Giftingarhringurinn fannst eftir 64 ár Samúel Karl Ólason skrifar 5. janúar 2015 20:45 Elín Sigurðardóttir og Óskar Jónsson á 65 ára brúðkaupsafmælinu sínu. Óskar Jónsson frá Dalvík fékk um helgina giftingarhring sinn í hendurnar, en hann hafði týnt hringnum fyrir 64 árum. Hann og eiginkona hans Elín Sigurðardóttir héldu upp á 65 ára brúðkaupsafmæli í nóvember. Hringurinn fannst á gömlu bílaverkstæði eftir að eldur kom þar upp. Brynjar Aðalsteinsson leitaði eiganda hringsins í mánuð. „Ég var alveg orðlaus þegar hann kom með hann. Mér hafði aldrei dottið þetta í hug. Það sem er líka einkennilegt er að í byrjun nóvember var ég að hugsa um að kaupa hring og draga upp á afmælinu. Ég var þó svo lélegur að ég komst ekki í það,“ segir Óskar í samtali við Vísi, en hann verður níræður á árinu.Eins og nýr Óskar segir að svili sinn hafi rekið verkstæðið þar sem hringurinn fannst. Hann hélt þó að hann hefði týnt honum við snjómokstur. „Svili minn var með þetta verkstæði. Ég hélt ég hefði týnt honum út á vegi. Hann hefur greinilega týnst þarna inni, en ég taldi víst að hann lægi einhversstaðar á þjóðveginum.“ Óskar segir að hringurinn líti út eins og nýr. En hann hefur aldrei borið hring síðan. Áður en hann týndi hringnum, var hann með stálhring á fingrinum. Þegar hann vann við að moka salti í skip, klemmdist Óskar svo að saga þurfti af honum hringinn. „Ég setti því aldrei upp hring aftur, fyrr en núna. Það er ekki seinna vænna,“ segir Óskar og hlær.Hringurinn sem um ræðir.Fannst eftir bruna „Það atvikaðist nú þannig að við vorum að laga til eftir brunatjón og þarna voru búnir að vera iðnaðarmenn. Smiðir, múrarar og rafvirkjar og allt fullt af drasli. Það var fullt af drasli sem fór á haugana,“ segir Brynjar. Verið var verið að leggja lokahönd á þrifin og ungur strákur sem var að laga til fann nokkra tommustokka. „Hann réttir mér einn tommustokkinn og spyr: Hvað er þetta? Upp á tommustokknum var hringur, svo ég sagði: Fyrir utan tommustokkinn sýnist mér þetta vera giftingarhringur. Hann er nú farinn í skólann drengurinn og ég gleymdi að spyrja hann hvort hann væri að spyrja út í tommustokkinn eða hringinn,“ segir Brynjar.Hringurinn rataði heim Þetta gerðist fyrir um mánuði og síðan þá er Brynjar búinn að vera að leita að eiganda hringsins. Hann hefur hringt í gullsmiðafélagið og auglýst eftir honum á Facebook. Um helgina datt eiginkonu Brynjars í hug að Elín og Óskar gætu átt hringinn þar sem inn í honum stendur: Þín Elín. „Hringurinn rataði heim akkúrat mánuði eftir að við fundum hann. Hann er búinn að hvíla á mér frá upphafi.“ „Þetta er algjörlega ótrúlegt. Ég var svo ánægður með að þau ættu hann. Hringurinn er búinn að hvíla á mér hvern einasta dag. Þetta er næstum því búið að vera eins og hjá Fróða hobbita. Hann hefur vart farið úr huga mínum og ég varð að finna eigandann. Ég hef sjálfur tapað hring og fundið aftur. Þetta var æðislegt.“ Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Óskar Jónsson frá Dalvík fékk um helgina giftingarhring sinn í hendurnar, en hann hafði týnt hringnum fyrir 64 árum. Hann og eiginkona hans Elín Sigurðardóttir héldu upp á 65 ára brúðkaupsafmæli í nóvember. Hringurinn fannst á gömlu bílaverkstæði eftir að eldur kom þar upp. Brynjar Aðalsteinsson leitaði eiganda hringsins í mánuð. „Ég var alveg orðlaus þegar hann kom með hann. Mér hafði aldrei dottið þetta í hug. Það sem er líka einkennilegt er að í byrjun nóvember var ég að hugsa um að kaupa hring og draga upp á afmælinu. Ég var þó svo lélegur að ég komst ekki í það,“ segir Óskar í samtali við Vísi, en hann verður níræður á árinu.Eins og nýr Óskar segir að svili sinn hafi rekið verkstæðið þar sem hringurinn fannst. Hann hélt þó að hann hefði týnt honum við snjómokstur. „Svili minn var með þetta verkstæði. Ég hélt ég hefði týnt honum út á vegi. Hann hefur greinilega týnst þarna inni, en ég taldi víst að hann lægi einhversstaðar á þjóðveginum.“ Óskar segir að hringurinn líti út eins og nýr. En hann hefur aldrei borið hring síðan. Áður en hann týndi hringnum, var hann með stálhring á fingrinum. Þegar hann vann við að moka salti í skip, klemmdist Óskar svo að saga þurfti af honum hringinn. „Ég setti því aldrei upp hring aftur, fyrr en núna. Það er ekki seinna vænna,“ segir Óskar og hlær.Hringurinn sem um ræðir.Fannst eftir bruna „Það atvikaðist nú þannig að við vorum að laga til eftir brunatjón og þarna voru búnir að vera iðnaðarmenn. Smiðir, múrarar og rafvirkjar og allt fullt af drasli. Það var fullt af drasli sem fór á haugana,“ segir Brynjar. Verið var verið að leggja lokahönd á þrifin og ungur strákur sem var að laga til fann nokkra tommustokka. „Hann réttir mér einn tommustokkinn og spyr: Hvað er þetta? Upp á tommustokknum var hringur, svo ég sagði: Fyrir utan tommustokkinn sýnist mér þetta vera giftingarhringur. Hann er nú farinn í skólann drengurinn og ég gleymdi að spyrja hann hvort hann væri að spyrja út í tommustokkinn eða hringinn,“ segir Brynjar.Hringurinn rataði heim Þetta gerðist fyrir um mánuði og síðan þá er Brynjar búinn að vera að leita að eiganda hringsins. Hann hefur hringt í gullsmiðafélagið og auglýst eftir honum á Facebook. Um helgina datt eiginkonu Brynjars í hug að Elín og Óskar gætu átt hringinn þar sem inn í honum stendur: Þín Elín. „Hringurinn rataði heim akkúrat mánuði eftir að við fundum hann. Hann er búinn að hvíla á mér frá upphafi.“ „Þetta er algjörlega ótrúlegt. Ég var svo ánægður með að þau ættu hann. Hringurinn er búinn að hvíla á mér hvern einasta dag. Þetta er næstum því búið að vera eins og hjá Fróða hobbita. Hann hefur vart farið úr huga mínum og ég varð að finna eigandann. Ég hef sjálfur tapað hring og fundið aftur. Þetta var æðislegt.“
Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira