Kostnaðurinn við skaupið 26 milljónir Birgir Olgeirsson skrifar 2. janúar 2015 13:08 Edda Björgvinsdóttir og Þórhallur Sigurðsson, betur þekktur sem Laddi, voru á meðal leikara í skaupinu 2014. mynd/ruv Kostnaðurinn við Áramótaskaupið 2014 var í kringum 26 milljónir króna. Þetta segir Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarpsins, um skaupið en hann segir kostnaðinn í ár hafa verið undir meðallagi. „Kostnaðurinn er ekki endanlega kominn saman en við miðum við að hann sé í kringum 26 milljónir sem er aðeins undir því sem venjulega er en kostnaðurinn er yfirleitt alltaf á þessu bili,“ segir Skarphéðinn í samtali við Vísi. Leikstjóri skaupsins árið 2014 var Silja Hauksdóttir en ásamt henni komu einnig að handritsgerð Edda Björgvinsdóttir, Anna Svava Knútsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, María Reyndal og Gagga Jónsdóttir, sem einnig var framleiðandi skaupsins. Þátturinn fær ávallt mikið áhorf, sem mælist að jafnaði yfir 75 prósentum, og eru skiptar skoðanir á því á hverju ári líkt og venjulega. Á meðal þeirra sem hafa tjáð sig um skaupið opinberlega er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Elín Hirst, sem þótti skaupið ófyndið. „Kostar 20 milljónir plús að gera svona þátt. Rétt þó að bæta við að Silja Hauksdóttir er mikill talent, en það gekk ekki upp í þessu Skaupi,“ skrifaði Elín á Facebook. Þá sagðist Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, ekki hafa enst allt skaupið og hið sama á við um Guðlaug Þór Þórðarson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var þó hrifnari af skaupinu. „Dúndur skaup og svaka beitt. Meira svona,“ skrifaði Katrín á Facebook. Þegar Skarphéðinn Guðmundsson er spurður hvernig honum þótti skaupið takast til í ár segir hann ómögulegt að segja til um það. „Við erum sátt við mjög margt og stolt af skaupinu. Best af öllu er að sjá hversu mikil og sterk viðbrögð það fær. Verst er þegar skaupið kallar ekki á nein viðbrögð og öllum er sama. En þegar pólitík er annars vegar þá er það þannig að sitt sýnist hverjum. Sama gildir um húmor.“ Tengdar fréttir Landsmenn tístu um Skaupið Misjafnar móttökur hjá landanum. 1. janúar 2015 10:33 Tvö kvennaskaup á þrjátíu árum Eingöngu konur skrifa Áramótaskaupið í ár en það gerðist seinast árið 1984. 30. desember 2014 10:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Sjá meira
Kostnaðurinn við Áramótaskaupið 2014 var í kringum 26 milljónir króna. Þetta segir Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarpsins, um skaupið en hann segir kostnaðinn í ár hafa verið undir meðallagi. „Kostnaðurinn er ekki endanlega kominn saman en við miðum við að hann sé í kringum 26 milljónir sem er aðeins undir því sem venjulega er en kostnaðurinn er yfirleitt alltaf á þessu bili,“ segir Skarphéðinn í samtali við Vísi. Leikstjóri skaupsins árið 2014 var Silja Hauksdóttir en ásamt henni komu einnig að handritsgerð Edda Björgvinsdóttir, Anna Svava Knútsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, María Reyndal og Gagga Jónsdóttir, sem einnig var framleiðandi skaupsins. Þátturinn fær ávallt mikið áhorf, sem mælist að jafnaði yfir 75 prósentum, og eru skiptar skoðanir á því á hverju ári líkt og venjulega. Á meðal þeirra sem hafa tjáð sig um skaupið opinberlega er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Elín Hirst, sem þótti skaupið ófyndið. „Kostar 20 milljónir plús að gera svona þátt. Rétt þó að bæta við að Silja Hauksdóttir er mikill talent, en það gekk ekki upp í þessu Skaupi,“ skrifaði Elín á Facebook. Þá sagðist Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, ekki hafa enst allt skaupið og hið sama á við um Guðlaug Þór Þórðarson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var þó hrifnari af skaupinu. „Dúndur skaup og svaka beitt. Meira svona,“ skrifaði Katrín á Facebook. Þegar Skarphéðinn Guðmundsson er spurður hvernig honum þótti skaupið takast til í ár segir hann ómögulegt að segja til um það. „Við erum sátt við mjög margt og stolt af skaupinu. Best af öllu er að sjá hversu mikil og sterk viðbrögð það fær. Verst er þegar skaupið kallar ekki á nein viðbrögð og öllum er sama. En þegar pólitík er annars vegar þá er það þannig að sitt sýnist hverjum. Sama gildir um húmor.“
Tengdar fréttir Landsmenn tístu um Skaupið Misjafnar móttökur hjá landanum. 1. janúar 2015 10:33 Tvö kvennaskaup á þrjátíu árum Eingöngu konur skrifa Áramótaskaupið í ár en það gerðist seinast árið 1984. 30. desember 2014 10:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Sjá meira
Tvö kvennaskaup á þrjátíu árum Eingöngu konur skrifa Áramótaskaupið í ár en það gerðist seinast árið 1984. 30. desember 2014 10:00