KS ekki viðurstyggileg glæpasamtök Jakob Bjarnar skrifar 18. maí 2015 10:14 Elliði Vignisson telur algerlega fráleitt af Pírötum að líkja Þórólfi Gíslasyni hjá KS við einskonar Don Corleone. Elliða Vignissyni, bæjarstjóra í Eyjum, er heitt í hamsi vegna líkingarmáls sem Píratarnir Birgitta Jónsdóttir og Helgi Hrafn Jónsson hafa gripið til; að Skagafjörður sé Sikiley Norðursins og að Kaupfélag Skagfirðinga megi heita mafía. Hann telur þetta líkingamál grafalvarlegt og grípur til varna fyrir Skagfirðinga alla í nýjum pistli. „Það er alvarlegt þegar formaður stjórnmálaflokks lýsir því yfir að eitt byggðarlag umfram önnur einkennist af spillingu og yfirgangi. Það gerði Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata þegar hún sagði að Skagafjörður væri „Sikiley Íslands“ og vísaði þar til þess að þar þrifist mafíustarf. Vörnin hjá henni - þegar bent var á alvarleikann - var sú að hún væri í raun ekki að tala um íbúana. Helgi Hrafn þingmaður Pírata sagði í því samhengi „[það] ætti að vera augljóst, að hún er að tala um ... ... Kaupfélag Skagfirðinga“.Sér er nú hver siðbótin Þar með ganga Píratar skrefinu lengra. Það er nefnilega einnig alvarlegt þegar stjórnmálaflokkur líkir fyrirtæki á Íslandi við mafíustarf. Segir að Kaupfélag Skagfirðinga sé líkast því sem gerist hjá glæpasamtökum sem meðal annars stunda morð, limlestingar og mannsal.“ Elliði telur þetta ekki boðlegt; sikileyska mafían eru eru viðurstyggileg glæpasamtök en Kaupfélag Skagfirðinga er íslenskt fyrirtæki með höfuðstöðvar á Ártorgi í Skagafirði. Elliði rekur svo það sem gerir að þessu sé ekki saman að líkja: „Kaupfélag Skagfirðinga er samvinnufélag í dreifðri eign og blönduðum rekstri. Sikileyska mafían stundar morð, mansal, vændi, nauðganir og marga þá hryllilegustu glæpi sem hægt er að hugsa sér.“ Þessi ummæli Birgittu hafa verið mjög til umræðu á samfélagsmiðlum, allt frá því að Birgitta lét þau orð falla á Facebooksíðu sinni 14. maí og víst er að margir vilja taka upp þykkjuna fyrir Skagfirðinga og móðgast fyrir þeirra hönd. Þannig eru til að mynda býsna heitar umræður um málið í hópi sem kallar sig „Umræður um byggðaþróun“.Skagafjörður er Sikiley Íslands.Posted by Birgitta Jónsdóttir on 14. maí 2015 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Elliða Vignissyni, bæjarstjóra í Eyjum, er heitt í hamsi vegna líkingarmáls sem Píratarnir Birgitta Jónsdóttir og Helgi Hrafn Jónsson hafa gripið til; að Skagafjörður sé Sikiley Norðursins og að Kaupfélag Skagfirðinga megi heita mafía. Hann telur þetta líkingamál grafalvarlegt og grípur til varna fyrir Skagfirðinga alla í nýjum pistli. „Það er alvarlegt þegar formaður stjórnmálaflokks lýsir því yfir að eitt byggðarlag umfram önnur einkennist af spillingu og yfirgangi. Það gerði Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata þegar hún sagði að Skagafjörður væri „Sikiley Íslands“ og vísaði þar til þess að þar þrifist mafíustarf. Vörnin hjá henni - þegar bent var á alvarleikann - var sú að hún væri í raun ekki að tala um íbúana. Helgi Hrafn þingmaður Pírata sagði í því samhengi „[það] ætti að vera augljóst, að hún er að tala um ... ... Kaupfélag Skagfirðinga“.Sér er nú hver siðbótin Þar með ganga Píratar skrefinu lengra. Það er nefnilega einnig alvarlegt þegar stjórnmálaflokkur líkir fyrirtæki á Íslandi við mafíustarf. Segir að Kaupfélag Skagfirðinga sé líkast því sem gerist hjá glæpasamtökum sem meðal annars stunda morð, limlestingar og mannsal.“ Elliði telur þetta ekki boðlegt; sikileyska mafían eru eru viðurstyggileg glæpasamtök en Kaupfélag Skagfirðinga er íslenskt fyrirtæki með höfuðstöðvar á Ártorgi í Skagafirði. Elliði rekur svo það sem gerir að þessu sé ekki saman að líkja: „Kaupfélag Skagfirðinga er samvinnufélag í dreifðri eign og blönduðum rekstri. Sikileyska mafían stundar morð, mansal, vændi, nauðganir og marga þá hryllilegustu glæpi sem hægt er að hugsa sér.“ Þessi ummæli Birgittu hafa verið mjög til umræðu á samfélagsmiðlum, allt frá því að Birgitta lét þau orð falla á Facebooksíðu sinni 14. maí og víst er að margir vilja taka upp þykkjuna fyrir Skagfirðinga og móðgast fyrir þeirra hönd. Þannig eru til að mynda býsna heitar umræður um málið í hópi sem kallar sig „Umræður um byggðaþróun“.Skagafjörður er Sikiley Íslands.Posted by Birgitta Jónsdóttir on 14. maí 2015
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira