Íslendingur óskar eftir saurgjöf Birgir Olgeirsson skrifar 5. janúar 2015 15:35 Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarin ár vegna þarmaflóru einstaklinga og mikilvægi þess að jafnvægi sé á milli góðu og slæmu gerlanna. Getty Nokkrir notendur vefsins Reddit ráku upp stór augu þegar Íslendingur auglýsti þar eftir saursýni úr heilbrigðum einstaklingi svo hann geti náð heilsu á ný. Ef sýnið fæst yrði það hreinsað og góðir saurgerlar teknir úr því og settir í veika einstaklinginn og er því um nokkurskonar saurgjöf að ræða. Í rauninni snýst þessi meðferð um að koma jafnvægi á þarmaflóru sjúklingsins, þar sem fer fram barátta góðu og slæmu gerlanna á hverjum degi. Þessi meðferð á sér langa hefð en hefur verið töluvert í umræðunni undanfarin ár.Vilhjálmur Ari Arason heimilislæknir.„Þetta er hluti af dæmi þar sem athyglin hefur verið á okkar eigin bakteríur og heilbrigða gerla í flórunni, að þarma flóran hafi mikið vægi í sambandi við allt í líkamsstarfseminni. Inngrip eins og sýklalyf geta truflað þetta mikið,“ segir heimilislæknirinn Vilhjálmur Ari Arason í samtali við Vísi um málið. Hann segir Bandaríkjamenn framleiða lyf í töfluformi sem inniheldur þessa saurgerla sem eru líkamanum nauðsynlegir. „Ástralir hafa verið að reyna þetta núna í nokkur ár að koma þarmaflórunni í gang með svona gjöfum,“ segir Vilhjálmur Ari en segir að þá sé yfirleitt litið til fjölskyldumeðlima sem lifa svipuðu lífi. „Það hefur verið óskað eftir að einhver fjölskyldumeðlimur gæfi frekar heldur en einhver ókunnugur því þá er líkur á því að annað komi með. Þannig að þetta er mjög vandmeðfarið og ekki þannig að menn geti auglýst eftir þessu beint, þetta fer í gegnum ákveðinn lækni sem er þá búinn að gera ákveðnar rannsóknir um að það þurfi virkilega,“ segir Vilhjálmur Ari en Íslendingurinn sem auglýsir eftir saurgjöf á Reddit tekur fram að enginn af hans nánustu ættingjum eða vinum passi við hann. Vilhjálmur Ari segir svona saurgjafir eiga sér langa hefð og bendir á að Afríkubúar hafi notað ekki ósvipaða aðferð til að koma sér í gang eftir slæma pest. Notuðust þeir við saur úr dýrum og aðalmarkmiðið með því að fá heilbrigða þarmaflóru. „Þetta er alltaf barátta á milli slæmu og góðu gerlanna, það þarf að vera jafnvægi þar á. Þegar við tökum lyf eða förum í erfiða læknismeðferð með sýklalyfjum þá erum við kannski búin að rústa stórum hluta af þessu sem er að verja okkur.“ Tengdar fréttir Læknandi gerlar úr saur í pillur Vísindamenn við háskólann í Calgary í Kanada hafa fundið nýstárlega leið til þess að lækna sýkingar í þörmum. 7. október 2013 07:00 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Nokkrir notendur vefsins Reddit ráku upp stór augu þegar Íslendingur auglýsti þar eftir saursýni úr heilbrigðum einstaklingi svo hann geti náð heilsu á ný. Ef sýnið fæst yrði það hreinsað og góðir saurgerlar teknir úr því og settir í veika einstaklinginn og er því um nokkurskonar saurgjöf að ræða. Í rauninni snýst þessi meðferð um að koma jafnvægi á þarmaflóru sjúklingsins, þar sem fer fram barátta góðu og slæmu gerlanna á hverjum degi. Þessi meðferð á sér langa hefð en hefur verið töluvert í umræðunni undanfarin ár.Vilhjálmur Ari Arason heimilislæknir.„Þetta er hluti af dæmi þar sem athyglin hefur verið á okkar eigin bakteríur og heilbrigða gerla í flórunni, að þarma flóran hafi mikið vægi í sambandi við allt í líkamsstarfseminni. Inngrip eins og sýklalyf geta truflað þetta mikið,“ segir heimilislæknirinn Vilhjálmur Ari Arason í samtali við Vísi um málið. Hann segir Bandaríkjamenn framleiða lyf í töfluformi sem inniheldur þessa saurgerla sem eru líkamanum nauðsynlegir. „Ástralir hafa verið að reyna þetta núna í nokkur ár að koma þarmaflórunni í gang með svona gjöfum,“ segir Vilhjálmur Ari en segir að þá sé yfirleitt litið til fjölskyldumeðlima sem lifa svipuðu lífi. „Það hefur verið óskað eftir að einhver fjölskyldumeðlimur gæfi frekar heldur en einhver ókunnugur því þá er líkur á því að annað komi með. Þannig að þetta er mjög vandmeðfarið og ekki þannig að menn geti auglýst eftir þessu beint, þetta fer í gegnum ákveðinn lækni sem er þá búinn að gera ákveðnar rannsóknir um að það þurfi virkilega,“ segir Vilhjálmur Ari en Íslendingurinn sem auglýsir eftir saurgjöf á Reddit tekur fram að enginn af hans nánustu ættingjum eða vinum passi við hann. Vilhjálmur Ari segir svona saurgjafir eiga sér langa hefð og bendir á að Afríkubúar hafi notað ekki ósvipaða aðferð til að koma sér í gang eftir slæma pest. Notuðust þeir við saur úr dýrum og aðalmarkmiðið með því að fá heilbrigða þarmaflóru. „Þetta er alltaf barátta á milli slæmu og góðu gerlanna, það þarf að vera jafnvægi þar á. Þegar við tökum lyf eða förum í erfiða læknismeðferð með sýklalyfjum þá erum við kannski búin að rústa stórum hluta af þessu sem er að verja okkur.“
Tengdar fréttir Læknandi gerlar úr saur í pillur Vísindamenn við háskólann í Calgary í Kanada hafa fundið nýstárlega leið til þess að lækna sýkingar í þörmum. 7. október 2013 07:00 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Læknandi gerlar úr saur í pillur Vísindamenn við háskólann í Calgary í Kanada hafa fundið nýstárlega leið til þess að lækna sýkingar í þörmum. 7. október 2013 07:00