Bílasérfræðingurinn Finnur: Settu kattasand í bílinn 5. desember 2015 12:00 Það getur verið bölvað basl að koma bílnum af stað í vetrarfærðinni. Vísir Bílasérfræðingurinn Finnur Orri Thorlacius lumar á nokkrum ónvejulegum trikkum og góðum ráðum fyrir þá sem eru akandi í vetrarfærðinni.Finnur Orri bílablaðamaður lumar á góðum ráðum.Vísir/ValliRúðuþurrkutrikk Þegar bílnum er lagt er gráupplagt að setja upp rúðuþurrkurnar því talsverðar líkur eru á því að þær sitji fastar að morgni í miklu frosti.Alkóhóltrikkið Taktu klút og vættu hann í vökva úr sem mestu alkóhóli og strjúktu nokkrum sinnum eftir þurrkublaðinu. Við það loðir hún ekki við rúðuna þó frjósi.Aukagrip Hreinsaðu dekkin með dekkjahreinsi, má gera það með white spirit líka, og fáðu þannig aukagrip í snjónum. Flest dekk eru þakin tjöru og grípa ekki vel í hálkunni og snjónum fyrir vikið.Raksápa er til margs nýt.Vísir/Getty ImagesKveikjaratrikkið Ef bíllykillinn kemst ekki í skrána vegna frosts getur þú hitað lykilinn með kveikjara og hitinn frá lyklinum mun á augabragði bræða læsinguna. Raksáputrikkið Til að forðast móðu á innanverðum rúðum má spreyja raksápu á rúðurnar, strjúktu hana af, raksápa inniheldur að miklu leyti sömu efni og eru í móðulosandi spreyi.Kattasandstrikkið Settu kattasand í opið ílát á gólfið fyrir aftan aftursætin. Kattasandurinn dregur í sig raka innan úr bílnum og kemur í veg fyrir móðumyndun. Gætið að því að skilja ekki eftir vökva (til dæmis kaffi eða gos) í bílnum yfir nótt. Vatnið gufar upp og sest sem móða á rúðurnar.Bökunarsprey á bílinn, segir Finnur.Vísir/Getty ImagesPAM-trikkið Til að forðast frosnar hurðir spreyjaðu PAM bökunarspreyi á gúmmílistana og þær sitja ekki fastar í frosti.Tannkremstrikkið Ef framljósin eru orðin skítug er gott trikk að þrífa þau með tannkremi. Ljósin eru eitt mikilvægasta öryggistæki bílsins og það er mikilvægt að þau séu sýnileg í umferðinni.Sandpokatrikkið Ef bíllinn er afturhjóladrifinn má fá betra grip með því að hafa 20-30 kílóa aukavigt í skottinu, til dæmis er hægt að skella gangstéttarhellum eða sandpoka í skottið. Veður Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Sjá meira
Bílasérfræðingurinn Finnur Orri Thorlacius lumar á nokkrum ónvejulegum trikkum og góðum ráðum fyrir þá sem eru akandi í vetrarfærðinni.Finnur Orri bílablaðamaður lumar á góðum ráðum.Vísir/ValliRúðuþurrkutrikk Þegar bílnum er lagt er gráupplagt að setja upp rúðuþurrkurnar því talsverðar líkur eru á því að þær sitji fastar að morgni í miklu frosti.Alkóhóltrikkið Taktu klút og vættu hann í vökva úr sem mestu alkóhóli og strjúktu nokkrum sinnum eftir þurrkublaðinu. Við það loðir hún ekki við rúðuna þó frjósi.Aukagrip Hreinsaðu dekkin með dekkjahreinsi, má gera það með white spirit líka, og fáðu þannig aukagrip í snjónum. Flest dekk eru þakin tjöru og grípa ekki vel í hálkunni og snjónum fyrir vikið.Raksápa er til margs nýt.Vísir/Getty ImagesKveikjaratrikkið Ef bíllykillinn kemst ekki í skrána vegna frosts getur þú hitað lykilinn með kveikjara og hitinn frá lyklinum mun á augabragði bræða læsinguna. Raksáputrikkið Til að forðast móðu á innanverðum rúðum má spreyja raksápu á rúðurnar, strjúktu hana af, raksápa inniheldur að miklu leyti sömu efni og eru í móðulosandi spreyi.Kattasandstrikkið Settu kattasand í opið ílát á gólfið fyrir aftan aftursætin. Kattasandurinn dregur í sig raka innan úr bílnum og kemur í veg fyrir móðumyndun. Gætið að því að skilja ekki eftir vökva (til dæmis kaffi eða gos) í bílnum yfir nótt. Vatnið gufar upp og sest sem móða á rúðurnar.Bökunarsprey á bílinn, segir Finnur.Vísir/Getty ImagesPAM-trikkið Til að forðast frosnar hurðir spreyjaðu PAM bökunarspreyi á gúmmílistana og þær sitja ekki fastar í frosti.Tannkremstrikkið Ef framljósin eru orðin skítug er gott trikk að þrífa þau með tannkremi. Ljósin eru eitt mikilvægasta öryggistæki bílsins og það er mikilvægt að þau séu sýnileg í umferðinni.Sandpokatrikkið Ef bíllinn er afturhjóladrifinn má fá betra grip með því að hafa 20-30 kílóa aukavigt í skottinu, til dæmis er hægt að skella gangstéttarhellum eða sandpoka í skottið.
Veður Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Sjá meira