„Elsku Skagafjörður, fyrirgefðu“ Bjarki Ármannsson skrifar 30. maí 2015 12:18 Birgitta Jónsdóttir þingmaður verður við beiðni sveitarfélagsins Skagafjarðar um afsökunarbeiðni. Vísir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, biður sveitarfélagið Skagafjörð og íbúa þess opinberlega afsökunar á Facebook-síðu sinni í dag. Hún endurbirtir þar stuttan pistil sem hún birti fyrst þann 17. maí síðastliðinn þar sem hún segist elska Skagafjörð, en líkt og greint var frá í gær samþykkti byggðarráð Skagafjarðar ályktun um að krefja Birgittu um opinbera afsökunarbeiðni á ummælum sínum sem féllu fyrr í mánuðinum. Birgitta birti þá á síðu sinni frétt Stundarinnar sem ber heitið „Skagfirsku áhrifin á viðræðuslitin við ESB“,“ Í henni er fjallað um tengsl Gunnar Braga Sveinssonar utanríkisráðherra við Kaupfélag Skagfirðinga og mögulega hagsmuni kaupfélagsins af því að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Við fréttina skrifaði Birgitta „Skagafjörður er Sikiley Íslands.“Skagafjörður er Sikiley Íslands.Posted by Birgitta Jónsdóttir on 14. maí 2015Þótti augljóst að Birgitta væri hér að vísa til sikileysku mafíunnar, skipulagðra glæpasamtaka sem flestir kannast við. Þessi ummæli féllu sumstaðar í grýttan jarðveg, meðal annars hjá Elliða Vignissyni, bæjarstjóra Vestmannaeyja, sem skrifaði pistil um málið þar sem hann sagði ummæli Birgittu ekki boðleg. Þremur dögum eftir að Birgitta lét Sikileyjarummælin falla skrifaði hún á síðu sína að hún hafi ekki ætlað að særa neinn né móðga og útskýrði myndlíkingu sína betur. „Ísland er eins og Sikiley Norðursins eða Stóra Sikiley, nema hér er enginn myrtur með skotvopnum, heldur eru þeir sem fara gegn mafíunni sem eru stundum kölluð Kolkrabbinn, mannorðsmyrtir eða útskúfaðir,“ skrifaði hún í pistlinum sem hún endurbirtir nú í dag. Þrátt fyrir þetta krafðist byggðaráð afsökunarbeiðni á fundinum í gær og sagði það „með öllu ólíðandi og óverjandi“ að þingmaður gæfi í skyn að Skagafjörður væri mafíusamfélag. Jafnframt segir í ályktuninni að ummæli hennar lýsi skilningsleysi á stöðu landsbyggðarinnar til viðhalds og uppbyggingar á atvinnu- og mannlífi. „Ég hélt að ég hefði beðist forláts á orðum mínum með greininni en hef ekki kveðið nægilega fast að orði,“ skrifar Birgitta svo í dag. „En hér kemur það hreint og beint: Elsku Skagafjörður og allt fólkið sem þar býr: Fyrirgefðu! <3“Hún endurbirtir svo pistilinn sinn þar sem hún greinir meðal annars frá fjölskyldutengslum sínum við svæðið og viðurkennir að hún kalli Reykjavík stundum „Sódómu“ þegar ástandið á miðbænum er slæmt snemma morguns. Þó elski hún vissulega Reykjavík.Ég elska Skagafjörð. Amma mín fæddist og ólst upp á Reykjum á Reykjaströnd og fjörðurinn skartar bæði fallegu mannlífi...Posted by Birgitta Jónsdóttir on 17. maí 2015 Tengdar fréttir Sveitarfélag Skagafjarðar krefst opinberrar afsökunarbeiðni frá Birgittu Segja það með öllu ólíðandi og óverjandi að þingmaður gefi það í skyn að Skagafjörður sé mafíusamfélag sem þrífist á glæpum og glæpatengdri starfsemi. 29. maí 2015 23:20 KS ekki viðurstyggileg glæpasamtök Elliði Vignisson telur grafalvarlegt að líkja Kaupfélagi Skagfirðinga við sikileysku mafíuna. 18. maí 2015 10:14 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, biður sveitarfélagið Skagafjörð og íbúa þess opinberlega afsökunar á Facebook-síðu sinni í dag. Hún endurbirtir þar stuttan pistil sem hún birti fyrst þann 17. maí síðastliðinn þar sem hún segist elska Skagafjörð, en líkt og greint var frá í gær samþykkti byggðarráð Skagafjarðar ályktun um að krefja Birgittu um opinbera afsökunarbeiðni á ummælum sínum sem féllu fyrr í mánuðinum. Birgitta birti þá á síðu sinni frétt Stundarinnar sem ber heitið „Skagfirsku áhrifin á viðræðuslitin við ESB“,“ Í henni er fjallað um tengsl Gunnar Braga Sveinssonar utanríkisráðherra við Kaupfélag Skagfirðinga og mögulega hagsmuni kaupfélagsins af því að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Við fréttina skrifaði Birgitta „Skagafjörður er Sikiley Íslands.“Skagafjörður er Sikiley Íslands.Posted by Birgitta Jónsdóttir on 14. maí 2015Þótti augljóst að Birgitta væri hér að vísa til sikileysku mafíunnar, skipulagðra glæpasamtaka sem flestir kannast við. Þessi ummæli féllu sumstaðar í grýttan jarðveg, meðal annars hjá Elliða Vignissyni, bæjarstjóra Vestmannaeyja, sem skrifaði pistil um málið þar sem hann sagði ummæli Birgittu ekki boðleg. Þremur dögum eftir að Birgitta lét Sikileyjarummælin falla skrifaði hún á síðu sína að hún hafi ekki ætlað að særa neinn né móðga og útskýrði myndlíkingu sína betur. „Ísland er eins og Sikiley Norðursins eða Stóra Sikiley, nema hér er enginn myrtur með skotvopnum, heldur eru þeir sem fara gegn mafíunni sem eru stundum kölluð Kolkrabbinn, mannorðsmyrtir eða útskúfaðir,“ skrifaði hún í pistlinum sem hún endurbirtir nú í dag. Þrátt fyrir þetta krafðist byggðaráð afsökunarbeiðni á fundinum í gær og sagði það „með öllu ólíðandi og óverjandi“ að þingmaður gæfi í skyn að Skagafjörður væri mafíusamfélag. Jafnframt segir í ályktuninni að ummæli hennar lýsi skilningsleysi á stöðu landsbyggðarinnar til viðhalds og uppbyggingar á atvinnu- og mannlífi. „Ég hélt að ég hefði beðist forláts á orðum mínum með greininni en hef ekki kveðið nægilega fast að orði,“ skrifar Birgitta svo í dag. „En hér kemur það hreint og beint: Elsku Skagafjörður og allt fólkið sem þar býr: Fyrirgefðu! <3“Hún endurbirtir svo pistilinn sinn þar sem hún greinir meðal annars frá fjölskyldutengslum sínum við svæðið og viðurkennir að hún kalli Reykjavík stundum „Sódómu“ þegar ástandið á miðbænum er slæmt snemma morguns. Þó elski hún vissulega Reykjavík.Ég elska Skagafjörð. Amma mín fæddist og ólst upp á Reykjum á Reykjaströnd og fjörðurinn skartar bæði fallegu mannlífi...Posted by Birgitta Jónsdóttir on 17. maí 2015
Tengdar fréttir Sveitarfélag Skagafjarðar krefst opinberrar afsökunarbeiðni frá Birgittu Segja það með öllu ólíðandi og óverjandi að þingmaður gefi það í skyn að Skagafjörður sé mafíusamfélag sem þrífist á glæpum og glæpatengdri starfsemi. 29. maí 2015 23:20 KS ekki viðurstyggileg glæpasamtök Elliði Vignisson telur grafalvarlegt að líkja Kaupfélagi Skagfirðinga við sikileysku mafíuna. 18. maí 2015 10:14 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Sjá meira
Sveitarfélag Skagafjarðar krefst opinberrar afsökunarbeiðni frá Birgittu Segja það með öllu ólíðandi og óverjandi að þingmaður gefi það í skyn að Skagafjörður sé mafíusamfélag sem þrífist á glæpum og glæpatengdri starfsemi. 29. maí 2015 23:20
KS ekki viðurstyggileg glæpasamtök Elliði Vignisson telur grafalvarlegt að líkja Kaupfélagi Skagfirðinga við sikileysku mafíuna. 18. maí 2015 10:14