Með 66 þúsund sólmyrkvagleraugu í bílskúrnum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. febrúar 2015 13:40 „Gleraugun svona rétt komast fyrir, þau eru í bílskúrnum en þetta rétt sleppur,“ segir Sævar Helgi. vísir/gva Hálft tonn af sólmyrkvagleraugum komu hingað til lands á þriðjudag. Gleraugun eru 66 þúsund talsins og verða á næstu vikum afhent öllum grunnskólabörnum og -kennurum landsins. Er það gert í tilefni sólmyrkvans 20. mars næstkomandi.„Rétt komast fyrir“Gleraugun eru öll geymd á heimili Sævars Helga Bragsonar, formanns Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. Hann stendur fyrir verkefninu en það er meðal annars til þess fallið að vekja áhuga barna á alheiminum. „Gleraugun svona rétt komast fyrir, þau eru í bílskúrnum en þetta rétt sleppur,“ segir hann glaður í bragði. Fjörutíu grunnskólar fá, auk gleraugnanna, fræðslukassa með ýmsum munum og líkönum og fræðslu um hvernig nýta megi munina í náttúrufræðikennslu. Kassinn kallast á enskri tungu „universe in a box“, eða alheimurinn í kassa, og geymir hann ýmis líkön, -hnattlíkön, líkön fyrir reikistjörnur og lampa sem táknar sólina, auk annarra hluta.Sjá einnig: Dimmasti sólmyrkvi á Íslandi frá 1954Sólmyrkvagleraugu eru sérstök hlífðargleraugu. Augun eru afar viðkvæm fyrir geislum sólarinnar og því nauðsynleg þeim sem hyggjast berja sólmyrkvann augum.vísir/gva„Við gátum ekki keypt kassa fyrir alla grunnskóla landsins. Þess vegna var dregið og það verða skólar frá öllum landshlutum sem fá svona kassa. Kennarar þeirra skóla geta svo komið á kennaranámskeið sem við höldum í næsta mánuði,“ segir Sævar.Hringdi í alla skólastjórnendur landsinsVerkefnið hefur þó ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Reglur Reykjavíkurborgar kveða á um að ekki megi gefa börnum gjafir séu á þeim merkingar. Sævar fundaði því með skóla- og frístundasviði og fékk að lokum samþykki fyrir gjöfunum, með því skilyrði að skólastjórnendur allra skóla myndu heimila þær. Hann hringdi því í alla grunnskóla landsins og hefur fengið leyfi frá þeim öllum.Sævar er dauðþreyttur, enda verkefnið stórt og umfangsmikið. Hann segir vinnuna þó vel þess virði.vísir/gvaSjá einnig: Vill að öll börn fái að njóta sólmyrkvans„Þetta er í fræðsluskyni, og er ekki markaðssetning eða neitt slíkt. Þetta er bara til að efla skólastarfið, það eru engin logo á þessu, þannig að það er ekki verið að auglýsa nokkurn skapaðan hlut. Það er bara verið að gefa krökkum og kennurum tækifæri til að verða vitni að sjaldgæfum viðburði,“ segir Sævar.Þreyttur en spennturVerkefnið er stórt og umfangsmikið og kveðst Sævar vera orðinn afar þreyttur. Hann segir vinnuna þó alla þess virði. „Ég er mjög spenntur en líka dauðþreyttur, því það er svo mikil vinna sem fylgir þessu. Núna fer ég bara í að telja gleraugun í hvern skóla og senda þau eða fara með þau í skólana.“ Alls fá 45 þúsund grunnskólabörn sólmyrkvagleraugu. Kostnaðurinn við verkefnið var 4,5 milljónir króna, sem greiddar voru af Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness og Hóteli Rangá. Þeir sem hafa áhuga á að festa kaup á slíkum gleraugum er bent á vef Stjörnuskoðunarfélagsins eða stjörnufræðivefinn, en þau kosta fimm hundruð krónur stykkið. Tengdar fréttir Fjögur skemmtiferðaskip koma vegna sólmyrkva og norðurljósa Fjögur skemmtiferðaskip með á fjórða þúsund farþega munu koma til Íslands sérstaklega vegna sólmyrkvans 20. mars og norðurljósanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá TVG-Zimsen. 20. febrúar 2015 11:31 Vill að reykvísk börn fái líka að njóta sólmyrkvans Sævar Helgi Bragason ætlar að gefa 45 þúsund börnum sólmyrkvagleraugu í tilefni af mesta sólmyrkva hérlendis í sextíu ár. Fundar með borginni á næstu dögum. 27. janúar 2015 14:00 Bjartsýnn á að öll börn fái sólmyrkvagleraugu "Ég ætla að leita allra leiða til að koma gleraugunum til allra. Það er engin spurning,“ segir Sævar Helgi Bragason. 2. febrúar 2015 18:18 Dimmasti sólmyrkvi á Íslandi frá árinu 1954 Sólmyrkvi, sá mesti hérlendis í sextíu ár, verður þann 20. mars næstkomandi, eftir tæpa þrjá mánuði, - þá rökkvast himinn í nokkrar mínútur þegar venjulega er hábjartur dagur. 30. desember 2014 20:15 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Hálft tonn af sólmyrkvagleraugum komu hingað til lands á þriðjudag. Gleraugun eru 66 þúsund talsins og verða á næstu vikum afhent öllum grunnskólabörnum og -kennurum landsins. Er það gert í tilefni sólmyrkvans 20. mars næstkomandi.„Rétt komast fyrir“Gleraugun eru öll geymd á heimili Sævars Helga Bragsonar, formanns Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. Hann stendur fyrir verkefninu en það er meðal annars til þess fallið að vekja áhuga barna á alheiminum. „Gleraugun svona rétt komast fyrir, þau eru í bílskúrnum en þetta rétt sleppur,“ segir hann glaður í bragði. Fjörutíu grunnskólar fá, auk gleraugnanna, fræðslukassa með ýmsum munum og líkönum og fræðslu um hvernig nýta megi munina í náttúrufræðikennslu. Kassinn kallast á enskri tungu „universe in a box“, eða alheimurinn í kassa, og geymir hann ýmis líkön, -hnattlíkön, líkön fyrir reikistjörnur og lampa sem táknar sólina, auk annarra hluta.Sjá einnig: Dimmasti sólmyrkvi á Íslandi frá 1954Sólmyrkvagleraugu eru sérstök hlífðargleraugu. Augun eru afar viðkvæm fyrir geislum sólarinnar og því nauðsynleg þeim sem hyggjast berja sólmyrkvann augum.vísir/gva„Við gátum ekki keypt kassa fyrir alla grunnskóla landsins. Þess vegna var dregið og það verða skólar frá öllum landshlutum sem fá svona kassa. Kennarar þeirra skóla geta svo komið á kennaranámskeið sem við höldum í næsta mánuði,“ segir Sævar.Hringdi í alla skólastjórnendur landsinsVerkefnið hefur þó ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Reglur Reykjavíkurborgar kveða á um að ekki megi gefa börnum gjafir séu á þeim merkingar. Sævar fundaði því með skóla- og frístundasviði og fékk að lokum samþykki fyrir gjöfunum, með því skilyrði að skólastjórnendur allra skóla myndu heimila þær. Hann hringdi því í alla grunnskóla landsins og hefur fengið leyfi frá þeim öllum.Sævar er dauðþreyttur, enda verkefnið stórt og umfangsmikið. Hann segir vinnuna þó vel þess virði.vísir/gvaSjá einnig: Vill að öll börn fái að njóta sólmyrkvans„Þetta er í fræðsluskyni, og er ekki markaðssetning eða neitt slíkt. Þetta er bara til að efla skólastarfið, það eru engin logo á þessu, þannig að það er ekki verið að auglýsa nokkurn skapaðan hlut. Það er bara verið að gefa krökkum og kennurum tækifæri til að verða vitni að sjaldgæfum viðburði,“ segir Sævar.Þreyttur en spennturVerkefnið er stórt og umfangsmikið og kveðst Sævar vera orðinn afar þreyttur. Hann segir vinnuna þó alla þess virði. „Ég er mjög spenntur en líka dauðþreyttur, því það er svo mikil vinna sem fylgir þessu. Núna fer ég bara í að telja gleraugun í hvern skóla og senda þau eða fara með þau í skólana.“ Alls fá 45 þúsund grunnskólabörn sólmyrkvagleraugu. Kostnaðurinn við verkefnið var 4,5 milljónir króna, sem greiddar voru af Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness og Hóteli Rangá. Þeir sem hafa áhuga á að festa kaup á slíkum gleraugum er bent á vef Stjörnuskoðunarfélagsins eða stjörnufræðivefinn, en þau kosta fimm hundruð krónur stykkið.
Tengdar fréttir Fjögur skemmtiferðaskip koma vegna sólmyrkva og norðurljósa Fjögur skemmtiferðaskip með á fjórða þúsund farþega munu koma til Íslands sérstaklega vegna sólmyrkvans 20. mars og norðurljósanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá TVG-Zimsen. 20. febrúar 2015 11:31 Vill að reykvísk börn fái líka að njóta sólmyrkvans Sævar Helgi Bragason ætlar að gefa 45 þúsund börnum sólmyrkvagleraugu í tilefni af mesta sólmyrkva hérlendis í sextíu ár. Fundar með borginni á næstu dögum. 27. janúar 2015 14:00 Bjartsýnn á að öll börn fái sólmyrkvagleraugu "Ég ætla að leita allra leiða til að koma gleraugunum til allra. Það er engin spurning,“ segir Sævar Helgi Bragason. 2. febrúar 2015 18:18 Dimmasti sólmyrkvi á Íslandi frá árinu 1954 Sólmyrkvi, sá mesti hérlendis í sextíu ár, verður þann 20. mars næstkomandi, eftir tæpa þrjá mánuði, - þá rökkvast himinn í nokkrar mínútur þegar venjulega er hábjartur dagur. 30. desember 2014 20:15 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Fjögur skemmtiferðaskip koma vegna sólmyrkva og norðurljósa Fjögur skemmtiferðaskip með á fjórða þúsund farþega munu koma til Íslands sérstaklega vegna sólmyrkvans 20. mars og norðurljósanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá TVG-Zimsen. 20. febrúar 2015 11:31
Vill að reykvísk börn fái líka að njóta sólmyrkvans Sævar Helgi Bragason ætlar að gefa 45 þúsund börnum sólmyrkvagleraugu í tilefni af mesta sólmyrkva hérlendis í sextíu ár. Fundar með borginni á næstu dögum. 27. janúar 2015 14:00
Bjartsýnn á að öll börn fái sólmyrkvagleraugu "Ég ætla að leita allra leiða til að koma gleraugunum til allra. Það er engin spurning,“ segir Sævar Helgi Bragason. 2. febrúar 2015 18:18
Dimmasti sólmyrkvi á Íslandi frá árinu 1954 Sólmyrkvi, sá mesti hérlendis í sextíu ár, verður þann 20. mars næstkomandi, eftir tæpa þrjá mánuði, - þá rökkvast himinn í nokkrar mínútur þegar venjulega er hábjartur dagur. 30. desember 2014 20:15