Stóð alltaf til að láta meta vindorkuverin Svavar Hávarðsson skrifar 31. janúar 2015 07:00 Á Hafinu Mynd/Landsvirkjun Landsvirkjun hefur alltaf gert ráð fyrir að leggja virkjanakosti sína í vindafli inn til verkefnisstjórnar rammaáætlunar þrátt fyrir lögfræðilega óvissu um hvort vindorkuver féllu undir lög um verndar- og orkunýtingaráætlun (rammaáætlun). Bæði vindorkugarður á Hafinu við Búrfell og við Blönduvirkjun verða sendir inn til mats hjá verkefnisstjórninni, og öll rannsóknavinna fyrirtækisins hefur miðast við það. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, telur það ekki hafa veruleg áhrif á áform Landsvirkjunar um uppbyggingu vindorkugarða, þótt í ljós komi að vindorkuver falli undir lögin. „Það er lögfræðileg óvissa um hvort eigi að meta þetta í rammaáætlun, og æskilegt að löggjafinn skýri það út hver vilji hans er til þess. Vegna þeirrar óvissu sem er um þetta tiltekna atriði ákvað Landsvirkjun hins vegar að vinna að því að leggja þessa orkukosti inn til að þeir verði metnir. Það var ákveðin varfærnisnálgun hjá okkur vegna þessarar óvissu,“ segir Hörður sem bætir við að uppbygging vindorkuvera sé hins vegar ekki næst á dagskrá fyrirtækisins. Því sé tími til stefnu og gangi störf verkefnisstjórnar rammaáætlunar eftir tímaáætlunum þá eigi óvissan ekki að hafa nein áhrif. „Við viljum samt halda því til haga, að þegar þetta verður skýrt af löggjafanum, að vindorkan er annars eðlis en vatnsaflið og jarðvarminn. Sérstaklega vegna þess að þar snýst þetta um verndun eða nýtingu. Það svæði sem verið er að skoða fyrir vindorku koma vart til greina til verndar og þá friðlýsingar. Einnig eru umhverfisáhrif vindorku yfirleitt að fullu afturkræf ólíkt vatnsorku- og jarðvarmavirkjana,“ segir Hörður, sem telur afar litlar líkur á því að svæði sem henta vindorkuveri hafi verndargildi. „Það er verið að svara allt öðrum spurningum við mat á virkjanakostum í vatnsafli og jarðvarma en í vindinum,“ segir Hörður. Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Sjá meira
Landsvirkjun hefur alltaf gert ráð fyrir að leggja virkjanakosti sína í vindafli inn til verkefnisstjórnar rammaáætlunar þrátt fyrir lögfræðilega óvissu um hvort vindorkuver féllu undir lög um verndar- og orkunýtingaráætlun (rammaáætlun). Bæði vindorkugarður á Hafinu við Búrfell og við Blönduvirkjun verða sendir inn til mats hjá verkefnisstjórninni, og öll rannsóknavinna fyrirtækisins hefur miðast við það. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, telur það ekki hafa veruleg áhrif á áform Landsvirkjunar um uppbyggingu vindorkugarða, þótt í ljós komi að vindorkuver falli undir lögin. „Það er lögfræðileg óvissa um hvort eigi að meta þetta í rammaáætlun, og æskilegt að löggjafinn skýri það út hver vilji hans er til þess. Vegna þeirrar óvissu sem er um þetta tiltekna atriði ákvað Landsvirkjun hins vegar að vinna að því að leggja þessa orkukosti inn til að þeir verði metnir. Það var ákveðin varfærnisnálgun hjá okkur vegna þessarar óvissu,“ segir Hörður sem bætir við að uppbygging vindorkuvera sé hins vegar ekki næst á dagskrá fyrirtækisins. Því sé tími til stefnu og gangi störf verkefnisstjórnar rammaáætlunar eftir tímaáætlunum þá eigi óvissan ekki að hafa nein áhrif. „Við viljum samt halda því til haga, að þegar þetta verður skýrt af löggjafanum, að vindorkan er annars eðlis en vatnsaflið og jarðvarminn. Sérstaklega vegna þess að þar snýst þetta um verndun eða nýtingu. Það svæði sem verið er að skoða fyrir vindorku koma vart til greina til verndar og þá friðlýsingar. Einnig eru umhverfisáhrif vindorku yfirleitt að fullu afturkræf ólíkt vatnsorku- og jarðvarmavirkjana,“ segir Hörður, sem telur afar litlar líkur á því að svæði sem henta vindorkuveri hafi verndargildi. „Það er verið að svara allt öðrum spurningum við mat á virkjanakostum í vatnsafli og jarðvarma en í vindinum,“ segir Hörður.
Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Sjá meira