Innlent

Annar fundur í læknadeilunni boðaður á morgun

Atli Ísleifsson skrifar
Fundur hjá skurðlæknum hefst síðan klukkan þrjú í dag og stendur enn yfir.
Fundur hjá skurðlæknum hefst síðan klukkan þrjú í dag og stendur enn yfir. Vísir/Ernir
Samningafundi Læknafélags Íslands og ríkisins lauk klukkan 18 í Karphúsinu. Fundurinn hófst klukkan 13 fyrr í dag.

Á heimasíðu ríkissáttasemjara segir að annar fundur hafi verið boðaður klukkan 13.30 á morgun.

Fundur hjá skurðlæknum hefst síðan klukkan þrjú í dag og stendur enn yfir.

Enn hefur engin lausn náðst í kjaradeilu lækna. Samkvæmt heimildum fréttastofu höfnuðu læknar tilboði um tuttugu og átta prósenta launahækkun rétt fyrir áramót.

Læknar hafa samþykkt frekari verkfallsaðgerðir fyrstu þrjá mánuði ársins en náist ekki samningar fyrir 5. janúar munu læknar hefja nýjar lotur verkfalla.

Hver verkfallslota mun ná yfir fjórar vikur og starfseiningar, sem verkfall nær til hverju sinni, verða í verkfalli í fjóra daga í senn, frá mánudegi til fimmtudags.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×