Cech mætir gömlu félögunum Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. ágúst 2015 06:00 Arsenal er loks komið með heimsklassamarkvörð, en Petr Cech kostaði liðið ekki nema tíu milljónir punda. vísir/getty Eins mikið og Íslendingar kvarta yfir veðrinu og köldu sumri leyfa áhugamenn um enska boltann sér að hlakka til vetrarins þegar það hentar. Það á þá oftast við þegar enski boltinn er að hefjast og verður generalprufan á morgun, sunnudag, þegar Chelsea og Arsenal mætast í leiknum um Samfélagsskjöldinn. Bæði lið hafa styrkt sig vel fyrir komandi átök í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea er ansi líklegt til að verja Englandsmeistaratitilinn en Arsenal hefur ekki verið líklegra til að standa uppi með þann stóra í háa herrans tíð. Stærstu kaup tímabilsins hjá Arsenal voru ekkert svo stór í milljónum punda talið þegar liðið fékk Petr Cech frá Chelsea fyrir tíu milljónir punda. Auðvitað er það rosalega mikill peningur en bara klink í heimi enska boltans eins og hann er í dag. Þessi kaup gætu þó verið þau stærstu hjá Arsenal og þau mikilvægustu í mörg ár. Liðið hefur verið án alvöru markvarðar síðan Jen Lehmann kvaddi og sést það alveg á árangri liðsins. Arsenal-menn hafa reynt að halda tryggð við Pólverjann Wojciech Szczesny og aðra meðaljóna sem varið hafa mark Lundúnaliðsins undanfarin ár en niðurstaðan var átta titlalaus ár áður en tveir bikarmeistaratitlar unnust í röð. Nú er kominn alvöru markvörður. Sigurvegari. Maður sem hefur unnið ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum (þrisvar sem aðalmarkvörður), bikarinn fjórum sinnum og Meistaradeildina. Það sem meira er, hann var algjör lykilmaður á bak við alla þessa titla og fór langt með að vinna Meistaradeildina fyrir Chelsea árið 2012. José Mourinho veðjaði á Thibaut Courtois og er það gott og blessað enda Belginn magnaður og mun yngri en Cech. En Tékkinn er langt frá því að vera búinn og getur staðið vaktina í marki Arsenal næstu árin. Cech er markvörður sem vinnur stig og leiki. Leiki sem skila titlum. Það er það sem Arsenal hefur vantað í langan tíma og fá aðdáendur Arsenal og enska boltans kannski að sjá strax í fyrsta leik hvers virði hann er. Enski boltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fleiri fréttir Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Sjá meira
Eins mikið og Íslendingar kvarta yfir veðrinu og köldu sumri leyfa áhugamenn um enska boltann sér að hlakka til vetrarins þegar það hentar. Það á þá oftast við þegar enski boltinn er að hefjast og verður generalprufan á morgun, sunnudag, þegar Chelsea og Arsenal mætast í leiknum um Samfélagsskjöldinn. Bæði lið hafa styrkt sig vel fyrir komandi átök í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea er ansi líklegt til að verja Englandsmeistaratitilinn en Arsenal hefur ekki verið líklegra til að standa uppi með þann stóra í háa herrans tíð. Stærstu kaup tímabilsins hjá Arsenal voru ekkert svo stór í milljónum punda talið þegar liðið fékk Petr Cech frá Chelsea fyrir tíu milljónir punda. Auðvitað er það rosalega mikill peningur en bara klink í heimi enska boltans eins og hann er í dag. Þessi kaup gætu þó verið þau stærstu hjá Arsenal og þau mikilvægustu í mörg ár. Liðið hefur verið án alvöru markvarðar síðan Jen Lehmann kvaddi og sést það alveg á árangri liðsins. Arsenal-menn hafa reynt að halda tryggð við Pólverjann Wojciech Szczesny og aðra meðaljóna sem varið hafa mark Lundúnaliðsins undanfarin ár en niðurstaðan var átta titlalaus ár áður en tveir bikarmeistaratitlar unnust í röð. Nú er kominn alvöru markvörður. Sigurvegari. Maður sem hefur unnið ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum (þrisvar sem aðalmarkvörður), bikarinn fjórum sinnum og Meistaradeildina. Það sem meira er, hann var algjör lykilmaður á bak við alla þessa titla og fór langt með að vinna Meistaradeildina fyrir Chelsea árið 2012. José Mourinho veðjaði á Thibaut Courtois og er það gott og blessað enda Belginn magnaður og mun yngri en Cech. En Tékkinn er langt frá því að vera búinn og getur staðið vaktina í marki Arsenal næstu árin. Cech er markvörður sem vinnur stig og leiki. Leiki sem skila titlum. Það er það sem Arsenal hefur vantað í langan tíma og fá aðdáendur Arsenal og enska boltans kannski að sjá strax í fyrsta leik hvers virði hann er.
Enski boltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fleiri fréttir Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Sjá meira