Innlent

Engin banaslys á íslenskum skipum árið 2014

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Mynd tengist frétt ekki beint.
Mynd tengist frétt ekki beint. Vísir/Hari
Engin banaslys urðu á íslenskum skipum á síðasta ári. Þetta er þriðja árið sem engin banaslys verða á við Ísland á síðustu sjö árum en engin fórst á sjó við Ísland árin 2008 og 2011. Sjö létust um borð í íslenskum skipum á árunum 2010-2013. Þetta kemur fram í svari Rannsóknarnefnd samgönguslysa við fyrirspurn Vísis.

Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna.Vísir/Heiða
Mannskæðasta slysið var þegar þrír skipverjar fórust með skuttogaranum Hallgrími SI 77 þegar hann fórst undan ströndum Noregs í janúar árið 2012. Eiríkur Ingi Jóhannsson komst lífs af frá slysinu eftir að hafa verið í þrjá og hálfan klukkutíma í sjónum í miklum öldugangi.

Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna, segir gleðilegt að banaslysum og öðrum slysum á sjó. „Ég vona svo sannarlega að við séum að uppskera árangur af menntun sjómanna,“ segir hann en bendir á að margir samverkandi þættir spili inn í. Til að mynda betri veðurfréttir.

 

„Það sem er að gerast með aukinni öryggisvitund sjómanna hefur slysum verið að fækka. Bæði skráðum slysum til sjúkraskrár íslands og banaslysum, sem sannarlega sést á tölunum síðasta ár,“ segir hann. „Þetta er þriðja árið þar sem er banaslysalaust á sjó.“

Hilmar segir að árangurinn sem íslenskir sjómenn hafa náð sé gríðarlega mikill. „Aðrar þjóðir hafa horft til okkar í þessum efnum, hvað okkur hefur áunnist í öryggisfræðslu,“ segir hann og bendir á að öryggisfræðsla hafi verið fyrir sjómenn í rétt tæp 30 ár. Hann segir augljóst að það hafi skilað árangri að lögfesta öryggisfræðslu sjómanna. 

Yfirlit yfir banaslys á íslenskum skipum:

2010

  • Eitt banaslys á SV miðum þegar skipverji á Hrafni GK 111 varð fyrir upphalarakeðju og dróst útbyrðis.
2011

  • Enginn banaslys urðu á íslenskum skipum á árinu 2011. (Gerðist einnig á árinu 2008)
2012

  • Fjögur banaslys. Þrír skipverjar fórust með skuttogaranum Hallgrími SI 77 þegar hann fórst undan ströndum Noregs þann 25. janúar.
  • Einn skipverji lést af slysförum við vinnu við þrif á vinnsluþilfari um borð í Sigurbjörgu ÓF 1 þann 21. Mars.
2013

  • Tvö banaslys á sjó. Einn skipverji á Skinney SF 20 féll útbyrðis þann 25. júlí þegar skipið var á togveiðum um 30 sml SV af Reykjanesi.
  • Einn maður á kajak í Herdísarvík drukknaði þann 21. mars, ástæða ekki ljós en hann var einn á ferð.
2014

  • Enginn banaslys urðu á íslenskum skipum á árinu 2014. (Gerðist einnig á árunum 2008 og 2011)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×