Innlent

Myndi ekki sprengja 25 kílóa skottertu í Bergstaðastræti

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar
Lúðvík Georgsson framkvæmdastjóri KR flugelda sem flutti inn skottertuna sem olli sprengingunni á Bergstaðastræti, segir að um gallaða vöru hafi verið að ræða en slíkt sé afar sjaldgæft.  Hann segist þó ekki myndu sprengja slíka tertu í þröngri íbúðagötu eins og Bergstaðastræti enda kveði leiðbeiningar á um að það megi einungis sprengja þær á opnum svæðum og fólk eigi að vera í 25 metra fjarlægð þegar þær eru tendraðar

Rannsókn lögreglu á sprengingunni sem varð á Bergstaðastræti skömmu fyrir miðnætti á gamlárskvöld stendur enn yfir. Hún beinist að skottertunni og þeirri almannahættu sem sprengingin skapaði.

„Þetta eru feiknarlega öflugar kökur,“ segir Lúðvík. Þessar skotertur mega mest vera 25 kíló og þessi er um það bil það. Púðurmagnið er í samræmi við það,“ segir Lúðvík. Hann segir þó að ef mörkin um fjarlægð eru virt sé ekki alvarleg hætta á slysum. „Ég geri mér grein fyrir að Íslendingar eru mjög skotglaðir á gamlárskvöld og eru ekki alltaf að horfa á smaátriðin. Þetta varð jú, feiknarleg sprenging og það fóru nokkrar rúður. Sem betur fer urðu ekki alvarleg slys á fólki.“

Hann segir að tryggingafélagið sé að skoða málið en KR flugeldarnir muni fylgjast með því að viðkomandi kaupandi fái tjónið bætt enda hafi hann að mestu leyti fylgt leiðbeiningunum en þó ekki að öllu leyti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×