Innlent

Vetrarfrí í grunnskólum Reykjavíkur

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Um 14.400 börn í Reykjavík eru í vetrarfríi í dag og á morgun.
Um 14.400 börn í Reykjavík eru í vetrarfríi í dag og á morgun. Vísir/GVA
Vetrarfrí er í grunnskólum Reykjavíkurborgar í dag og á morgun en um 14.400 nemendur eru í grunnskólum borgarinnar. Í tilefni af vetrarfríi er boðið upp á fjölbreytta dagskrá út um alla borg fyrir fjölskylduna.

Frítt verður í sundlaugar á tilgreindum tímum þar sem boðið verður upp á sundlaugafjör, tónlist og leiki. Þá fá fullorðnir í fylgd með börnum frítt inn á menningarstofnanir borgarinnar bæði í dag og á morgun.

Meðal viðburða sem boðið verður upp á er samsöngur í Vesturbæjaralaug, útieldun í Gufunesbæ, hlussubolti í Kringlunni og ratleikur í Elliðaárdal.

Hér að neðan má sjá myndband sem börn í 10-12 ára starfi í Frostaskjóli gerðu um fjölskyldufjör sem boðið verður upp á í Vesturbænum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×