Önnur hver kona kynferðislega áreitt við vinnu Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 9. júní 2015 09:00 Steinunn segir margar niðurstöðurnar sláandi. VÍSIR/STEFÁN „Þessar nýjustu rannsóknir staðfesta að kynferðisleg áreitni á vinnustöðum er vandamál alls staðar [á Norðurlöndunum],“ segir Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Starfsgreinasambandið ásamt systursamtökum sínum á Norðurlöndunum stóð fyrir ráðstefnu um kynferðislega áreitni innan veitinga-, hótel-, og ferðaþjónustunnar í gær. Í tilefni af því lét Starfsgreinasambandið vinna fyrir sig rannsókn um viðfangsefnið.Að mati Drífu er það öryggismál að sporna gegn kynferðislegri áreitni.Fréttablaðið/GVA„Þessi rannsókn er kannski ákveðinn upphafspunktur í þessum málaflokki og það er mikil vinna fram undan við að sporna við kynferðislegri áreitni. Þetta er auðvitað öryggismál á vinnustaðnum líkt og að á byggingarsvæðum ganga starfsmenn með öryggishjálma,“ segir Drífa. „Það er mikilvægt að vekja fólk til umhugsunar og setja málið á dagskrá, til dæmis með rannsókn af þessum toga. Það er ljóst að ábyrgð atvinnurekenda er mikil en líka stéttarfélaganna þar sem við berum ábyrgð á trúnaðarmannakerfinu.“ Steinunn Rögnvaldsdóttir, félags- og kynjafræðingur og höfundur rannsóknarinnar, segir að í ljós komi margar sláandi upplýsingar. „Konur eru líklegari til að upplifa röskun á sinni öryggistilfinningu í starfi en karlar,“ segir Steinunn en niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós að 43,4 prósent kvenna segja áreitnina hafa haft mjög eða frekar mikil áhrif á öryggistilfinningu sína á móti 0 prósentum karla. Þá segja 70 prósent karla sem hafa orðið fyrir áreitni að það hafi haft mjög lítil eða engin áhrif á öryggistilfinningu þeirra. „Þetta snýst um vald. Reynsluheimur kvenna er þess eðlis að það hallar á þær á fleiri stöðum, til dæmis í gegnum launamun kynjanna, kvennastörf eru minna metin og síðan í gegnum kynferðislega áreitni.“ Þá eru konur líklegari til að verða fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu yfirmanna en karlar, sem verða frekar fyrir áreitni af hálfu viðskiptavina. Áreitni af hálfu yfirmanna hefur meiri áhrif á öryggistilfinningu að mati Steinunnar.Rannsóknin gefur til kynna að önnur hver kona hafi orðið fyrir áreitni.„Samstarfsmenn og yfirmenn eru líklegri til að umgangast þann sem verður fyrir áreitninni en viðskiptavinir yfirgefa staðinn. Slíkt veldur vanlíðan og hefur mikil áhrif á öryggistilfinningu í starfi,“ segir hún. Þá telur hún eftirtektarvert hve margir verða fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu viðskiptavina. „Hvað er það í siðferði okkar samfélags sem segir okkur að það sé bara í lagi að beita þjónustufólk kynferðislegri áreitni?“ Hún veltir fyrir sér hvort hjarðhegðun skapi gerendur. „Þetta er mikilvæg spurning en við vitum ekkert um gerendur í þessum málum. Þó að það sé gott að rannsaka þolendur þá þarf líka að rannsaka gerendur. Hverjir eru þeir? Hver eru þeirra mótíf?“ spyr hún en bendir á að það sé ef til vill erfitt að rannsaka þann þátt. „Maður er varla að fara að biðja fólk að rétta upp hönd ef það hefur áreitt einhvern kynferðislega. Það yrði engin geggjuð svörun í því. Engu að síður þarf að setja meira púður í það.“ Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Fleiri fréttir Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Sjá meira
„Þessar nýjustu rannsóknir staðfesta að kynferðisleg áreitni á vinnustöðum er vandamál alls staðar [á Norðurlöndunum],“ segir Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Starfsgreinasambandið ásamt systursamtökum sínum á Norðurlöndunum stóð fyrir ráðstefnu um kynferðislega áreitni innan veitinga-, hótel-, og ferðaþjónustunnar í gær. Í tilefni af því lét Starfsgreinasambandið vinna fyrir sig rannsókn um viðfangsefnið.Að mati Drífu er það öryggismál að sporna gegn kynferðislegri áreitni.Fréttablaðið/GVA„Þessi rannsókn er kannski ákveðinn upphafspunktur í þessum málaflokki og það er mikil vinna fram undan við að sporna við kynferðislegri áreitni. Þetta er auðvitað öryggismál á vinnustaðnum líkt og að á byggingarsvæðum ganga starfsmenn með öryggishjálma,“ segir Drífa. „Það er mikilvægt að vekja fólk til umhugsunar og setja málið á dagskrá, til dæmis með rannsókn af þessum toga. Það er ljóst að ábyrgð atvinnurekenda er mikil en líka stéttarfélaganna þar sem við berum ábyrgð á trúnaðarmannakerfinu.“ Steinunn Rögnvaldsdóttir, félags- og kynjafræðingur og höfundur rannsóknarinnar, segir að í ljós komi margar sláandi upplýsingar. „Konur eru líklegari til að upplifa röskun á sinni öryggistilfinningu í starfi en karlar,“ segir Steinunn en niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós að 43,4 prósent kvenna segja áreitnina hafa haft mjög eða frekar mikil áhrif á öryggistilfinningu sína á móti 0 prósentum karla. Þá segja 70 prósent karla sem hafa orðið fyrir áreitni að það hafi haft mjög lítil eða engin áhrif á öryggistilfinningu þeirra. „Þetta snýst um vald. Reynsluheimur kvenna er þess eðlis að það hallar á þær á fleiri stöðum, til dæmis í gegnum launamun kynjanna, kvennastörf eru minna metin og síðan í gegnum kynferðislega áreitni.“ Þá eru konur líklegari til að verða fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu yfirmanna en karlar, sem verða frekar fyrir áreitni af hálfu viðskiptavina. Áreitni af hálfu yfirmanna hefur meiri áhrif á öryggistilfinningu að mati Steinunnar.Rannsóknin gefur til kynna að önnur hver kona hafi orðið fyrir áreitni.„Samstarfsmenn og yfirmenn eru líklegri til að umgangast þann sem verður fyrir áreitninni en viðskiptavinir yfirgefa staðinn. Slíkt veldur vanlíðan og hefur mikil áhrif á öryggistilfinningu í starfi,“ segir hún. Þá telur hún eftirtektarvert hve margir verða fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu viðskiptavina. „Hvað er það í siðferði okkar samfélags sem segir okkur að það sé bara í lagi að beita þjónustufólk kynferðislegri áreitni?“ Hún veltir fyrir sér hvort hjarðhegðun skapi gerendur. „Þetta er mikilvæg spurning en við vitum ekkert um gerendur í þessum málum. Þó að það sé gott að rannsaka þolendur þá þarf líka að rannsaka gerendur. Hverjir eru þeir? Hver eru þeirra mótíf?“ spyr hún en bendir á að það sé ef til vill erfitt að rannsaka þann þátt. „Maður er varla að fara að biðja fólk að rétta upp hönd ef það hefur áreitt einhvern kynferðislega. Það yrði engin geggjuð svörun í því. Engu að síður þarf að setja meira púður í það.“
Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Fleiri fréttir Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Sjá meira