Önnur hver kona kynferðislega áreitt við vinnu Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 9. júní 2015 09:00 Steinunn segir margar niðurstöðurnar sláandi. VÍSIR/STEFÁN „Þessar nýjustu rannsóknir staðfesta að kynferðisleg áreitni á vinnustöðum er vandamál alls staðar [á Norðurlöndunum],“ segir Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Starfsgreinasambandið ásamt systursamtökum sínum á Norðurlöndunum stóð fyrir ráðstefnu um kynferðislega áreitni innan veitinga-, hótel-, og ferðaþjónustunnar í gær. Í tilefni af því lét Starfsgreinasambandið vinna fyrir sig rannsókn um viðfangsefnið.Að mati Drífu er það öryggismál að sporna gegn kynferðislegri áreitni.Fréttablaðið/GVA„Þessi rannsókn er kannski ákveðinn upphafspunktur í þessum málaflokki og það er mikil vinna fram undan við að sporna við kynferðislegri áreitni. Þetta er auðvitað öryggismál á vinnustaðnum líkt og að á byggingarsvæðum ganga starfsmenn með öryggishjálma,“ segir Drífa. „Það er mikilvægt að vekja fólk til umhugsunar og setja málið á dagskrá, til dæmis með rannsókn af þessum toga. Það er ljóst að ábyrgð atvinnurekenda er mikil en líka stéttarfélaganna þar sem við berum ábyrgð á trúnaðarmannakerfinu.“ Steinunn Rögnvaldsdóttir, félags- og kynjafræðingur og höfundur rannsóknarinnar, segir að í ljós komi margar sláandi upplýsingar. „Konur eru líklegari til að upplifa röskun á sinni öryggistilfinningu í starfi en karlar,“ segir Steinunn en niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós að 43,4 prósent kvenna segja áreitnina hafa haft mjög eða frekar mikil áhrif á öryggistilfinningu sína á móti 0 prósentum karla. Þá segja 70 prósent karla sem hafa orðið fyrir áreitni að það hafi haft mjög lítil eða engin áhrif á öryggistilfinningu þeirra. „Þetta snýst um vald. Reynsluheimur kvenna er þess eðlis að það hallar á þær á fleiri stöðum, til dæmis í gegnum launamun kynjanna, kvennastörf eru minna metin og síðan í gegnum kynferðislega áreitni.“ Þá eru konur líklegari til að verða fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu yfirmanna en karlar, sem verða frekar fyrir áreitni af hálfu viðskiptavina. Áreitni af hálfu yfirmanna hefur meiri áhrif á öryggistilfinningu að mati Steinunnar.Rannsóknin gefur til kynna að önnur hver kona hafi orðið fyrir áreitni.„Samstarfsmenn og yfirmenn eru líklegri til að umgangast þann sem verður fyrir áreitninni en viðskiptavinir yfirgefa staðinn. Slíkt veldur vanlíðan og hefur mikil áhrif á öryggistilfinningu í starfi,“ segir hún. Þá telur hún eftirtektarvert hve margir verða fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu viðskiptavina. „Hvað er það í siðferði okkar samfélags sem segir okkur að það sé bara í lagi að beita þjónustufólk kynferðislegri áreitni?“ Hún veltir fyrir sér hvort hjarðhegðun skapi gerendur. „Þetta er mikilvæg spurning en við vitum ekkert um gerendur í þessum málum. Þó að það sé gott að rannsaka þolendur þá þarf líka að rannsaka gerendur. Hverjir eru þeir? Hver eru þeirra mótíf?“ spyr hún en bendir á að það sé ef til vill erfitt að rannsaka þann þátt. „Maður er varla að fara að biðja fólk að rétta upp hönd ef það hefur áreitt einhvern kynferðislega. Það yrði engin geggjuð svörun í því. Engu að síður þarf að setja meira púður í það.“ Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
„Þessar nýjustu rannsóknir staðfesta að kynferðisleg áreitni á vinnustöðum er vandamál alls staðar [á Norðurlöndunum],“ segir Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Starfsgreinasambandið ásamt systursamtökum sínum á Norðurlöndunum stóð fyrir ráðstefnu um kynferðislega áreitni innan veitinga-, hótel-, og ferðaþjónustunnar í gær. Í tilefni af því lét Starfsgreinasambandið vinna fyrir sig rannsókn um viðfangsefnið.Að mati Drífu er það öryggismál að sporna gegn kynferðislegri áreitni.Fréttablaðið/GVA„Þessi rannsókn er kannski ákveðinn upphafspunktur í þessum málaflokki og það er mikil vinna fram undan við að sporna við kynferðislegri áreitni. Þetta er auðvitað öryggismál á vinnustaðnum líkt og að á byggingarsvæðum ganga starfsmenn með öryggishjálma,“ segir Drífa. „Það er mikilvægt að vekja fólk til umhugsunar og setja málið á dagskrá, til dæmis með rannsókn af þessum toga. Það er ljóst að ábyrgð atvinnurekenda er mikil en líka stéttarfélaganna þar sem við berum ábyrgð á trúnaðarmannakerfinu.“ Steinunn Rögnvaldsdóttir, félags- og kynjafræðingur og höfundur rannsóknarinnar, segir að í ljós komi margar sláandi upplýsingar. „Konur eru líklegari til að upplifa röskun á sinni öryggistilfinningu í starfi en karlar,“ segir Steinunn en niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós að 43,4 prósent kvenna segja áreitnina hafa haft mjög eða frekar mikil áhrif á öryggistilfinningu sína á móti 0 prósentum karla. Þá segja 70 prósent karla sem hafa orðið fyrir áreitni að það hafi haft mjög lítil eða engin áhrif á öryggistilfinningu þeirra. „Þetta snýst um vald. Reynsluheimur kvenna er þess eðlis að það hallar á þær á fleiri stöðum, til dæmis í gegnum launamun kynjanna, kvennastörf eru minna metin og síðan í gegnum kynferðislega áreitni.“ Þá eru konur líklegari til að verða fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu yfirmanna en karlar, sem verða frekar fyrir áreitni af hálfu viðskiptavina. Áreitni af hálfu yfirmanna hefur meiri áhrif á öryggistilfinningu að mati Steinunnar.Rannsóknin gefur til kynna að önnur hver kona hafi orðið fyrir áreitni.„Samstarfsmenn og yfirmenn eru líklegri til að umgangast þann sem verður fyrir áreitninni en viðskiptavinir yfirgefa staðinn. Slíkt veldur vanlíðan og hefur mikil áhrif á öryggistilfinningu í starfi,“ segir hún. Þá telur hún eftirtektarvert hve margir verða fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu viðskiptavina. „Hvað er það í siðferði okkar samfélags sem segir okkur að það sé bara í lagi að beita þjónustufólk kynferðislegri áreitni?“ Hún veltir fyrir sér hvort hjarðhegðun skapi gerendur. „Þetta er mikilvæg spurning en við vitum ekkert um gerendur í þessum málum. Þó að það sé gott að rannsaka þolendur þá þarf líka að rannsaka gerendur. Hverjir eru þeir? Hver eru þeirra mótíf?“ spyr hún en bendir á að það sé ef til vill erfitt að rannsaka þann þátt. „Maður er varla að fara að biðja fólk að rétta upp hönd ef það hefur áreitt einhvern kynferðislega. Það yrði engin geggjuð svörun í því. Engu að síður þarf að setja meira púður í það.“
Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent