Cech mætir gömlu félögunum Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. ágúst 2015 06:00 Arsenal er loks komið með heimsklassamarkvörð, en Petr Cech kostaði liðið ekki nema tíu milljónir punda. vísir/getty Eins mikið og Íslendingar kvarta yfir veðrinu og köldu sumri leyfa áhugamenn um enska boltann sér að hlakka til vetrarins þegar það hentar. Það á þá oftast við þegar enski boltinn er að hefjast og verður generalprufan á morgun, sunnudag, þegar Chelsea og Arsenal mætast í leiknum um Samfélagsskjöldinn. Bæði lið hafa styrkt sig vel fyrir komandi átök í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea er ansi líklegt til að verja Englandsmeistaratitilinn en Arsenal hefur ekki verið líklegra til að standa uppi með þann stóra í háa herrans tíð. Stærstu kaup tímabilsins hjá Arsenal voru ekkert svo stór í milljónum punda talið þegar liðið fékk Petr Cech frá Chelsea fyrir tíu milljónir punda. Auðvitað er það rosalega mikill peningur en bara klink í heimi enska boltans eins og hann er í dag. Þessi kaup gætu þó verið þau stærstu hjá Arsenal og þau mikilvægustu í mörg ár. Liðið hefur verið án alvöru markvarðar síðan Jen Lehmann kvaddi og sést það alveg á árangri liðsins. Arsenal-menn hafa reynt að halda tryggð við Pólverjann Wojciech Szczesny og aðra meðaljóna sem varið hafa mark Lundúnaliðsins undanfarin ár en niðurstaðan var átta titlalaus ár áður en tveir bikarmeistaratitlar unnust í röð. Nú er kominn alvöru markvörður. Sigurvegari. Maður sem hefur unnið ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum (þrisvar sem aðalmarkvörður), bikarinn fjórum sinnum og Meistaradeildina. Það sem meira er, hann var algjör lykilmaður á bak við alla þessa titla og fór langt með að vinna Meistaradeildina fyrir Chelsea árið 2012. José Mourinho veðjaði á Thibaut Courtois og er það gott og blessað enda Belginn magnaður og mun yngri en Cech. En Tékkinn er langt frá því að vera búinn og getur staðið vaktina í marki Arsenal næstu árin. Cech er markvörður sem vinnur stig og leiki. Leiki sem skila titlum. Það er það sem Arsenal hefur vantað í langan tíma og fá aðdáendur Arsenal og enska boltans kannski að sjá strax í fyrsta leik hvers virði hann er. Enski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Sjá meira
Eins mikið og Íslendingar kvarta yfir veðrinu og köldu sumri leyfa áhugamenn um enska boltann sér að hlakka til vetrarins þegar það hentar. Það á þá oftast við þegar enski boltinn er að hefjast og verður generalprufan á morgun, sunnudag, þegar Chelsea og Arsenal mætast í leiknum um Samfélagsskjöldinn. Bæði lið hafa styrkt sig vel fyrir komandi átök í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea er ansi líklegt til að verja Englandsmeistaratitilinn en Arsenal hefur ekki verið líklegra til að standa uppi með þann stóra í háa herrans tíð. Stærstu kaup tímabilsins hjá Arsenal voru ekkert svo stór í milljónum punda talið þegar liðið fékk Petr Cech frá Chelsea fyrir tíu milljónir punda. Auðvitað er það rosalega mikill peningur en bara klink í heimi enska boltans eins og hann er í dag. Þessi kaup gætu þó verið þau stærstu hjá Arsenal og þau mikilvægustu í mörg ár. Liðið hefur verið án alvöru markvarðar síðan Jen Lehmann kvaddi og sést það alveg á árangri liðsins. Arsenal-menn hafa reynt að halda tryggð við Pólverjann Wojciech Szczesny og aðra meðaljóna sem varið hafa mark Lundúnaliðsins undanfarin ár en niðurstaðan var átta titlalaus ár áður en tveir bikarmeistaratitlar unnust í röð. Nú er kominn alvöru markvörður. Sigurvegari. Maður sem hefur unnið ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum (þrisvar sem aðalmarkvörður), bikarinn fjórum sinnum og Meistaradeildina. Það sem meira er, hann var algjör lykilmaður á bak við alla þessa titla og fór langt með að vinna Meistaradeildina fyrir Chelsea árið 2012. José Mourinho veðjaði á Thibaut Courtois og er það gott og blessað enda Belginn magnaður og mun yngri en Cech. En Tékkinn er langt frá því að vera búinn og getur staðið vaktina í marki Arsenal næstu árin. Cech er markvörður sem vinnur stig og leiki. Leiki sem skila titlum. Það er það sem Arsenal hefur vantað í langan tíma og fá aðdáendur Arsenal og enska boltans kannski að sjá strax í fyrsta leik hvers virði hann er.
Enski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Sjá meira