Karlar í aðalhlutverki og konur í aukahlutverki í fréttum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. nóvember 2015 12:03 Þorgerður Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði, kom að þeim hluta rannsóknarinnar sem sneri að Íslandi. Konur eru um fjórðungur þeirra sem fjallað er um eða talað við í fréttum heimspressunnar, en karlar þrisvar sinnum fleiri. Hér á landi er hlutfall kvenna í fréttum nokkuð lægra en annars staðar á Norðurlöndunum eða 20 prósent á móti 23-31 prósent. Þetta eru niðurstöður nýrrar alþjóðlegrar rannsóknar, Global Media Monitoring Project (GMMP) sem kynnt var í dag. í fréttatilkynningu frá Valgerði Jóhannsdóttur og Þorgerði Einarsdóttur, sem stóðu að Íslandshluta rannsóknarinnar, kemur fram að helstu fréttamiðlar í 114 löndum hafi verið vaktaðir þann 25. mars síðastliðinn. M.a. var kannað hversu oft var talað við eða fjallað um konur, í hvers konar fréttum og í hvers konar hlutverkum, sem og hlutur fréttakvenna og fréttakarla. Skýrsluna í heild sinni má nálgast hér. GMMP er umfangsmesta og langlífasta rannsókn á hlut karla og kvenna í fréttum og hefur verið gerð á 5 ára fresti síðan 1995. Ísland tók nú fullan þátt í annað skipti. Greindar voru fréttir í RÚV útvarpi og sjónvarpi, Stöð 2, Bylgjunni, Morgunblaðinu, Fréttablaðinu og í netmiðlunum dv.is, eyjan/pressan.is, kjarninn.is, mbl.is, rúv.is og Vísir.is. Helstu niðurstöður má sjá hér að neðan en þær verða til umfjöllunar á Jafnréttisþingi 2015 sem fram fer á Hilton Reykjavík Nordica á miðvikudag. Konur voru 20% þeirra sem talað er við eða fjallað um fréttum hér á landi, en karlar 80%. Hlutur kvenna í fréttum er talsvert lægri en það var í rannsókn GMMP sem gerð var 2010. Hlutfallið er líka nokkuð lægra en á hinum Norðurlöndunum. Konur voru 23% þeirra sem rætt var við eða fjallað um í Danmörku, 24% í Noregi, 27% í Finnlandi og 31% í Svíþjóð. Tæpur þriðjungur (31%) fréttanna í íslensku fréttamiðlum var fluttur eða skrifaður af konum og 69% af körlum. Fréttakonur flytja samkvæmt því hlutfallslega færri fréttir hér á landi en að jafnaði í þeim 114 löndum sem könnunin náði til en í heild eru samsvarandi hlutföll 37% konur og 63% karlar.Í Finnlandi voru 44% fréttanna skrifaðar eða fluttar af fréttakonum, í Danmörku 32% og í Noregi og Svíþjóð 35%.Fréttakonur á íslenskum fjölmiðlum voru mun líklegri en fréttakarlar til að tala við eða fjalla um konur.Í þriðjungi frétta (33%) eftir konur var talað við eða fjallað um konur en í 8% frétta eftir karla. GMMP rannsóknir hafa bent til þess að konur væru fremur umfjöllunarefni eða viðmælendur í fréttum um t.d. dægurmál, heilbrigðis- eða félagsmál, en síður í því sem gjarnan eru kallaðar „harðar fréttir“, eins og pólitík, efnahagsmál, og glæpir og afbrot. Ekki fundust skýrar vísbendingar um það í íslensku fréttunum. Konur voru t.d. viðmælendur í ríflega 30% frétta um efnahagsmál og í rúmlega 20% frétta um pólitík eða í meira mæli en ætla mætti út frá heildarfjölda þeirra í fréttum almennt. Ekki var heldur að sjá að fréttakonur hér á landi fjölluðu síður um „hörð“ mál en fréttakarlar. Þannig segja/skrifa fréttakonur 42% fréttanna um pólitík þótt þær séu mun færri en karlarnir.Niðurstöðurnar verða kynntar nánar á Jafnréttisþingi 2015, sem haldið verður miðvikudaginn 25. nóvember 2015 á Hilton Reykjavík NordicaKlukkan 17:30 að íslenskum tíma verður fréttamannafundur í höfuðstöðvum Sameinuðu Þjóðanna í New York á vegum UN Women þar sem niðurstöður GMMP fjölmiðlavöktunarinnar verða kynntar og ræddar. Uppfært klukkan 13:40Í tilkynningunni var Vísir ekki nefndur sem miðill sem rannsóknin náði til. Það hefur nú verið leiðrétt. Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjá meira
