„Elsku Skagafjörður, fyrirgefðu“ Bjarki Ármannsson skrifar 30. maí 2015 12:18 Birgitta Jónsdóttir þingmaður verður við beiðni sveitarfélagsins Skagafjarðar um afsökunarbeiðni. Vísir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, biður sveitarfélagið Skagafjörð og íbúa þess opinberlega afsökunar á Facebook-síðu sinni í dag. Hún endurbirtir þar stuttan pistil sem hún birti fyrst þann 17. maí síðastliðinn þar sem hún segist elska Skagafjörð, en líkt og greint var frá í gær samþykkti byggðarráð Skagafjarðar ályktun um að krefja Birgittu um opinbera afsökunarbeiðni á ummælum sínum sem féllu fyrr í mánuðinum. Birgitta birti þá á síðu sinni frétt Stundarinnar sem ber heitið „Skagfirsku áhrifin á viðræðuslitin við ESB“,“ Í henni er fjallað um tengsl Gunnar Braga Sveinssonar utanríkisráðherra við Kaupfélag Skagfirðinga og mögulega hagsmuni kaupfélagsins af því að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Við fréttina skrifaði Birgitta „Skagafjörður er Sikiley Íslands.“Skagafjörður er Sikiley Íslands.Posted by Birgitta Jónsdóttir on 14. maí 2015Þótti augljóst að Birgitta væri hér að vísa til sikileysku mafíunnar, skipulagðra glæpasamtaka sem flestir kannast við. Þessi ummæli féllu sumstaðar í grýttan jarðveg, meðal annars hjá Elliða Vignissyni, bæjarstjóra Vestmannaeyja, sem skrifaði pistil um málið þar sem hann sagði ummæli Birgittu ekki boðleg. Þremur dögum eftir að Birgitta lét Sikileyjarummælin falla skrifaði hún á síðu sína að hún hafi ekki ætlað að særa neinn né móðga og útskýrði myndlíkingu sína betur. „Ísland er eins og Sikiley Norðursins eða Stóra Sikiley, nema hér er enginn myrtur með skotvopnum, heldur eru þeir sem fara gegn mafíunni sem eru stundum kölluð Kolkrabbinn, mannorðsmyrtir eða útskúfaðir,“ skrifaði hún í pistlinum sem hún endurbirtir nú í dag. Þrátt fyrir þetta krafðist byggðaráð afsökunarbeiðni á fundinum í gær og sagði það „með öllu ólíðandi og óverjandi“ að þingmaður gæfi í skyn að Skagafjörður væri mafíusamfélag. Jafnframt segir í ályktuninni að ummæli hennar lýsi skilningsleysi á stöðu landsbyggðarinnar til viðhalds og uppbyggingar á atvinnu- og mannlífi. „Ég hélt að ég hefði beðist forláts á orðum mínum með greininni en hef ekki kveðið nægilega fast að orði,“ skrifar Birgitta svo í dag. „En hér kemur það hreint og beint: Elsku Skagafjörður og allt fólkið sem þar býr: Fyrirgefðu! <3“Hún endurbirtir svo pistilinn sinn þar sem hún greinir meðal annars frá fjölskyldutengslum sínum við svæðið og viðurkennir að hún kalli Reykjavík stundum „Sódómu“ þegar ástandið á miðbænum er slæmt snemma morguns. Þó elski hún vissulega Reykjavík.Ég elska Skagafjörð. Amma mín fæddist og ólst upp á Reykjum á Reykjaströnd og fjörðurinn skartar bæði fallegu mannlífi...Posted by Birgitta Jónsdóttir on 17. maí 2015 Tengdar fréttir Sveitarfélag Skagafjarðar krefst opinberrar afsökunarbeiðni frá Birgittu Segja það með öllu ólíðandi og óverjandi að þingmaður gefi það í skyn að Skagafjörður sé mafíusamfélag sem þrífist á glæpum og glæpatengdri starfsemi. 29. maí 2015 23:20 KS ekki viðurstyggileg glæpasamtök Elliði Vignisson telur grafalvarlegt að líkja Kaupfélagi Skagfirðinga við sikileysku mafíuna. 18. maí 2015 10:14 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, biður sveitarfélagið Skagafjörð og íbúa þess opinberlega afsökunar á Facebook-síðu sinni í dag. Hún endurbirtir þar stuttan pistil sem hún birti fyrst þann 17. maí síðastliðinn þar sem hún segist elska Skagafjörð, en líkt og greint var frá í gær samþykkti byggðarráð Skagafjarðar ályktun um að krefja Birgittu um opinbera afsökunarbeiðni á ummælum sínum sem féllu fyrr í mánuðinum. Birgitta birti þá á síðu sinni frétt Stundarinnar sem ber heitið „Skagfirsku áhrifin á viðræðuslitin við ESB“,“ Í henni er fjallað um tengsl Gunnar Braga Sveinssonar utanríkisráðherra við Kaupfélag Skagfirðinga og mögulega hagsmuni kaupfélagsins af því að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Við fréttina skrifaði Birgitta „Skagafjörður er Sikiley Íslands.“Skagafjörður er Sikiley Íslands.Posted by Birgitta Jónsdóttir on 14. maí 2015Þótti augljóst að Birgitta væri hér að vísa til sikileysku mafíunnar, skipulagðra glæpasamtaka sem flestir kannast við. Þessi ummæli féllu sumstaðar í grýttan jarðveg, meðal annars hjá Elliða Vignissyni, bæjarstjóra Vestmannaeyja, sem skrifaði pistil um málið þar sem hann sagði ummæli Birgittu ekki boðleg. Þremur dögum eftir að Birgitta lét Sikileyjarummælin falla skrifaði hún á síðu sína að hún hafi ekki ætlað að særa neinn né móðga og útskýrði myndlíkingu sína betur. „Ísland er eins og Sikiley Norðursins eða Stóra Sikiley, nema hér er enginn myrtur með skotvopnum, heldur eru þeir sem fara gegn mafíunni sem eru stundum kölluð Kolkrabbinn, mannorðsmyrtir eða útskúfaðir,“ skrifaði hún í pistlinum sem hún endurbirtir nú í dag. Þrátt fyrir þetta krafðist byggðaráð afsökunarbeiðni á fundinum í gær og sagði það „með öllu ólíðandi og óverjandi“ að þingmaður gæfi í skyn að Skagafjörður væri mafíusamfélag. Jafnframt segir í ályktuninni að ummæli hennar lýsi skilningsleysi á stöðu landsbyggðarinnar til viðhalds og uppbyggingar á atvinnu- og mannlífi. „Ég hélt að ég hefði beðist forláts á orðum mínum með greininni en hef ekki kveðið nægilega fast að orði,“ skrifar Birgitta svo í dag. „En hér kemur það hreint og beint: Elsku Skagafjörður og allt fólkið sem þar býr: Fyrirgefðu! <3“Hún endurbirtir svo pistilinn sinn þar sem hún greinir meðal annars frá fjölskyldutengslum sínum við svæðið og viðurkennir að hún kalli Reykjavík stundum „Sódómu“ þegar ástandið á miðbænum er slæmt snemma morguns. Þó elski hún vissulega Reykjavík.Ég elska Skagafjörð. Amma mín fæddist og ólst upp á Reykjum á Reykjaströnd og fjörðurinn skartar bæði fallegu mannlífi...Posted by Birgitta Jónsdóttir on 17. maí 2015
Tengdar fréttir Sveitarfélag Skagafjarðar krefst opinberrar afsökunarbeiðni frá Birgittu Segja það með öllu ólíðandi og óverjandi að þingmaður gefi það í skyn að Skagafjörður sé mafíusamfélag sem þrífist á glæpum og glæpatengdri starfsemi. 29. maí 2015 23:20 KS ekki viðurstyggileg glæpasamtök Elliði Vignisson telur grafalvarlegt að líkja Kaupfélagi Skagfirðinga við sikileysku mafíuna. 18. maí 2015 10:14 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira
Sveitarfélag Skagafjarðar krefst opinberrar afsökunarbeiðni frá Birgittu Segja það með öllu ólíðandi og óverjandi að þingmaður gefi það í skyn að Skagafjörður sé mafíusamfélag sem þrífist á glæpum og glæpatengdri starfsemi. 29. maí 2015 23:20
KS ekki viðurstyggileg glæpasamtök Elliði Vignisson telur grafalvarlegt að líkja Kaupfélagi Skagfirðinga við sikileysku mafíuna. 18. maí 2015 10:14