Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður Hlínar Einarsdóttur, segir lögreglu skoða upplýsingar sem hafa komið fram í fjölmiðlum undanfarið, þá sér í lagi hvað varðar rannsókn á tilraun til fjárkúgunar forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.
„Ég hef ráðlagt henni að tjá sig ekkert um rannsókn þessara mála á meðan rannsókninni stendur,” segir Kolbrún.
„Ég hef gert athugasemd við lögreglu varðandi þær upplýsingar sem hafa verið í fjölmiðlum síðustu daga, sem mér finnst einkennilegt. Mér skilst að lögregla sé að skoða það.”
Hlín og systir hennar, Malín Brand, voru í síðustu viku handteknar fyrir tilraun til að kúga forsætisráðherra. Í gær lagði svo fyrrverandi samstarfsmaður Hlínar fram kæru á þær systur fyrir aðra fjárkúgun, sem hann segir þær hafa beitt sig í apríl.
Hlín hyggst aftur á móti kæra manninn fyrir nauðgun og verður kæra hennar lögð fram til lögreglu á morgun, að sögn Kolbrúnar.
Lögmaður Hlínar gerir athugasemdir við þær upplýsingar sem rata í fjölmiðla

Tengdar fréttir

Hlín hyggst kæra nauðgun
Fyrrverandi samstarfsmaður kærði Hlín og Malín Brand fyrir fjárkúgun í gær.

Lögmaður Hlínar: Rannsókn seinna málsins á frumstigi
"Þetta er það viðkvæmt og er til rannsóknar lögreglu þannig að við verðum að láta það hafa sinn gang.“

Systurnar handteknar og yfirheyrðar á ný
Maðurinn afhenti Malín Brand 700 þúsund krónur í reiðufé í umslagi. Hann tók sér fimm daga umhugsunartíma eftir hótun systranna.

Segir Hlín hafa leitað á bráðamóttöku vegna meintrar nauðgunar
„Samskiptin fóru í gegnum mig því systir mín treysti sér ekki til að eiga þau.“