Á laugardagskvöld mætti hún á sýningu hátískufyrirtækisins Louis Vuitton, en í lok sýningarinnar steig á svið enginn annar en rapparinn Kanye West.
Viðstödd var að sjálfsögðu eiginkona hans, ein umtalaðasta konan í dag, sjálf Kim Kardashian, ásamt móður sinni, Kris Jenner.
Samkvæmt Instagram-síðu Manúelu sagðist hún hafa fylgst til helminga með Kim og Kanye, því eins og alþjóð veit er sjaldan, ef nokkurn tíma, lognmolla í kringum þau hjónin.