Feta í fótspor foreldranna Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. janúar 2015 14:00 Leiklistarnemar Eygló, dóttir Sóleyjar Elíasdóttur og Hilmars Jónssonar, Elísabet, dóttir Guðrúnar Gunnarsdóttur og Valgeirs Skagfjörð og Hlynur, sonur Þorsteins Guðmundssonar og Jóhönnu Halldórsdóttur. fréttablaðið/stefán Hlynur Þorsteinsson, Elísabet Skagfjörð og Eygló Hilmarsdóttir eru þrjú af níu sem komust inn í leiklistardeild Listaháskólans. Þau eru rétt að ná sér niður á jörðina eftir miklar tilfinningasveiflur síðustu daga, biðina og svo spennufallið við að komast inn. Leiklistargyðjan er þeim alls ekki ókunnug enda öll alin upp af listafólki. Þau segja það þó engan bagga að vera leikarabörn, nema ef til vill að mæta í viðtöl eins og þetta.Foreldrar Hlyns eru Þorsteinn Guðmundsson, leikari og uppistandari, og Jóhanna Halldórsdóttir söngkona. Elísabet er dóttir Guðrúnar Gunnarsdóttur söngkonu og Valgeirs Skagfjörð leikara og Eygló Hilmarsdóttir er dóttir Sóleyjar Elíasdóttur og Hilmars Jónssonar, sem bæði eru leikarar. Hafið þið alltaf stefnt að leiklistarnámi?Elísabet: „Það var erfitt að komast hjá því. Maður var alltaf í leikhúsinu að fylgjast með.“Hlynur: „Nei, raunar ekki. Ég er af stórri leikaraætt og þau héldu mér eiginlega bara frá þessu. Mér var bókstaflega haldið frá leikhúsinu og bannað að fara á sýningar. Ég uppgötvaði samt sjálfur með tímanum að þetta væri rétta skrefið fyrir mig.“Eygló: „Umhverfið mótar mann svo sannarlega.“ Þannig að þið vitið alveg hvað þið eruð búin að koma ykkur út í?Hlynur: „Já. Lág laun og svolítið hark. Það er bara skemmtilegt. En það sýnir líka að við völdum þetta nám út frá einskærum áhuga.“ Þeim líst öllum mjög vel á bekkinn. Segja þetta vera eðalmanneskjur og hlakka óskaplega til að byrja í náminu næsta haust.Elísabet: „Það eru níu mánuðir í þetta. Þetta er heil eilífð. Heil meðganga.“Eygló: „Við þekkjumst mörg og það eru alls kyns tengsl í hópnum. Við Elísabet erum að vinna saman og hinar þrjár stelpurnar sem komust inn eru allar að leika með mér í Konubörnum.“Hlynur: „Svo eru tvö pör í þessum hópi.“Elísabet: „Þú sérð það. Leikarabörnin í þessum hópi eru langt frá því að vera það merkilegasta!“ Hlynur og Elísabet komust inn í skólann í fyrstu tilraun en Eygló var að reyna í annað sinn. „Það er gott að fá að berjast fyrir því sem maður vill gera,“ segir hún og Hlynur grípur orðið: „Já, þetta er ekki sjálfgefið, þótt við séum leikarabörn.“ Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Hlynur Þorsteinsson, Elísabet Skagfjörð og Eygló Hilmarsdóttir eru þrjú af níu sem komust inn í leiklistardeild Listaháskólans. Þau eru rétt að ná sér niður á jörðina eftir miklar tilfinningasveiflur síðustu daga, biðina og svo spennufallið við að komast inn. Leiklistargyðjan er þeim alls ekki ókunnug enda öll alin upp af listafólki. Þau segja það þó engan bagga að vera leikarabörn, nema ef til vill að mæta í viðtöl eins og þetta.Foreldrar Hlyns eru Þorsteinn Guðmundsson, leikari og uppistandari, og Jóhanna Halldórsdóttir söngkona. Elísabet er dóttir Guðrúnar Gunnarsdóttur söngkonu og Valgeirs Skagfjörð leikara og Eygló Hilmarsdóttir er dóttir Sóleyjar Elíasdóttur og Hilmars Jónssonar, sem bæði eru leikarar. Hafið þið alltaf stefnt að leiklistarnámi?Elísabet: „Það var erfitt að komast hjá því. Maður var alltaf í leikhúsinu að fylgjast með.“Hlynur: „Nei, raunar ekki. Ég er af stórri leikaraætt og þau héldu mér eiginlega bara frá þessu. Mér var bókstaflega haldið frá leikhúsinu og bannað að fara á sýningar. Ég uppgötvaði samt sjálfur með tímanum að þetta væri rétta skrefið fyrir mig.“Eygló: „Umhverfið mótar mann svo sannarlega.“ Þannig að þið vitið alveg hvað þið eruð búin að koma ykkur út í?Hlynur: „Já. Lág laun og svolítið hark. Það er bara skemmtilegt. En það sýnir líka að við völdum þetta nám út frá einskærum áhuga.“ Þeim líst öllum mjög vel á bekkinn. Segja þetta vera eðalmanneskjur og hlakka óskaplega til að byrja í náminu næsta haust.Elísabet: „Það eru níu mánuðir í þetta. Þetta er heil eilífð. Heil meðganga.“Eygló: „Við þekkjumst mörg og það eru alls kyns tengsl í hópnum. Við Elísabet erum að vinna saman og hinar þrjár stelpurnar sem komust inn eru allar að leika með mér í Konubörnum.“Hlynur: „Svo eru tvö pör í þessum hópi.“Elísabet: „Þú sérð það. Leikarabörnin í þessum hópi eru langt frá því að vera það merkilegasta!“ Hlynur og Elísabet komust inn í skólann í fyrstu tilraun en Eygló var að reyna í annað sinn. „Það er gott að fá að berjast fyrir því sem maður vill gera,“ segir hún og Hlynur grípur orðið: „Já, þetta er ekki sjálfgefið, þótt við séum leikarabörn.“
Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira