Gætu skrifað undir á næstu dögum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 28. maí 2015 06:30 „Ég á ekki von á að við séum að fara að ganga frá samningum nema að ríkið bjóði betur, segir Páll Halldórsson. fréttablaðið/stefán Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, gerir ráð fyrir að undirritun kjarasamninga geti farið fram á næstu dögum. „Við erum að klára nokkrar bókanir um starfsmenntamál, vinnutíma og aðkomu stjórnvalda að bókunum,“ segir Ólafía sem er bjartsýn á gang mála og ánægð með þá vinnu sem hefur átt sér stað ásamt Flóabandalaginu og LÍV. Stjórn og trúnaðarráð VR funduðu um stöðu mála á þriðjudagskvöld og samningsdrög voru kynnt fyrir fundarmönnum. „Við höfum náð meginmarkmiði okkar um hækkun lágmarkslauna og að verja millitekjuhópinn.“ Samningarnir munu gilda til ársloka 2018 og gert er ráð fyrir að lágmarkslaun hækki í 300 þúsund krónur í maí 2018. Launataxtar hækka strax um 25 þúsund krónur við undirritun samninga. launaþróunartrygging upp á 7,2 prósenta hækkun verður fyrir fólk með tekjur undir 300 þúsund krónum en prósentan stiglækkar með hærri tekjum og verður að lágmarki 3 prósent. Laun munu koma til með að hækka jafnt og þétt til ársins 2018 með launaþróunartryggingu upp á 5,5 prósent árið 2016, taxtahækkun upp á 4,5 prósent og almenna hækkun upp á 3 prósent árið 2017 og loks 3 prósenta taxtahækkun og 2 prósenta almennri hækkun árið 2018. Þetta þýðir að lægstu launataxtar VR hækka um 31,1 prósent á samningstímanum og lágmarkslaun verða 245 þúsund strax við undirritun samninga. Þá munu byrjunarlaun verslunarfólks hækka um 3.400 krónur í ár og 1.700 krónur árið 2017. Unnið er nú að opnunarákvæðum samningsins ef forsendur hans standast ekki meðal annars með tilliti til kaupmáttarþróunar. Samninganefnd Starfsgreinasambandsins komst að samkomulagi við Samtök atvinnulífsins um frestun verkfalla um sex daga. Samningaviðræður eru hafnar á milli samtakanna af miklum þunga og ákvað samninganefndin að freista þess að ná árangri í samningaviðræðum án verkfallsaðgerða.Ánægð með árangurinn Enn á eftir að fullklára samningsdrög en formaður VR segist ánægð með árangurinn. Fréttablaðið/StefánFormaður og varaformaður Bandalags háskólamanna funduðu með fjármálaráðherra á þriðjudag sem staðfesti umboð samninganefndar ríkisins. Samninganefnd BHM hafði áður talið samninganefnd ríkisins umboðslausa eftir ummæli forsætisráðherra um að ríkið væri ekki í samningsstöðu fyrr en samið væri á almennum markaði. Fundir BHM og samninganefndar ríkisins hófust aftur í gær. „Ég á ekki von á að við séum að fara að ganga frá samningum nema að ríkið bjóði betur. Það vantar enn nokkuð upp á,“ segir Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM. Hann er ekki viss um að árangur samninga á milli VR, Flóabandalagsins og LÍV við SA muni hafa áhrif á stöðuna. „Sá samningur er ekki eitthvað sem við notum,“ segir Páll. Verkfall 2016 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, gerir ráð fyrir að undirritun kjarasamninga geti farið fram á næstu dögum. „Við erum að klára nokkrar bókanir um starfsmenntamál, vinnutíma og aðkomu stjórnvalda að bókunum,“ segir Ólafía sem er bjartsýn á gang mála og ánægð með þá vinnu sem hefur átt sér stað ásamt Flóabandalaginu og LÍV. Stjórn og trúnaðarráð VR funduðu um stöðu mála á þriðjudagskvöld og samningsdrög voru kynnt fyrir fundarmönnum. „Við höfum náð meginmarkmiði okkar um hækkun lágmarkslauna og að verja millitekjuhópinn.“ Samningarnir munu gilda til ársloka 2018 og gert er ráð fyrir að lágmarkslaun hækki í 300 þúsund krónur í maí 2018. Launataxtar hækka strax um 25 þúsund krónur við undirritun samninga. launaþróunartrygging upp á 7,2 prósenta hækkun verður fyrir fólk með tekjur undir 300 þúsund krónum en prósentan stiglækkar með hærri tekjum og verður að lágmarki 3 prósent. Laun munu koma til með að hækka jafnt og þétt til ársins 2018 með launaþróunartryggingu upp á 5,5 prósent árið 2016, taxtahækkun upp á 4,5 prósent og almenna hækkun upp á 3 prósent árið 2017 og loks 3 prósenta taxtahækkun og 2 prósenta almennri hækkun árið 2018. Þetta þýðir að lægstu launataxtar VR hækka um 31,1 prósent á samningstímanum og lágmarkslaun verða 245 þúsund strax við undirritun samninga. Þá munu byrjunarlaun verslunarfólks hækka um 3.400 krónur í ár og 1.700 krónur árið 2017. Unnið er nú að opnunarákvæðum samningsins ef forsendur hans standast ekki meðal annars með tilliti til kaupmáttarþróunar. Samninganefnd Starfsgreinasambandsins komst að samkomulagi við Samtök atvinnulífsins um frestun verkfalla um sex daga. Samningaviðræður eru hafnar á milli samtakanna af miklum þunga og ákvað samninganefndin að freista þess að ná árangri í samningaviðræðum án verkfallsaðgerða.Ánægð með árangurinn Enn á eftir að fullklára samningsdrög en formaður VR segist ánægð með árangurinn. Fréttablaðið/StefánFormaður og varaformaður Bandalags háskólamanna funduðu með fjármálaráðherra á þriðjudag sem staðfesti umboð samninganefndar ríkisins. Samninganefnd BHM hafði áður talið samninganefnd ríkisins umboðslausa eftir ummæli forsætisráðherra um að ríkið væri ekki í samningsstöðu fyrr en samið væri á almennum markaði. Fundir BHM og samninganefndar ríkisins hófust aftur í gær. „Ég á ekki von á að við séum að fara að ganga frá samningum nema að ríkið bjóði betur. Það vantar enn nokkuð upp á,“ segir Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM. Hann er ekki viss um að árangur samninga á milli VR, Flóabandalagsins og LÍV við SA muni hafa áhrif á stöðuna. „Sá samningur er ekki eitthvað sem við notum,“ segir Páll.
Verkfall 2016 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira