Innlent

Tæplega 30 fölsuðum Eames stólum fargað

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stólarnir, 29 talsins, komu ýmist í póstsendingum, hraðsendingum eða sjósendingum frá Bretlandi og Kína.
Stólarnir, 29 talsins, komu ýmist í póstsendingum, hraðsendingum eða sjósendingum frá Bretlandi og Kína. mynd/tollurinn
Tæplega 30 fölsuðum Eames stólum var fargað í vikunni eftir að tollverðir höfðu stöðvað innflutning þeirra til landsins í nóvember síðastliðnum. Var rétthöfum tilkynnt um hugsanlegt brot gegn hugverkaréttindum.

Stólarnir, 29 talsins, komu ýmist í póstsendingum, hraðsendingum eða sjósendingum frá Bretlandi og Kína á vegum nokkurra einstaklinga. Viðkomandi og rétthafar komust að samkomulagi um förgun varningsins, sem fargað var undir eftirliti Tollstjóra.

Eames stólarnir eru ein frægasta stólahönnun í heimi en stólarnir voru hannaðir af þeim Charles og Ray Eames í kringum 1950 og urðu strax mjög vinsælir.


Tengdar fréttir

Listasafn sparaði og keypti eftirlíkingar

Listasafn Reykjavíkur keypti 25 stóla eftir hrun sem voru eftirlíking af hinni vinsælu sjöu eftir Arne Jacobsen. Eigandi Epal gerði athugasemd við stólana og bauðst til þess að gefa safninu ekta sjöur. Eftirlíkingunum var fargað í framhaldinu.

Eftirlíkingunum verður fargað

Söluaðilaðili ítalska húsgangaframleiðandans Cassina segir að ólöglegar eftirlíkingar af húsgögnum í Ráðhúsinu hafi uppgötvast fyrir tilviljun í apríl.

Förguðu eftirlíkingum af Egginu

Rúmlega fimmtíu stykkjum af húsgögnum var fargað fyrr í vikunni en þar reyndir eftirlíkingar á ferð sem komu til landsins árið 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×