Enski boltinn

Ég get ekki komið með neinar afsakanir

Það var niðurlútur Sherwood sem tók á móti silfurverðlaunum í leikslok.
Það var niðurlútur Sherwood sem tók á móti silfurverðlaunum í leikslok. vísir/getty
Tim Sherwood, stjóri Aston Villa, var svekktur og sár eftir að lið hans tapaði illa fyrir Arsenal í úrslitum ensku bikarkeppninnar.

"Ég get ekki komið með neinar afsakanir, Arsenal var miklu betra en við. Við stóðumst þeim engan vegin snúning og náðum ekki að halda í við þá. Arsenal er með nokkra frábæra knattspyrnumenn og of mikil gæði fyrir okkur," sagði Sherwood en hann tók við Villa í erfiðri stöðu fyrr í vetur.

"Þetta er búið að vera fróðlegt ferli síðan ég kom hingað. Við héldum okkur í deildinni en töpuðum verðskuldað í dag. Það vantar hugarfar sigurvegarans hjá félaginu. Félagið er búið að vera gæla við fall undanfarin ár, það getur ekki verið eðlilegt. Við verðum að breyta því, annað hvort að fá nýtt fólk inn eða gera leikmenn að sigurvegurum," sagði Sherwood.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×