Verkfall BHM mun hafa víðtæk áhrif á starfsemi HSU Atli Ísleifsson skrifar 6. apríl 2015 20:56 Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Vísir/Pjetur Útlit er fyrir að koma muni til boðaðs verkfalls í vikunni hjá nokkrum fagstéttum BHM sem starfa innan sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana. Í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands segir að verkfallið muni valda tilheyrandi röskun á daglegri starfsemi stofnunarinnar og óþægindum fyrir sjúklinga. „Fyrirséð er að ef til verkfalls kemur mun það hafa umtalsverð áhrif á starfsemi HSU sem veitir þjónustu í víðfeðmasta heilbrigðisumdæmi landsins. Framkvæmdastjórn HSU hefur yfirfarið undanþágulista aðildarfélaga og borðið saman við vinnufyrirkomulag þeirra starfstétta sem hafa boðað verkfall. Lögð er rík áhersla á að tryggja öryggi sjúklinga í allri þjónustu HSU í verkfallinu með góðri samvinnu við hlutaðeigandi starfsmenn og bandalag þeirra. Bakvaktir eru tryggðar en þó er ljóst að verkfallið mun hafa veruleg áhrif á rannsóknar- og myndgreiningarþjónustu HSU ásamt þjónustu ljósmæðra, sálfræðinga og sjúkraþjálfara á HSU. Viðbúið er að yfirvofandi verkfall BHM muni hafa víðtæk áhrif á starfsemi HSU ef aðgerðir dragast á langinn. Komi til verkfalls mun það raska starfsemi HSU eftirfarandi daga:Lífeindafræðingar hafa boðað ótímabundið verkfall frá 7. apríl, kl. 8-12 alla virka daga auk þess sem þau boða verkfall frá kl. 12-16 þann 9. apríl. Bakvakt verður í Vestmannaeyjum og á Selfossi samkvæmt undanþágulista.Geislafræðingar hafa boðað ótímabundið verkfall frá 7. apríl. Bakvakt verður í Vestmannaeyjum og á Selfossi samkvæmt undanþágulista.Sálfræðingar hafa boðað verkfall þann 9. apríl, kl. 12-16. Hjá þeim er engin undanþága fyrir bakvakt.Sjúkraþjálfari hafa boðað verkfall þann 9. apríl, kl. 12-16. Hjá þeim er engin undanþága fyrir bakvakt.Ljósmæðrafélag Íslands hefur boðað ótímabundið verkfall frá 7. apríl, alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Bakvakt verður í Vestmannaeyjum og á Selfossi samkvæmt undanþágulista. Aðeins er veitt bráðaþjónusta hjá framangreindum fagstéttum hjá HSU komi til verkfalls. Þeir íbúar Suðurlands og aðrir þeir sem þurfa á þjónustu HSU að halda eru beðnir um að fylgjast með tilkynningum um framvindu mála á heimasíðu HSU og snjáldursíðu HSU en þar munu birtast upplýsingar um þau áhrif sem verkfallið kann að hafa. Verði af boðuðu verkfalli munum við hjá HSU, sem áður, leggja áherslu á að tryggja öryggi í þjónustu við alla sem leita til HSU,“ segir í tilkynningunni. Tengdar fréttir Ábyrgðarleysi að boða ekki fund í deilunni fyrr Páll Halldórsson, formaður BHM, segir það fádæma ábyrgðarleysi að boða ekki til fundar í kjaradeilu ríkisins og félagsins yfir páskana, þrátt fyrir yfirvofandi verkfall. 6. apríl 2015 19:26 Áhrifin á Landsspítalann síst minni en af læknaverkfalli Starfsemi Landspítalans mun lamast að hluta til þegar verkfall hefst á miðnætti. Þá mun starfsemin hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu fara úr skorðum þegar lögfræðingar leggja niður störf. 6. apríl 2015 19:19 Verkföll fimm félaga úrskurðuð lögleg Óvissa ríkti um lögmæti atkvæðagreiðslu um verkfall BHM-félaga. 6. apríl 2015 14:51 Tilkynning frá Landspítalanum: Fresta þarf meginþorra skipulagðra skurðaðgerða Fresta þarf meginþorra skipulagðra skurðaðgerða og sérhæfðra meðferða, til að mynda hjartaþræðingum, á meðan á verkfalli félaga í BHM stendur. 6. apríl 2015 20:12 Segir það ábyrgðarleysi að boða ekki til fundar yfir páskana Kjaradeila BHM og ríkisins stendur enn. Eitt verkfall hefst á morgun og í dag er dæmt um lögmæti fimm annarra. 6. apríl 2015 13:28 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Sjá meira
Útlit er fyrir að koma muni til boðaðs verkfalls í vikunni hjá nokkrum fagstéttum BHM sem starfa innan sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana. Í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands segir að verkfallið muni valda tilheyrandi röskun á daglegri starfsemi stofnunarinnar og óþægindum fyrir sjúklinga. „Fyrirséð er að ef til verkfalls kemur mun það hafa umtalsverð áhrif á starfsemi HSU sem veitir þjónustu í víðfeðmasta heilbrigðisumdæmi landsins. Framkvæmdastjórn HSU hefur yfirfarið undanþágulista aðildarfélaga og borðið saman við vinnufyrirkomulag þeirra starfstétta sem hafa boðað verkfall. Lögð er rík áhersla á að tryggja öryggi sjúklinga í allri þjónustu HSU í verkfallinu með góðri samvinnu við hlutaðeigandi starfsmenn og bandalag þeirra. Bakvaktir eru tryggðar en þó er ljóst að verkfallið mun hafa veruleg áhrif á rannsóknar- og myndgreiningarþjónustu HSU ásamt þjónustu ljósmæðra, sálfræðinga og sjúkraþjálfara á HSU. Viðbúið er að yfirvofandi verkfall BHM muni hafa víðtæk áhrif á starfsemi HSU ef aðgerðir dragast á langinn. Komi til verkfalls mun það raska starfsemi HSU eftirfarandi daga:Lífeindafræðingar hafa boðað ótímabundið verkfall frá 7. apríl, kl. 8-12 alla virka daga auk þess sem þau boða verkfall frá kl. 12-16 þann 9. apríl. Bakvakt verður í Vestmannaeyjum og á Selfossi samkvæmt undanþágulista.Geislafræðingar hafa boðað ótímabundið verkfall frá 7. apríl. Bakvakt verður í Vestmannaeyjum og á Selfossi samkvæmt undanþágulista.Sálfræðingar hafa boðað verkfall þann 9. apríl, kl. 12-16. Hjá þeim er engin undanþága fyrir bakvakt.Sjúkraþjálfari hafa boðað verkfall þann 9. apríl, kl. 12-16. Hjá þeim er engin undanþága fyrir bakvakt.Ljósmæðrafélag Íslands hefur boðað ótímabundið verkfall frá 7. apríl, alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Bakvakt verður í Vestmannaeyjum og á Selfossi samkvæmt undanþágulista. Aðeins er veitt bráðaþjónusta hjá framangreindum fagstéttum hjá HSU komi til verkfalls. Þeir íbúar Suðurlands og aðrir þeir sem þurfa á þjónustu HSU að halda eru beðnir um að fylgjast með tilkynningum um framvindu mála á heimasíðu HSU og snjáldursíðu HSU en þar munu birtast upplýsingar um þau áhrif sem verkfallið kann að hafa. Verði af boðuðu verkfalli munum við hjá HSU, sem áður, leggja áherslu á að tryggja öryggi í þjónustu við alla sem leita til HSU,“ segir í tilkynningunni.
Tengdar fréttir Ábyrgðarleysi að boða ekki fund í deilunni fyrr Páll Halldórsson, formaður BHM, segir það fádæma ábyrgðarleysi að boða ekki til fundar í kjaradeilu ríkisins og félagsins yfir páskana, þrátt fyrir yfirvofandi verkfall. 6. apríl 2015 19:26 Áhrifin á Landsspítalann síst minni en af læknaverkfalli Starfsemi Landspítalans mun lamast að hluta til þegar verkfall hefst á miðnætti. Þá mun starfsemin hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu fara úr skorðum þegar lögfræðingar leggja niður störf. 6. apríl 2015 19:19 Verkföll fimm félaga úrskurðuð lögleg Óvissa ríkti um lögmæti atkvæðagreiðslu um verkfall BHM-félaga. 6. apríl 2015 14:51 Tilkynning frá Landspítalanum: Fresta þarf meginþorra skipulagðra skurðaðgerða Fresta þarf meginþorra skipulagðra skurðaðgerða og sérhæfðra meðferða, til að mynda hjartaþræðingum, á meðan á verkfalli félaga í BHM stendur. 6. apríl 2015 20:12 Segir það ábyrgðarleysi að boða ekki til fundar yfir páskana Kjaradeila BHM og ríkisins stendur enn. Eitt verkfall hefst á morgun og í dag er dæmt um lögmæti fimm annarra. 6. apríl 2015 13:28 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Sjá meira
Ábyrgðarleysi að boða ekki fund í deilunni fyrr Páll Halldórsson, formaður BHM, segir það fádæma ábyrgðarleysi að boða ekki til fundar í kjaradeilu ríkisins og félagsins yfir páskana, þrátt fyrir yfirvofandi verkfall. 6. apríl 2015 19:26
Áhrifin á Landsspítalann síst minni en af læknaverkfalli Starfsemi Landspítalans mun lamast að hluta til þegar verkfall hefst á miðnætti. Þá mun starfsemin hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu fara úr skorðum þegar lögfræðingar leggja niður störf. 6. apríl 2015 19:19
Verkföll fimm félaga úrskurðuð lögleg Óvissa ríkti um lögmæti atkvæðagreiðslu um verkfall BHM-félaga. 6. apríl 2015 14:51
Tilkynning frá Landspítalanum: Fresta þarf meginþorra skipulagðra skurðaðgerða Fresta þarf meginþorra skipulagðra skurðaðgerða og sérhæfðra meðferða, til að mynda hjartaþræðingum, á meðan á verkfalli félaga í BHM stendur. 6. apríl 2015 20:12
Segir það ábyrgðarleysi að boða ekki til fundar yfir páskana Kjaradeila BHM og ríkisins stendur enn. Eitt verkfall hefst á morgun og í dag er dæmt um lögmæti fimm annarra. 6. apríl 2015 13:28