Konur eru um fjórðungur þeirra sem fjallað er um eða talað við í fréttum heimspressunnar, en karlar þrisvar sinnum fleiri. Hér á landi er hlutfall kvenna í fréttum nokkuð lægra en annars staðar á Norðurlöndunum eða 20 prósent á móti 23-31 prósent. Þetta eru niðurstöður nýrrar alþjóðlegrar rannsóknar, Global Media Monitoring Project (GMMP) sem kynnt var í dag. í fréttatilkynningu frá Valgerði Jóhannsdóttur og Þorgerði Einarsdóttur, sem stóðu að Íslandshluta rannsóknarinnar, kemur fram að helstu fréttamiðlar í 114 löndum hafi verið vaktaðir þann 25. mars síðastliðinn. M.a. var kannað hversu oft var talað við eða fjallað um konur, í hvers konar fréttum og í hvers konar hlutverkum, sem og hlutur fréttakvenna og fréttakarla. Skýrsluna í heild sinni má nálgast hér. GMMP er umfangsmesta og langlífasta rannsókn á hlut karla og kvenna í fréttum og hefur verið gerð á 5 ára fresti síðan 1995. Ísland tók nú fullan þátt í annað skipti. Greindar voru fréttir í RÚV útvarpi og sjónvarpi, Stöð 2, Bylgjunni, Morgunblaðinu, Fréttablaðinu og í netmiðlunum dv.is, eyjan/pressan.is, kjarninn.is, mbl.is, rúv.is og Vísir.is. Helstu niðurstöður má sjá hér að neðan en þær verða til umfjöllunar á Jafnréttisþingi 2015 sem fram fer á Hilton Reykjavík Nordica á miðvikudag. Konur voru 20% þeirra sem talað er við eða fjallað um fréttum hér á landi, en karlar 80%. Hlutur kvenna í fréttum er talsvert lægri en það var í rannsókn GMMP sem gerð var 2010. Hlutfallið er líka nokkuð lægra en á hinum Norðurlöndunum. Konur voru 23% þeirra sem rætt var við eða fjallað um í Danmörku, 24% í Noregi, 27% í Finnlandi og 31% í Svíþjóð. Tæpur þriðjungur (31%) fréttanna í íslensku fréttamiðlum var fluttur eða skrifaður af konum og 69% af körlum. Fréttakonur flytja samkvæmt því hlutfallslega færri fréttir hér á landi en að jafnaði í þeim 114 löndum sem könnunin náði til en í heild eru samsvarandi hlutföll 37% konur og 63% karlar.Í Finnlandi voru 44% fréttanna skrifaðar eða fluttar af fréttakonum, í Danmörku 32% og í Noregi og Svíþjóð 35%.Fréttakonur á íslenskum fjölmiðlum voru mun líklegri en fréttakarlar til að tala við eða fjalla um konur.Í þriðjungi frétta (33%) eftir konur var talað við eða fjallað um konur en í 8% frétta eftir karla. GMMP rannsóknir hafa bent til þess að konur væru fremur umfjöllunarefni eða viðmælendur í fréttum um t.d. dægurmál, heilbrigðis- eða félagsmál, en síður í því sem gjarnan eru kallaðar „harðar fréttir“, eins og pólitík, efnahagsmál, og glæpir og afbrot. Ekki fundust skýrar vísbendingar um það í íslensku fréttunum. Konur voru t.d. viðmælendur í ríflega 30% frétta um efnahagsmál og í rúmlega 20% frétta um pólitík eða í meira mæli en ætla mætti út frá heildarfjölda þeirra í fréttum almennt. Ekki var heldur að sjá að fréttakonur hér á landi fjölluðu síður um „hörð“ mál en fréttakarlar. Þannig segja/skrifa fréttakonur 42% fréttanna um pólitík þótt þær séu mun færri en karlarnir.Niðurstöðurnar verða kynntar nánar á Jafnréttisþingi 2015, sem haldið verður miðvikudaginn 25. nóvember 2015 á Hilton Reykjavík NordicaKlukkan 17:30 að íslenskum tíma verður fréttamannafundur í höfuðstöðvum Sameinuðu Þjóðanna í New York á vegum UN Women þar sem niðurstöður GMMP fjölmiðlavöktunarinnar verða kynntar og ræddar. Uppfært klukkan 13:40Í tilkynningunni var Vísir ekki nefndur sem miðill sem rannsóknin náði til. Það hefur nú verið leiðrétt.
Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjá meira