Önnur hver kona kynferðislega áreitt við vinnu Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 9. júní 2015 09:00 Steinunn segir margar niðurstöðurnar sláandi. VÍSIR/STEFÁN „Þessar nýjustu rannsóknir staðfesta að kynferðisleg áreitni á vinnustöðum er vandamál alls staðar [á Norðurlöndunum],“ segir Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Starfsgreinasambandið ásamt systursamtökum sínum á Norðurlöndunum stóð fyrir ráðstefnu um kynferðislega áreitni innan veitinga-, hótel-, og ferðaþjónustunnar í gær. Í tilefni af því lét Starfsgreinasambandið vinna fyrir sig rannsókn um viðfangsefnið.Að mati Drífu er það öryggismál að sporna gegn kynferðislegri áreitni.Fréttablaðið/GVA„Þessi rannsókn er kannski ákveðinn upphafspunktur í þessum málaflokki og það er mikil vinna fram undan við að sporna við kynferðislegri áreitni. Þetta er auðvitað öryggismál á vinnustaðnum líkt og að á byggingarsvæðum ganga starfsmenn með öryggishjálma,“ segir Drífa. „Það er mikilvægt að vekja fólk til umhugsunar og setja málið á dagskrá, til dæmis með rannsókn af þessum toga. Það er ljóst að ábyrgð atvinnurekenda er mikil en líka stéttarfélaganna þar sem við berum ábyrgð á trúnaðarmannakerfinu.“ Steinunn Rögnvaldsdóttir, félags- og kynjafræðingur og höfundur rannsóknarinnar, segir að í ljós komi margar sláandi upplýsingar. „Konur eru líklegari til að upplifa röskun á sinni öryggistilfinningu í starfi en karlar,“ segir Steinunn en niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós að 43,4 prósent kvenna segja áreitnina hafa haft mjög eða frekar mikil áhrif á öryggistilfinningu sína á móti 0 prósentum karla. Þá segja 70 prósent karla sem hafa orðið fyrir áreitni að það hafi haft mjög lítil eða engin áhrif á öryggistilfinningu þeirra. „Þetta snýst um vald. Reynsluheimur kvenna er þess eðlis að það hallar á þær á fleiri stöðum, til dæmis í gegnum launamun kynjanna, kvennastörf eru minna metin og síðan í gegnum kynferðislega áreitni.“ Þá eru konur líklegari til að verða fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu yfirmanna en karlar, sem verða frekar fyrir áreitni af hálfu viðskiptavina. Áreitni af hálfu yfirmanna hefur meiri áhrif á öryggistilfinningu að mati Steinunnar.Rannsóknin gefur til kynna að önnur hver kona hafi orðið fyrir áreitni.„Samstarfsmenn og yfirmenn eru líklegri til að umgangast þann sem verður fyrir áreitninni en viðskiptavinir yfirgefa staðinn. Slíkt veldur vanlíðan og hefur mikil áhrif á öryggistilfinningu í starfi,“ segir hún. Þá telur hún eftirtektarvert hve margir verða fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu viðskiptavina. „Hvað er það í siðferði okkar samfélags sem segir okkur að það sé bara í lagi að beita þjónustufólk kynferðislegri áreitni?“ Hún veltir fyrir sér hvort hjarðhegðun skapi gerendur. „Þetta er mikilvæg spurning en við vitum ekkert um gerendur í þessum málum. Þó að það sé gott að rannsaka þolendur þá þarf líka að rannsaka gerendur. Hverjir eru þeir? Hver eru þeirra mótíf?“ spyr hún en bendir á að það sé ef til vill erfitt að rannsaka þann þátt. „Maður er varla að fara að biðja fólk að rétta upp hönd ef það hefur áreitt einhvern kynferðislega. Það yrði engin geggjuð svörun í því. Engu að síður þarf að setja meira púður í það.“ Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
„Þessar nýjustu rannsóknir staðfesta að kynferðisleg áreitni á vinnustöðum er vandamál alls staðar [á Norðurlöndunum],“ segir Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Starfsgreinasambandið ásamt systursamtökum sínum á Norðurlöndunum stóð fyrir ráðstefnu um kynferðislega áreitni innan veitinga-, hótel-, og ferðaþjónustunnar í gær. Í tilefni af því lét Starfsgreinasambandið vinna fyrir sig rannsókn um viðfangsefnið.Að mati Drífu er það öryggismál að sporna gegn kynferðislegri áreitni.Fréttablaðið/GVA„Þessi rannsókn er kannski ákveðinn upphafspunktur í þessum málaflokki og það er mikil vinna fram undan við að sporna við kynferðislegri áreitni. Þetta er auðvitað öryggismál á vinnustaðnum líkt og að á byggingarsvæðum ganga starfsmenn með öryggishjálma,“ segir Drífa. „Það er mikilvægt að vekja fólk til umhugsunar og setja málið á dagskrá, til dæmis með rannsókn af þessum toga. Það er ljóst að ábyrgð atvinnurekenda er mikil en líka stéttarfélaganna þar sem við berum ábyrgð á trúnaðarmannakerfinu.“ Steinunn Rögnvaldsdóttir, félags- og kynjafræðingur og höfundur rannsóknarinnar, segir að í ljós komi margar sláandi upplýsingar. „Konur eru líklegari til að upplifa röskun á sinni öryggistilfinningu í starfi en karlar,“ segir Steinunn en niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós að 43,4 prósent kvenna segja áreitnina hafa haft mjög eða frekar mikil áhrif á öryggistilfinningu sína á móti 0 prósentum karla. Þá segja 70 prósent karla sem hafa orðið fyrir áreitni að það hafi haft mjög lítil eða engin áhrif á öryggistilfinningu þeirra. „Þetta snýst um vald. Reynsluheimur kvenna er þess eðlis að það hallar á þær á fleiri stöðum, til dæmis í gegnum launamun kynjanna, kvennastörf eru minna metin og síðan í gegnum kynferðislega áreitni.“ Þá eru konur líklegari til að verða fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu yfirmanna en karlar, sem verða frekar fyrir áreitni af hálfu viðskiptavina. Áreitni af hálfu yfirmanna hefur meiri áhrif á öryggistilfinningu að mati Steinunnar.Rannsóknin gefur til kynna að önnur hver kona hafi orðið fyrir áreitni.„Samstarfsmenn og yfirmenn eru líklegri til að umgangast þann sem verður fyrir áreitninni en viðskiptavinir yfirgefa staðinn. Slíkt veldur vanlíðan og hefur mikil áhrif á öryggistilfinningu í starfi,“ segir hún. Þá telur hún eftirtektarvert hve margir verða fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu viðskiptavina. „Hvað er það í siðferði okkar samfélags sem segir okkur að það sé bara í lagi að beita þjónustufólk kynferðislegri áreitni?“ Hún veltir fyrir sér hvort hjarðhegðun skapi gerendur. „Þetta er mikilvæg spurning en við vitum ekkert um gerendur í þessum málum. Þó að það sé gott að rannsaka þolendur þá þarf líka að rannsaka gerendur. Hverjir eru þeir? Hver eru þeirra mótíf?“ spyr hún en bendir á að það sé ef til vill erfitt að rannsaka þann þátt. „Maður er varla að fara að biðja fólk að rétta upp hönd ef það hefur áreitt einhvern kynferðislega. Það yrði engin geggjuð svörun í því. Engu að síður þarf að setja meira púður í það.“
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira