logi Bergmann Eiðsson sjónvarpsmaður, Sigga Dögg kynfræðingur. 


Tengdar fréttir

Ágústspá Siggu Kling – Fiskur: Daðraðu við lífið

Dásamlegi Fiskur. Það sem einkennir þig mest þessa dagana er að þú ferð bara þínar eigin leiðir. Það kemur þó fyrir að þér finnist þú vera svo hjálparlaus að þú gætir alveg misst máttinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×