Lífið

Ágústspá Siggu Kling – Krabbi: Gleymdu gömlum leiðindum

Sigga Kling skrifar
Elsku Krabbi. Ég er svo spennt fyrir þína hönd! Þú ert svo mikið að læra að láta ekki annað fólk stjórna tilfinningum þínum að þú ert að fá mastersgráðu í því!

Þú hefur stundum tapað þér í því að reyna að hafa alla góða en núna er sjálfstraustið að eflast og þér halda engin bönd. Þú átt eftir að ná lengra en þú þorðir að vona. Því þú, elsku Krabbi, hefur alltaf haldið áfram þó svo að þú hafir misst allan mátt og fundist þú ekki geta meira. Heilsa þín og orka eru svo tengd tilfinningum þínum og þess vegna er gott að gleyma gömlum leiðindum til þess að þau eyðileggi ekki daginn þinn.

Þú þarft að fórna einhverju til að ná settu marki en það verður mikill léttir þegar þú gerir það. Þú trúir ekki mörgum fyrir þinum innstu hugsunum og það er þér bara fyrir bestu, allavega í mörgum tilfellum.

Næstu tveir mánuðir færa þér góðar fréttir, styrkja undirstöður þínar og fjölskyldan þín verður mjög stolt af þér.

Mottó: Í upphafi skyldi ekki endinn skoða. Amen.

Frægir Krabbar: Bryndís Schram, Sigga Lorange Ostabúðarskvísa, Auddi Blö, sem við elskum öll, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og dúlla, Ólafur Stefánsson, handboltakappi og heimspekingur, Edda Sif, Sindri Sindrason, Ásdís Halla Bragadóttir, Hjörvar Hafliðason.


Tengdar fréttir

Ágústspá Siggu Kling – Fiskur: Daðraðu við lífið

Dásamlegi Fiskur. Það sem einkennir þig mest þessa dagana er að þú ferð bara þínar eigin leiðir. Það kemur þó fyrir að þér finnist þú vera svo hjálparlaus að þú gætir alveg misst máttinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×