Giftingarhringurinn fannst eftir 64 ár Samúel Karl Ólason skrifar 5. janúar 2015 20:45 Elín Sigurðardóttir og Óskar Jónsson á 65 ára brúðkaupsafmælinu sínu. Óskar Jónsson frá Dalvík fékk um helgina giftingarhring sinn í hendurnar, en hann hafði týnt hringnum fyrir 64 árum. Hann og eiginkona hans Elín Sigurðardóttir héldu upp á 65 ára brúðkaupsafmæli í nóvember. Hringurinn fannst á gömlu bílaverkstæði eftir að eldur kom þar upp. Brynjar Aðalsteinsson leitaði eiganda hringsins í mánuð. „Ég var alveg orðlaus þegar hann kom með hann. Mér hafði aldrei dottið þetta í hug. Það sem er líka einkennilegt er að í byrjun nóvember var ég að hugsa um að kaupa hring og draga upp á afmælinu. Ég var þó svo lélegur að ég komst ekki í það,“ segir Óskar í samtali við Vísi, en hann verður níræður á árinu.Eins og nýr Óskar segir að svili sinn hafi rekið verkstæðið þar sem hringurinn fannst. Hann hélt þó að hann hefði týnt honum við snjómokstur. „Svili minn var með þetta verkstæði. Ég hélt ég hefði týnt honum út á vegi. Hann hefur greinilega týnst þarna inni, en ég taldi víst að hann lægi einhversstaðar á þjóðveginum.“ Óskar segir að hringurinn líti út eins og nýr. En hann hefur aldrei borið hring síðan. Áður en hann týndi hringnum, var hann með stálhring á fingrinum. Þegar hann vann við að moka salti í skip, klemmdist Óskar svo að saga þurfti af honum hringinn. „Ég setti því aldrei upp hring aftur, fyrr en núna. Það er ekki seinna vænna,“ segir Óskar og hlær.Hringurinn sem um ræðir.Fannst eftir bruna „Það atvikaðist nú þannig að við vorum að laga til eftir brunatjón og þarna voru búnir að vera iðnaðarmenn. Smiðir, múrarar og rafvirkjar og allt fullt af drasli. Það var fullt af drasli sem fór á haugana,“ segir Brynjar. Verið var verið að leggja lokahönd á þrifin og ungur strákur sem var að laga til fann nokkra tommustokka. „Hann réttir mér einn tommustokkinn og spyr: Hvað er þetta? Upp á tommustokknum var hringur, svo ég sagði: Fyrir utan tommustokkinn sýnist mér þetta vera giftingarhringur. Hann er nú farinn í skólann drengurinn og ég gleymdi að spyrja hann hvort hann væri að spyrja út í tommustokkinn eða hringinn,“ segir Brynjar.Hringurinn rataði heim Þetta gerðist fyrir um mánuði og síðan þá er Brynjar búinn að vera að leita að eiganda hringsins. Hann hefur hringt í gullsmiðafélagið og auglýst eftir honum á Facebook. Um helgina datt eiginkonu Brynjars í hug að Elín og Óskar gætu átt hringinn þar sem inn í honum stendur: Þín Elín. „Hringurinn rataði heim akkúrat mánuði eftir að við fundum hann. Hann er búinn að hvíla á mér frá upphafi.“ „Þetta er algjörlega ótrúlegt. Ég var svo ánægður með að þau ættu hann. Hringurinn er búinn að hvíla á mér hvern einasta dag. Þetta er næstum því búið að vera eins og hjá Fróða hobbita. Hann hefur vart farið úr huga mínum og ég varð að finna eigandann. Ég hef sjálfur tapað hring og fundið aftur. Þetta var æðislegt.“ Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Sjá meira
Óskar Jónsson frá Dalvík fékk um helgina giftingarhring sinn í hendurnar, en hann hafði týnt hringnum fyrir 64 árum. Hann og eiginkona hans Elín Sigurðardóttir héldu upp á 65 ára brúðkaupsafmæli í nóvember. Hringurinn fannst á gömlu bílaverkstæði eftir að eldur kom þar upp. Brynjar Aðalsteinsson leitaði eiganda hringsins í mánuð. „Ég var alveg orðlaus þegar hann kom með hann. Mér hafði aldrei dottið þetta í hug. Það sem er líka einkennilegt er að í byrjun nóvember var ég að hugsa um að kaupa hring og draga upp á afmælinu. Ég var þó svo lélegur að ég komst ekki í það,“ segir Óskar í samtali við Vísi, en hann verður níræður á árinu.Eins og nýr Óskar segir að svili sinn hafi rekið verkstæðið þar sem hringurinn fannst. Hann hélt þó að hann hefði týnt honum við snjómokstur. „Svili minn var með þetta verkstæði. Ég hélt ég hefði týnt honum út á vegi. Hann hefur greinilega týnst þarna inni, en ég taldi víst að hann lægi einhversstaðar á þjóðveginum.“ Óskar segir að hringurinn líti út eins og nýr. En hann hefur aldrei borið hring síðan. Áður en hann týndi hringnum, var hann með stálhring á fingrinum. Þegar hann vann við að moka salti í skip, klemmdist Óskar svo að saga þurfti af honum hringinn. „Ég setti því aldrei upp hring aftur, fyrr en núna. Það er ekki seinna vænna,“ segir Óskar og hlær.Hringurinn sem um ræðir.Fannst eftir bruna „Það atvikaðist nú þannig að við vorum að laga til eftir brunatjón og þarna voru búnir að vera iðnaðarmenn. Smiðir, múrarar og rafvirkjar og allt fullt af drasli. Það var fullt af drasli sem fór á haugana,“ segir Brynjar. Verið var verið að leggja lokahönd á þrifin og ungur strákur sem var að laga til fann nokkra tommustokka. „Hann réttir mér einn tommustokkinn og spyr: Hvað er þetta? Upp á tommustokknum var hringur, svo ég sagði: Fyrir utan tommustokkinn sýnist mér þetta vera giftingarhringur. Hann er nú farinn í skólann drengurinn og ég gleymdi að spyrja hann hvort hann væri að spyrja út í tommustokkinn eða hringinn,“ segir Brynjar.Hringurinn rataði heim Þetta gerðist fyrir um mánuði og síðan þá er Brynjar búinn að vera að leita að eiganda hringsins. Hann hefur hringt í gullsmiðafélagið og auglýst eftir honum á Facebook. Um helgina datt eiginkonu Brynjars í hug að Elín og Óskar gætu átt hringinn þar sem inn í honum stendur: Þín Elín. „Hringurinn rataði heim akkúrat mánuði eftir að við fundum hann. Hann er búinn að hvíla á mér frá upphafi.“ „Þetta er algjörlega ótrúlegt. Ég var svo ánægður með að þau ættu hann. Hringurinn er búinn að hvíla á mér hvern einasta dag. Þetta er næstum því búið að vera eins og hjá Fróða hobbita. Hann hefur vart farið úr huga mínum og ég varð að finna eigandann. Ég hef sjálfur tapað hring og fundið aftur. Þetta var æðislegt.“
Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Sjá meira