Enski boltinn

Rafael og Shaw báðir meiddir

Van Gaal er að verða svolítið þreyttur á öllum þessum meiðslum.
Van Gaal er að verða svolítið þreyttur á öllum þessum meiðslum. vísir/getty
Það líður ekki sá leikur hjá Man. Utd án þess að einhver meiðist. Tveir meiddust í bikarleiknum gegn Yeovil.

Rafael er líklega með brákað kinnbein og Luke Shaw meiddist á ökkla. Ekki góð helgi hjá bakvörðunum sem voru teknir af velli í hálfleik.

„Rafael er með brákað kinnbein þannig að það lítur ekki vel út. Ég varð að gera þessa breytingu í leiknum vegna meiðsla þeirra og einnig breyta áherslum í liðinu enda ekki með fleiri varnarmenn," sagði Louis van Gaal, stjóri Man. Utd.

„Rafael er með frábært viðhorf og hafði hugrekki til þess að spila áfram eftir að hann meiddist."

Þar sem Antonio Valencia og Ashley Young eru líka meiddir þá á Van Gaal ekki marga möguleika með kantmenn ef hann vill spila 3-5-2 gegn Southampton um næstu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×