Tæplega 80 prósent vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB Linda Blöndal skrifar 21. mars 2015 19:04 Stór hluti þjóðarinnar vill að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald ESB viðræðna en álíka stór hópur vill þó ekki ganga í Evrópusambandið. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar Fréttablaðsins. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir umræðuna í Evrópumálum séríslenska og mótsagnakennda. Prófessor í stjórnmálafræði bendir aftur á móti á að önnur ríki hafi nálgast umræðuna eins og hér.Afstaðan ótengd stuðningi við ESBÍ könnuninni, sem gerð var 18. og 19.mars, sögðust 79 prósent af þeim sem tóku afstöðu hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við ESB en aðeins rúm tuttugu prósent voru á móti. Þegar spurt er hvort fólk sé hlynnt aðild að Evrópusambandinu snúast tölurnar við. Tæp 30 prósent er hlynnt aðild en rúmlega 70 prósent ekki. Afstaðan til þjóðaratkvæðagreiðslu virðist því að mestu ótengd afstöðu til inngöngu.Mótsögn í umræðunniBirgir Ármannson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkisnefndar Alþingis, sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að líta ætti til umræðunnar utan landsteinanna. Í öðrum Evrópulöndum hafi umræðan snúist um hvort það eigi að ganga inn eða standa fyrir utan Evrópusambandið. „Ísland er, hugsa ég, eina landið í Evrópu þar sem það hefur orðið með einhverjum hætti að sjálfstæðu pólitísku markmiði að vera í viðræðum,“ sagði Birgir. „Í þessu felst auðvitað ákveðin mótsögn. Sérstaklega þegar við horfum á það, að það að fara í viðræður við Evrópusambandið hlýtur að fela í sér ákveðinn vilja til að ganga þangað inn. Þannig er því tekið af hálfu Evrópusambandsins.“Afstaða til þjóðaratkvæðagreiðslu eftir stuðningi við flokka.Vísir/Stöð 2Mesti munur hjá stjórnarflokkunumAf kjósendum Sjálfstæðisflokksins vill rúmlega helmingur þjóðaratkvæðagreiðslu þótt níutíu prósent sé á móti aðild og innan Sjálfstæðisflokksins er því mesta mótsögnin. Þá vill þrjátíu og fimm prósent Framsóknarmanna þjóðaratkvæðagreiðslu þótt 96 prósent sé á móti aðild. Langflestir stuðningsmanna Samfylkingarinnar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar vilja þjóðaratkvæðagreiðslu. Vantraust á fulltrúalýðræðinuBaldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur sagði á móti að krafan væri almennt í samfélaginu um aukið beint lýðræði, að fólk fái að segja sína skoðun milliliðalaust. „Þetta tengist líklega aukinni vantrú á fulltrúalýðræðinu og við sjáum hvað Alþingi nýtur lítils trausts í dag“, sagði Baldur í frétt Stöðvar 2. Baldur segir enga mótsögn felast í því að vilja mögulega aðildarviðræður án þess að vilja ganga í sambandið. „Við sjáum það í löndum sem sótt hafa um aðild að aðild er þar mjög umdeild. Það er alltaf þónokkur hópur í samfélaginu sem er andsnúinn aðild og hefur sýnt það í þessum þjóðaratkvæðagreiðslum sem haldnar eru. Við sjáum það til dæmis í Noregi. Þar hefur aðildarsamningur tvisvar sinnum verið felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Á Möltu var aðildarumsóknin sett á ís í tvö ár en síðan var aðildarsamningur borinn undir þjóðina að lokum og í Sviss er aðildarumsóknin ennþá á ís“, sagði Baldur. Svarhlutfall í könnuninni var rúmlega 74 prósent. Níu prósent voru óákveðin eða svöruðu ekki. Alþingi Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sjá meira
Stór hluti þjóðarinnar vill að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald ESB viðræðna en álíka stór hópur vill þó ekki ganga í Evrópusambandið. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar Fréttablaðsins. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir umræðuna í Evrópumálum séríslenska og mótsagnakennda. Prófessor í stjórnmálafræði bendir aftur á móti á að önnur ríki hafi nálgast umræðuna eins og hér.Afstaðan ótengd stuðningi við ESBÍ könnuninni, sem gerð var 18. og 19.mars, sögðust 79 prósent af þeim sem tóku afstöðu hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við ESB en aðeins rúm tuttugu prósent voru á móti. Þegar spurt er hvort fólk sé hlynnt aðild að Evrópusambandinu snúast tölurnar við. Tæp 30 prósent er hlynnt aðild en rúmlega 70 prósent ekki. Afstaðan til þjóðaratkvæðagreiðslu virðist því að mestu ótengd afstöðu til inngöngu.Mótsögn í umræðunniBirgir Ármannson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkisnefndar Alþingis, sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að líta ætti til umræðunnar utan landsteinanna. Í öðrum Evrópulöndum hafi umræðan snúist um hvort það eigi að ganga inn eða standa fyrir utan Evrópusambandið. „Ísland er, hugsa ég, eina landið í Evrópu þar sem það hefur orðið með einhverjum hætti að sjálfstæðu pólitísku markmiði að vera í viðræðum,“ sagði Birgir. „Í þessu felst auðvitað ákveðin mótsögn. Sérstaklega þegar við horfum á það, að það að fara í viðræður við Evrópusambandið hlýtur að fela í sér ákveðinn vilja til að ganga þangað inn. Þannig er því tekið af hálfu Evrópusambandsins.“Afstaða til þjóðaratkvæðagreiðslu eftir stuðningi við flokka.Vísir/Stöð 2Mesti munur hjá stjórnarflokkunumAf kjósendum Sjálfstæðisflokksins vill rúmlega helmingur þjóðaratkvæðagreiðslu þótt níutíu prósent sé á móti aðild og innan Sjálfstæðisflokksins er því mesta mótsögnin. Þá vill þrjátíu og fimm prósent Framsóknarmanna þjóðaratkvæðagreiðslu þótt 96 prósent sé á móti aðild. Langflestir stuðningsmanna Samfylkingarinnar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar vilja þjóðaratkvæðagreiðslu. Vantraust á fulltrúalýðræðinuBaldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur sagði á móti að krafan væri almennt í samfélaginu um aukið beint lýðræði, að fólk fái að segja sína skoðun milliliðalaust. „Þetta tengist líklega aukinni vantrú á fulltrúalýðræðinu og við sjáum hvað Alþingi nýtur lítils trausts í dag“, sagði Baldur í frétt Stöðvar 2. Baldur segir enga mótsögn felast í því að vilja mögulega aðildarviðræður án þess að vilja ganga í sambandið. „Við sjáum það í löndum sem sótt hafa um aðild að aðild er þar mjög umdeild. Það er alltaf þónokkur hópur í samfélaginu sem er andsnúinn aðild og hefur sýnt það í þessum þjóðaratkvæðagreiðslum sem haldnar eru. Við sjáum það til dæmis í Noregi. Þar hefur aðildarsamningur tvisvar sinnum verið felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Á Möltu var aðildarumsóknin sett á ís í tvö ár en síðan var aðildarsamningur borinn undir þjóðina að lokum og í Sviss er aðildarumsóknin ennþá á ís“, sagði Baldur. Svarhlutfall í könnuninni var rúmlega 74 prósent. Níu prósent voru óákveðin eða svöruðu ekki.
Alþingi Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sjá meira