Sópuðu neyðarbrautina meðan Fokker hringsólaði yfir borginni Kristján Már Unnarsson skrifar 24. janúar 2015 20:29 Fokkerinn að koma til lendingar á litlu flugbrautinni í hvassviðrinu í gærkvöldi. Hallgrímskirkja og Landsspítalinn í baksýn. Myndir/Valgeir Ólason. Fokker-vél Flugfélags Íslands á leið frá Akureyri neyddist til að hringsóla yfir Reykjavíkurflugvelli í 10-15 mínútur í gærkvöldi þar sem báðar aðalflugbrautir vallarins urðu ófærar vegna hliðarvinds og ekki var búið að hreinsa snjó af litlu neyðarbrautinni. Þetta var síðasta vél innanlandsflugsins í gærkvöldi en þegar hún nálgaðist borgina hafði hvesst svo úr suðvestri að hliðarvindur varð of mikill, bæði á norður/suðurbrautinni og austur/vesturbrautinni, að sögn flugstjórans, Ólafs Georgssonar.Sjá má myndband, sem Valgeir Ólason tók, neðst í fréttinni. Flugvélin við það að snerta flugbraut 24. Vindur stóð úr 240 gráðum og var því beint á brautina.Mynd/Valgeir Ólason.Vindur stóð hins vegar beint á braut 24, þriðju og minnstu flugbrautina, og fóru vindhviður yfir þrjátíu hnúta. Flugstjórinn ákvað að fljúga nokkra hringi yfir Reykjavík meðan starfsmenn flugvallarins sópuðu neyðarbrautina. Hann tók síðan aðflugið yfir Norðurmýri og Snorrabraut og lenti svo á litlu brautinni um tíuleytið í gærkvöldi.Flugfélagsvélin lent og byrjuð að draga úr hraða.Mynd/Valgeir Ólason.Ólafur flugstjóri segir í samtali við fréttastofu að ef litla brautin hefði ekki verið til staðar hefði hann að öllum líkindum þurft að snúa aftur til Akureyrar og gista þar. Hann segir að óvíst hafi verið hvort unnt væri að lenda í Keflavík. 27 manns voru um borð í vélinni og tókst lendingin að óskum.Fokker-vél Flugfélags Íslands lendir á litlu neyðarbrautinni, braut 24, fyrir hálfum mánuði.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Neyðarbrautin kom sér einnig vel fyrir hálfum mánuði og hjálpaði þá bæði innanlandsfluginu og annasömu sjúkraflugi þann daginn, eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2. Tengdar fréttir Litla neyðarbrautin hjálpaði sjúkra- og innanlandsfluginu Hin umdeilda neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar gerði gæfumuninn í annasömu sjúkraflugi í dag, og tryggði jafnframt að innanlandsflug raskaðist lítið í snarpri suðvestanátt. 8. janúar 2015 19:00 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Fokker-vél Flugfélags Íslands á leið frá Akureyri neyddist til að hringsóla yfir Reykjavíkurflugvelli í 10-15 mínútur í gærkvöldi þar sem báðar aðalflugbrautir vallarins urðu ófærar vegna hliðarvinds og ekki var búið að hreinsa snjó af litlu neyðarbrautinni. Þetta var síðasta vél innanlandsflugsins í gærkvöldi en þegar hún nálgaðist borgina hafði hvesst svo úr suðvestri að hliðarvindur varð of mikill, bæði á norður/suðurbrautinni og austur/vesturbrautinni, að sögn flugstjórans, Ólafs Georgssonar.Sjá má myndband, sem Valgeir Ólason tók, neðst í fréttinni. Flugvélin við það að snerta flugbraut 24. Vindur stóð úr 240 gráðum og var því beint á brautina.Mynd/Valgeir Ólason.Vindur stóð hins vegar beint á braut 24, þriðju og minnstu flugbrautina, og fóru vindhviður yfir þrjátíu hnúta. Flugstjórinn ákvað að fljúga nokkra hringi yfir Reykjavík meðan starfsmenn flugvallarins sópuðu neyðarbrautina. Hann tók síðan aðflugið yfir Norðurmýri og Snorrabraut og lenti svo á litlu brautinni um tíuleytið í gærkvöldi.Flugfélagsvélin lent og byrjuð að draga úr hraða.Mynd/Valgeir Ólason.Ólafur flugstjóri segir í samtali við fréttastofu að ef litla brautin hefði ekki verið til staðar hefði hann að öllum líkindum þurft að snúa aftur til Akureyrar og gista þar. Hann segir að óvíst hafi verið hvort unnt væri að lenda í Keflavík. 27 manns voru um borð í vélinni og tókst lendingin að óskum.Fokker-vél Flugfélags Íslands lendir á litlu neyðarbrautinni, braut 24, fyrir hálfum mánuði.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Neyðarbrautin kom sér einnig vel fyrir hálfum mánuði og hjálpaði þá bæði innanlandsfluginu og annasömu sjúkraflugi þann daginn, eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2.
Tengdar fréttir Litla neyðarbrautin hjálpaði sjúkra- og innanlandsfluginu Hin umdeilda neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar gerði gæfumuninn í annasömu sjúkraflugi í dag, og tryggði jafnframt að innanlandsflug raskaðist lítið í snarpri suðvestanátt. 8. janúar 2015 19:00 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Litla neyðarbrautin hjálpaði sjúkra- og innanlandsfluginu Hin umdeilda neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar gerði gæfumuninn í annasömu sjúkraflugi í dag, og tryggði jafnframt að innanlandsflug raskaðist lítið í snarpri suðvestanátt. 8. janúar 2015 19:00