Íslenskur fiðlusnillingur vann til alþjóðlegra verðlauna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. mars 2015 22:39 Rannveig Marta er einn efnilegasti tónlistarmaður Íslands. Hún verður tvítug í haust. Vísir/Stefán Fiðluleikarinn Rannveig Marta Sarc vann til fyrstu verðlauna á TEMSIG, tónlistarkeppni ungs fólks í Slóveníu sem er nýlokið. Þá hlaut hún einnig fyrstu verðlaun fyrir flutning á skylduverki og slóvnesku tónverki. Hún greinir frá þessu á Instagram síðu sinni og er eðlilega í skýjunum. Rannveig Marta, sem á íslenska móður og slóvenskan föður, hóf nám við Juilliard haustið 2014 eftir að hafa slegið í gegn í umsóknarferlinu þar sem hún flakkaði á milli skóla vestan hafs í von um inngöngu og skólastyrki. Skemmst frá því að segja að hún komst inn í alla skólana og gat valið á milli þeirra. „Þetta var alveg það skemmtilegasta sem ég hef gert á ævinni,“ sagði Rannveig Marta við það tilefni í samtali við Fréttablaðið. Svo fór að hún valdi Juilliard í New York. Awarded 1st Prize at the TEMSIG- Slovenian Music Competition for Youth! Also received a special prize for the compulsory piece and for the commissioned Slovene piece. Very happy to say I will be performing Prokofiev 1st Violin Concerto with the Slovene Philharmonic Orchestra next year! #temsig A photo posted by Rannveig Marta Sarc (@rannveigmarta) on Mar 25, 2015 at 1:46pm PDT Meðal verðlauna sem Rannveig Marta hlaut fyrir árangur sinn er að flytja einleik með Fílharmóníusveit Slóveníu á næsta ári. Mun hún flytja 1. fiðlukonsert Prokofiev. Hér að neðan má heyra Rannveigu Mörtu flytja fyrsta kaflann úr konsertnum. Rannveig hefur spilað á fiðlu síðan hún var fjögurra ára en Guðný Guðmundsdóttir, fyrrverandi konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands, var kennarinn hennar síðustu sex árin hér á landi áður en hún hélt utan í framhaldsnám. Menning Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Fiðluleikarinn Rannveig Marta Sarc vann til fyrstu verðlauna á TEMSIG, tónlistarkeppni ungs fólks í Slóveníu sem er nýlokið. Þá hlaut hún einnig fyrstu verðlaun fyrir flutning á skylduverki og slóvnesku tónverki. Hún greinir frá þessu á Instagram síðu sinni og er eðlilega í skýjunum. Rannveig Marta, sem á íslenska móður og slóvenskan föður, hóf nám við Juilliard haustið 2014 eftir að hafa slegið í gegn í umsóknarferlinu þar sem hún flakkaði á milli skóla vestan hafs í von um inngöngu og skólastyrki. Skemmst frá því að segja að hún komst inn í alla skólana og gat valið á milli þeirra. „Þetta var alveg það skemmtilegasta sem ég hef gert á ævinni,“ sagði Rannveig Marta við það tilefni í samtali við Fréttablaðið. Svo fór að hún valdi Juilliard í New York. Awarded 1st Prize at the TEMSIG- Slovenian Music Competition for Youth! Also received a special prize for the compulsory piece and for the commissioned Slovene piece. Very happy to say I will be performing Prokofiev 1st Violin Concerto with the Slovene Philharmonic Orchestra next year! #temsig A photo posted by Rannveig Marta Sarc (@rannveigmarta) on Mar 25, 2015 at 1:46pm PDT Meðal verðlauna sem Rannveig Marta hlaut fyrir árangur sinn er að flytja einleik með Fílharmóníusveit Slóveníu á næsta ári. Mun hún flytja 1. fiðlukonsert Prokofiev. Hér að neðan má heyra Rannveigu Mörtu flytja fyrsta kaflann úr konsertnum. Rannveig hefur spilað á fiðlu síðan hún var fjögurra ára en Guðný Guðmundsdóttir, fyrrverandi konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands, var kennarinn hennar síðustu sex árin hér á landi áður en hún hélt utan í framhaldsnám.
Menning Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira