Ætla að geyma hamborgarann um ókomna tíð Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 25. janúar 2015 20:00 Síðasti McDonalds- hamborgarinn, sem seldur var hér á landi þegar veitingastaðurinn lagði upp laupana fyrir sex árum, er enn í ágætis ástandi, og eftir að hafa verið í geymslu í Þjóminjasafninu er hann nú til sýnis á gistiheimili í Reykjavík. Mbl greindi fyrst frá málinu. Bandaríska skyndibitakeðja McDonalds opnaði á Íslandi í september 1993. Húsið við Suðurlandsbraut 56 var byggt sérstaklega fyrir starfsemina sem vakti nokkuð mikla lukku hjá landanum, en Davíð Odsson, þáverandi forsætisráðherra opnaði staðinn með því að gæða sér á fyrsta Big Mac hamborgaranum sem gerður var hér á landi. Þegar mest var voru fjórir McDonalds hamborgarastaðir í Reykjavík. Í október 2009 tilkynnti rekstraraðili McDonalds á Íslandi að vegna falls krónunnar hefði verið ákveðið að hamborgarakeðjan myndi hætta rekstri á Íslandi. En saga McDonalds á Íslandi endar þó ekki þar, því maður að nafni Hjörtur Smárason keypti síðasta McDonalds-hamborgara Íslands þann þann 31. október 2009. Hann geymdi borgarann sjálfur til ársins 2012, en þá fór hann í vörslu Þjóðminjasafnsins. Að sögn sérfræðings hjá safninu var ári síðar tekin fagleg ákvörðun um að safnið gæti ekki geymt hamborgarann áfram, Meðal annars vegna bakteríuhættu og hversu erfitt er að varðveita matvæli til lengri tíma. Eftir að Þjóðminjasafnið hafnaði gripnum lánaði Hjörtur Bus Hostel í Skógarhlíð borgarann þar sem hann er nú til sýnis fyrir gesti og gangandi. Sex árum síðar er hann næstum eins og nýr og ekki enn farinn að skemmast, eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði. Framtíð borgarans er björt en til stendur að koma upp vefmyndavél þar sem fólk getur fylgst með honum eldast um ókomna tíð. Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Sjá meira
Síðasti McDonalds- hamborgarinn, sem seldur var hér á landi þegar veitingastaðurinn lagði upp laupana fyrir sex árum, er enn í ágætis ástandi, og eftir að hafa verið í geymslu í Þjóminjasafninu er hann nú til sýnis á gistiheimili í Reykjavík. Mbl greindi fyrst frá málinu. Bandaríska skyndibitakeðja McDonalds opnaði á Íslandi í september 1993. Húsið við Suðurlandsbraut 56 var byggt sérstaklega fyrir starfsemina sem vakti nokkuð mikla lukku hjá landanum, en Davíð Odsson, þáverandi forsætisráðherra opnaði staðinn með því að gæða sér á fyrsta Big Mac hamborgaranum sem gerður var hér á landi. Þegar mest var voru fjórir McDonalds hamborgarastaðir í Reykjavík. Í október 2009 tilkynnti rekstraraðili McDonalds á Íslandi að vegna falls krónunnar hefði verið ákveðið að hamborgarakeðjan myndi hætta rekstri á Íslandi. En saga McDonalds á Íslandi endar þó ekki þar, því maður að nafni Hjörtur Smárason keypti síðasta McDonalds-hamborgara Íslands þann þann 31. október 2009. Hann geymdi borgarann sjálfur til ársins 2012, en þá fór hann í vörslu Þjóðminjasafnsins. Að sögn sérfræðings hjá safninu var ári síðar tekin fagleg ákvörðun um að safnið gæti ekki geymt hamborgarann áfram, Meðal annars vegna bakteríuhættu og hversu erfitt er að varðveita matvæli til lengri tíma. Eftir að Þjóðminjasafnið hafnaði gripnum lánaði Hjörtur Bus Hostel í Skógarhlíð borgarann þar sem hann er nú til sýnis fyrir gesti og gangandi. Sex árum síðar er hann næstum eins og nýr og ekki enn farinn að skemmast, eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði. Framtíð borgarans er björt en til stendur að koma upp vefmyndavél þar sem fólk getur fylgst með honum eldast um ókomna tíð.
Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Sjá meira