Giftingarhringurinn fannst eftir 64 ár Samúel Karl Ólason skrifar 5. janúar 2015 20:45 Elín Sigurðardóttir og Óskar Jónsson á 65 ára brúðkaupsafmælinu sínu. Óskar Jónsson frá Dalvík fékk um helgina giftingarhring sinn í hendurnar, en hann hafði týnt hringnum fyrir 64 árum. Hann og eiginkona hans Elín Sigurðardóttir héldu upp á 65 ára brúðkaupsafmæli í nóvember. Hringurinn fannst á gömlu bílaverkstæði eftir að eldur kom þar upp. Brynjar Aðalsteinsson leitaði eiganda hringsins í mánuð. „Ég var alveg orðlaus þegar hann kom með hann. Mér hafði aldrei dottið þetta í hug. Það sem er líka einkennilegt er að í byrjun nóvember var ég að hugsa um að kaupa hring og draga upp á afmælinu. Ég var þó svo lélegur að ég komst ekki í það,“ segir Óskar í samtali við Vísi, en hann verður níræður á árinu.Eins og nýr Óskar segir að svili sinn hafi rekið verkstæðið þar sem hringurinn fannst. Hann hélt þó að hann hefði týnt honum við snjómokstur. „Svili minn var með þetta verkstæði. Ég hélt ég hefði týnt honum út á vegi. Hann hefur greinilega týnst þarna inni, en ég taldi víst að hann lægi einhversstaðar á þjóðveginum.“ Óskar segir að hringurinn líti út eins og nýr. En hann hefur aldrei borið hring síðan. Áður en hann týndi hringnum, var hann með stálhring á fingrinum. Þegar hann vann við að moka salti í skip, klemmdist Óskar svo að saga þurfti af honum hringinn. „Ég setti því aldrei upp hring aftur, fyrr en núna. Það er ekki seinna vænna,“ segir Óskar og hlær.Hringurinn sem um ræðir.Fannst eftir bruna „Það atvikaðist nú þannig að við vorum að laga til eftir brunatjón og þarna voru búnir að vera iðnaðarmenn. Smiðir, múrarar og rafvirkjar og allt fullt af drasli. Það var fullt af drasli sem fór á haugana,“ segir Brynjar. Verið var verið að leggja lokahönd á þrifin og ungur strákur sem var að laga til fann nokkra tommustokka. „Hann réttir mér einn tommustokkinn og spyr: Hvað er þetta? Upp á tommustokknum var hringur, svo ég sagði: Fyrir utan tommustokkinn sýnist mér þetta vera giftingarhringur. Hann er nú farinn í skólann drengurinn og ég gleymdi að spyrja hann hvort hann væri að spyrja út í tommustokkinn eða hringinn,“ segir Brynjar.Hringurinn rataði heim Þetta gerðist fyrir um mánuði og síðan þá er Brynjar búinn að vera að leita að eiganda hringsins. Hann hefur hringt í gullsmiðafélagið og auglýst eftir honum á Facebook. Um helgina datt eiginkonu Brynjars í hug að Elín og Óskar gætu átt hringinn þar sem inn í honum stendur: Þín Elín. „Hringurinn rataði heim akkúrat mánuði eftir að við fundum hann. Hann er búinn að hvíla á mér frá upphafi.“ „Þetta er algjörlega ótrúlegt. Ég var svo ánægður með að þau ættu hann. Hringurinn er búinn að hvíla á mér hvern einasta dag. Þetta er næstum því búið að vera eins og hjá Fróða hobbita. Hann hefur vart farið úr huga mínum og ég varð að finna eigandann. Ég hef sjálfur tapað hring og fundið aftur. Þetta var æðislegt.“ Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Fleiri fréttir Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Sjá meira
Óskar Jónsson frá Dalvík fékk um helgina giftingarhring sinn í hendurnar, en hann hafði týnt hringnum fyrir 64 árum. Hann og eiginkona hans Elín Sigurðardóttir héldu upp á 65 ára brúðkaupsafmæli í nóvember. Hringurinn fannst á gömlu bílaverkstæði eftir að eldur kom þar upp. Brynjar Aðalsteinsson leitaði eiganda hringsins í mánuð. „Ég var alveg orðlaus þegar hann kom með hann. Mér hafði aldrei dottið þetta í hug. Það sem er líka einkennilegt er að í byrjun nóvember var ég að hugsa um að kaupa hring og draga upp á afmælinu. Ég var þó svo lélegur að ég komst ekki í það,“ segir Óskar í samtali við Vísi, en hann verður níræður á árinu.Eins og nýr Óskar segir að svili sinn hafi rekið verkstæðið þar sem hringurinn fannst. Hann hélt þó að hann hefði týnt honum við snjómokstur. „Svili minn var með þetta verkstæði. Ég hélt ég hefði týnt honum út á vegi. Hann hefur greinilega týnst þarna inni, en ég taldi víst að hann lægi einhversstaðar á þjóðveginum.“ Óskar segir að hringurinn líti út eins og nýr. En hann hefur aldrei borið hring síðan. Áður en hann týndi hringnum, var hann með stálhring á fingrinum. Þegar hann vann við að moka salti í skip, klemmdist Óskar svo að saga þurfti af honum hringinn. „Ég setti því aldrei upp hring aftur, fyrr en núna. Það er ekki seinna vænna,“ segir Óskar og hlær.Hringurinn sem um ræðir.Fannst eftir bruna „Það atvikaðist nú þannig að við vorum að laga til eftir brunatjón og þarna voru búnir að vera iðnaðarmenn. Smiðir, múrarar og rafvirkjar og allt fullt af drasli. Það var fullt af drasli sem fór á haugana,“ segir Brynjar. Verið var verið að leggja lokahönd á þrifin og ungur strákur sem var að laga til fann nokkra tommustokka. „Hann réttir mér einn tommustokkinn og spyr: Hvað er þetta? Upp á tommustokknum var hringur, svo ég sagði: Fyrir utan tommustokkinn sýnist mér þetta vera giftingarhringur. Hann er nú farinn í skólann drengurinn og ég gleymdi að spyrja hann hvort hann væri að spyrja út í tommustokkinn eða hringinn,“ segir Brynjar.Hringurinn rataði heim Þetta gerðist fyrir um mánuði og síðan þá er Brynjar búinn að vera að leita að eiganda hringsins. Hann hefur hringt í gullsmiðafélagið og auglýst eftir honum á Facebook. Um helgina datt eiginkonu Brynjars í hug að Elín og Óskar gætu átt hringinn þar sem inn í honum stendur: Þín Elín. „Hringurinn rataði heim akkúrat mánuði eftir að við fundum hann. Hann er búinn að hvíla á mér frá upphafi.“ „Þetta er algjörlega ótrúlegt. Ég var svo ánægður með að þau ættu hann. Hringurinn er búinn að hvíla á mér hvern einasta dag. Þetta er næstum því búið að vera eins og hjá Fróða hobbita. Hann hefur vart farið úr huga mínum og ég varð að finna eigandann. Ég hef sjálfur tapað hring og fundið aftur. Þetta var æðislegt.“
Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Fleiri fréttir Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Sjá meira