Segir konur einfaldlega ekki fyndnar Jakob Bjarnar skrifar 2. janúar 2015 14:30 Baldur segir konur ekki skilja brandara en Guðfinna heldur því fram að hún sé rífandi fyndin. Enn deila menn um ágæti Áramótaskaups Ríkissjónvarpsins, sem kallað hefur verið kvennaskaup vegna þess að Silja Hauksdóttir leikstýrði, Gagga Jónsdóttir framleiddi og eintómar konur skrifuðu handrit. Sitt sýnist hverjum en einn þeirra sem blandar sér með afgerandi hætti í þær umræður er Baldur Hermannsson ellilífeyrisþegi og fyrrverandi framhaldsskólakennari. Hann setur fram kenningu, á Facebook-vegg sínum, sem gengur í stórum dráttum út á það að konur séu einfaldlega ekkert fyndnar. „Góður Guð gaf sér rúman tíma til þess að smíða konuna, hann gerði hana skemmtilega, fjöruga, glaðværa, gáskafulla, ljúfa og snarpa, fallega og aðlaðandi ... en hann gerði hana ekki fyndna. Hann sá nefnilega að maðurinn var bráðfyndinn og taldi því varhugavert að gera hana að keppinaut mannsins. Þess vegna er konum fyrirmunað að skilja brandara og enn síður er þeim hent að segja brandara. Satt að segja er það algert kvalræði að hlusta á konu segja brandara ... þær skilja hann ekki, hafa enga tilfinningu fyrir taktinum og botna ekkert í lokahnykknum, sem sumir kalla punch-line,“ skrifar Baldur og heldur ótrauður áfram: „Vilji menn því gersamlega mislukkað áramótaskaup er aðeins ein leið örugg: láttu konu leikstýra og láttu konur semja handritið. Til hamingju Magnús Geir: þetta heppnaðist hjá þér vinur.“ Svo mörg voru þau orð og ýmsir skoðanabræður Baldurs telja hann hitta naglann á höfuðið en til andsvara er þó Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarmanna, og segir: „Heyrðu, ekkert svona. Þú myndir grenja úr hlátri ef við Sveina [Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir] myndum búa til næsta áramótaskaup.“ Baldur gefur sig ekki og en þá heldur Guðfinna því fram að þetta sé versti status hans á árinu: „Þú hefur ekki séð mig segja brandara ég get lofað þér því að þar sem ég hef verið veislustjóri og sagt brandara hefur salurinn legið í kasti, ég er fyndin. Þú mátt segja hvað sem er um mig en að segja að ég sé ekki fyndin þýðir stríð.“ Tengdar fréttir Landsmenn tístu um Skaupið Misjafnar móttökur hjá landanum. 1. janúar 2015 10:33 Kostnaðurinn við skaupið 26 milljónir Dagskrárstjóri RÚV stoltur af skaupinu 2. janúar 2015 13:08 Tvö kvennaskaup á þrjátíu árum Eingöngu konur skrifa Áramótaskaupið í ár en það gerðist seinast árið 1984. 30. desember 2014 10:00 Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Enn deila menn um ágæti Áramótaskaups Ríkissjónvarpsins, sem kallað hefur verið kvennaskaup vegna þess að Silja Hauksdóttir leikstýrði, Gagga Jónsdóttir framleiddi og eintómar konur skrifuðu handrit. Sitt sýnist hverjum en einn þeirra sem blandar sér með afgerandi hætti í þær umræður er Baldur Hermannsson ellilífeyrisþegi og fyrrverandi framhaldsskólakennari. Hann setur fram kenningu, á Facebook-vegg sínum, sem gengur í stórum dráttum út á það að konur séu einfaldlega ekkert fyndnar. „Góður Guð gaf sér rúman tíma til þess að smíða konuna, hann gerði hana skemmtilega, fjöruga, glaðværa, gáskafulla, ljúfa og snarpa, fallega og aðlaðandi ... en hann gerði hana ekki fyndna. Hann sá nefnilega að maðurinn var bráðfyndinn og taldi því varhugavert að gera hana að keppinaut mannsins. Þess vegna er konum fyrirmunað að skilja brandara og enn síður er þeim hent að segja brandara. Satt að segja er það algert kvalræði að hlusta á konu segja brandara ... þær skilja hann ekki, hafa enga tilfinningu fyrir taktinum og botna ekkert í lokahnykknum, sem sumir kalla punch-line,“ skrifar Baldur og heldur ótrauður áfram: „Vilji menn því gersamlega mislukkað áramótaskaup er aðeins ein leið örugg: láttu konu leikstýra og láttu konur semja handritið. Til hamingju Magnús Geir: þetta heppnaðist hjá þér vinur.“ Svo mörg voru þau orð og ýmsir skoðanabræður Baldurs telja hann hitta naglann á höfuðið en til andsvara er þó Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarmanna, og segir: „Heyrðu, ekkert svona. Þú myndir grenja úr hlátri ef við Sveina [Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir] myndum búa til næsta áramótaskaup.“ Baldur gefur sig ekki og en þá heldur Guðfinna því fram að þetta sé versti status hans á árinu: „Þú hefur ekki séð mig segja brandara ég get lofað þér því að þar sem ég hef verið veislustjóri og sagt brandara hefur salurinn legið í kasti, ég er fyndin. Þú mátt segja hvað sem er um mig en að segja að ég sé ekki fyndin þýðir stríð.“
Tengdar fréttir Landsmenn tístu um Skaupið Misjafnar móttökur hjá landanum. 1. janúar 2015 10:33 Kostnaðurinn við skaupið 26 milljónir Dagskrárstjóri RÚV stoltur af skaupinu 2. janúar 2015 13:08 Tvö kvennaskaup á þrjátíu árum Eingöngu konur skrifa Áramótaskaupið í ár en það gerðist seinast árið 1984. 30. desember 2014 10:00 Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Tvö kvennaskaup á þrjátíu árum Eingöngu konur skrifa Áramótaskaupið í ár en það gerðist seinast árið 1984. 30. desember 2014 10:00
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“