Makrílkvóti 23 báta er undir 10 kílóum Svavar Hávarðsson skrifar 24. júní 2015 09:00 Smábátasjómenn hafa óskað eftir fundi með forsætisráðherra. Minnihluti þeirra smábáta sem fá úthlutaðar veiðiheimildir á komandi vertíð samkvæmt reglugerð um makrílveiðar 2015 geta stundað veiðar af alvöru. Alls fá 192 bátar úthlutun en 23 þeirra fá eitt til 10 kíló – sem samsvarar því að veiddir séu þrír til 30 fiskar yfir sumarið. Eins og Fréttablaðið greindi frá þýðir kvótasetning makríls í öllum útgerðarflokkum að margir smábátasjómenn fá ekki heimildir sem standa undir veiðum. Af 192 bátum sem veitt hafa makríl frá 2009 fá 24 bátar um 55% af kvótanum. Landssamband smábátaeigenda (LS) gagnrýnir Sigurð Inga Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hart og segir vinnubrögð hans forkastanleg og hefur óskað eftir fundi með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra vegna málsins. Í bréfi smábátaeigenda þar sem fundar er óskað segir: „Fullyrða má að þeir aðilar sem aflað hafa meira en 500 kíló – 149 bátar – séu búnir að koma sér upp sérstökum búnaði til veiðanna sem er sérsniðinn að hverjum bát, þróaður og smíðaður hér á landi. Hluti bátanna hefur einnig fest kaup á fiskleitartæki. Kostnaður á hvern bát er frá 5 milljónum upp í 12 milljónir.“ LS telur að við inngrip af þessu tagi þurfi alltaf að meta hvað ávinnist við breytingu og hverju sé verið að fórna, svo vitnað sé aftur í bréfið.Örn PálssonÖrn Pálsson, framkvæmdastjóri LS, segir, spurður um hvað aflaheimildir einstakra báta þurfi að vera miklar til að réttlæta alvöru útgerð, að vart verði það gert fyrir minni afla en um 100 tonn. Samkvæmt gögnum Fiskistofu fá um 30 bátar úthlutun sem hleypur á 70 til 330 tonnum byggt á veiðireynslu síðustu sex ára. Aðrir bátar fá minna og margir langt um minna og heimildir sem aldrei standa undir útgerð í tegundinni. Þar af eru margir bátar sem fá nokkur kíló eða fáein tonn – afli sem mun aldrei fást úr sjó þar sem óheimilt er að sameina veiðiheimildir eða selja þær öðrum. Ljóst virðist að allstór hluti þessa rúmlega 7.000 tonna kvóta sem smábátum var ætlað að veiða fellur dauður niður. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Minnihluti þeirra smábáta sem fá úthlutaðar veiðiheimildir á komandi vertíð samkvæmt reglugerð um makrílveiðar 2015 geta stundað veiðar af alvöru. Alls fá 192 bátar úthlutun en 23 þeirra fá eitt til 10 kíló – sem samsvarar því að veiddir séu þrír til 30 fiskar yfir sumarið. Eins og Fréttablaðið greindi frá þýðir kvótasetning makríls í öllum útgerðarflokkum að margir smábátasjómenn fá ekki heimildir sem standa undir veiðum. Af 192 bátum sem veitt hafa makríl frá 2009 fá 24 bátar um 55% af kvótanum. Landssamband smábátaeigenda (LS) gagnrýnir Sigurð Inga Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hart og segir vinnubrögð hans forkastanleg og hefur óskað eftir fundi með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra vegna málsins. Í bréfi smábátaeigenda þar sem fundar er óskað segir: „Fullyrða má að þeir aðilar sem aflað hafa meira en 500 kíló – 149 bátar – séu búnir að koma sér upp sérstökum búnaði til veiðanna sem er sérsniðinn að hverjum bát, þróaður og smíðaður hér á landi. Hluti bátanna hefur einnig fest kaup á fiskleitartæki. Kostnaður á hvern bát er frá 5 milljónum upp í 12 milljónir.“ LS telur að við inngrip af þessu tagi þurfi alltaf að meta hvað ávinnist við breytingu og hverju sé verið að fórna, svo vitnað sé aftur í bréfið.Örn PálssonÖrn Pálsson, framkvæmdastjóri LS, segir, spurður um hvað aflaheimildir einstakra báta þurfi að vera miklar til að réttlæta alvöru útgerð, að vart verði það gert fyrir minni afla en um 100 tonn. Samkvæmt gögnum Fiskistofu fá um 30 bátar úthlutun sem hleypur á 70 til 330 tonnum byggt á veiðireynslu síðustu sex ára. Aðrir bátar fá minna og margir langt um minna og heimildir sem aldrei standa undir útgerð í tegundinni. Þar af eru margir bátar sem fá nokkur kíló eða fáein tonn – afli sem mun aldrei fást úr sjó þar sem óheimilt er að sameina veiðiheimildir eða selja þær öðrum. Ljóst virðist að allstór hluti þessa rúmlega 7.000 tonna kvóta sem smábátum var ætlað að veiða fellur dauður niður.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira