Leyndin ekki lengur í tísku Magnús Guðmundsson skrifar 10. mars 2015 12:30 Örn Marinó Arnarson og Þorkell Harðarson eru mennirnir á bak við Trend Beacon. Visir/GVA Tíska og hönnun eru áhrifavaldur í lífi okkar með einum eða öðrum hætti. Fæst okkar búa yfir vitneskju um það hvernig tískutrend vakna til lífsins og skapa auð fyrir þá sem eru með puttann á púlsinum. Heimildarmyndin Trend Beacons veitir innsýn í hvernig þetta gerist og hvernig tískuheimurinn virkar. Trend Beacons er eftir þá Þorkel Harðarson og Örn Marinó Arnarson en hún verður frumsýnd í Bíói Paradís næstkomandi fimmtudagskvöld. „Það er nú nokkuð sérstakt hvernig þetta kom til“, segir Örn Marinó. „Málið er að Ragna Fróða, eiginkona Þorkels, er að vinna í NY hjá svona tískuspáfyrirtæki. Ég var búinn að biðja Kela dáldið oft um að útskýra fyrir mér hvað hún væri að gera þarna en gekk eitthvað treglega að ná utan um þetta. Við það fæddist þessi hugmynd að gera heimildarmynd um þennan bransa til þess að skilja þetta betur og við vorum svo heppnir að við virðumst hafa hitt á góða tímasetningu. Þessi bransi hefur verið mjög lokaður og óaðgengilegur almenningi en nú virðist þessi leynd vera komin úr tísku og við græddum á því.“ Örn Marinó segir að þetta fólk sé í raun tveimur til þremur árum á undan okkur hinum. „Þau eru að velta því fyrir sér hvað kemur næst í litum, sniðum, mynstrum o.s.frv. Þannig að þetta er í raun samfélagsstúdía; að skilja hvað er að koma, hvað gerist næst. Stóru tískufyrirtækin kaupa þetta svo af þeim til þess að lágmarka áhættu og hámarka hagnað.“ Þeir félagar hafa mikið fengist við heimildarmyndagerð og Örn Marinó segir að það sem gerir það svo spennandi sé einmitt þetta sem þeir fundu í þessu verkefni. „Það er gaman að segja sögur af því sem er dulið. Heimildarmyndagerð er óvissuferð og þú færð ekki alltaf það sem þú átt von á. En vinnsla þessarar myndar hefur gengið sérstaklega vel og hún aðeins tekið um eitt og hálft ár í vinnslu. Nú er að koma að frumsýningu og við erum óneitanlega orðnir spenntir.“ Trend-Beacons-Trailer from Markell Productions on Vimeo. Bíó og sjónvarp Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Tíska og hönnun eru áhrifavaldur í lífi okkar með einum eða öðrum hætti. Fæst okkar búa yfir vitneskju um það hvernig tískutrend vakna til lífsins og skapa auð fyrir þá sem eru með puttann á púlsinum. Heimildarmyndin Trend Beacons veitir innsýn í hvernig þetta gerist og hvernig tískuheimurinn virkar. Trend Beacons er eftir þá Þorkel Harðarson og Örn Marinó Arnarson en hún verður frumsýnd í Bíói Paradís næstkomandi fimmtudagskvöld. „Það er nú nokkuð sérstakt hvernig þetta kom til“, segir Örn Marinó. „Málið er að Ragna Fróða, eiginkona Þorkels, er að vinna í NY hjá svona tískuspáfyrirtæki. Ég var búinn að biðja Kela dáldið oft um að útskýra fyrir mér hvað hún væri að gera þarna en gekk eitthvað treglega að ná utan um þetta. Við það fæddist þessi hugmynd að gera heimildarmynd um þennan bransa til þess að skilja þetta betur og við vorum svo heppnir að við virðumst hafa hitt á góða tímasetningu. Þessi bransi hefur verið mjög lokaður og óaðgengilegur almenningi en nú virðist þessi leynd vera komin úr tísku og við græddum á því.“ Örn Marinó segir að þetta fólk sé í raun tveimur til þremur árum á undan okkur hinum. „Þau eru að velta því fyrir sér hvað kemur næst í litum, sniðum, mynstrum o.s.frv. Þannig að þetta er í raun samfélagsstúdía; að skilja hvað er að koma, hvað gerist næst. Stóru tískufyrirtækin kaupa þetta svo af þeim til þess að lágmarka áhættu og hámarka hagnað.“ Þeir félagar hafa mikið fengist við heimildarmyndagerð og Örn Marinó segir að það sem gerir það svo spennandi sé einmitt þetta sem þeir fundu í þessu verkefni. „Það er gaman að segja sögur af því sem er dulið. Heimildarmyndagerð er óvissuferð og þú færð ekki alltaf það sem þú átt von á. En vinnsla þessarar myndar hefur gengið sérstaklega vel og hún aðeins tekið um eitt og hálft ár í vinnslu. Nú er að koma að frumsýningu og við erum óneitanlega orðnir spenntir.“ Trend-Beacons-Trailer from Markell Productions on Vimeo.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira