Agla Bríet var hitt atriði kvöldsins til að komast áfram í Ísland got Talent. BMX Bros fékk flest atkvæði en örlög Öglu og Tindatríósins voru í höndum dómara.
Selma Björnsdóttir og Jón Jónsson völdu Öglu en Bubbi Morthens gaf feðgunum frá Tindum sitt atkvæði. Úrslitaatkvæðið var því í höndum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Eftir langa umhugsun valdi hún Öglu og Agla komin áfram.
Hún verður eitt atriðanna sex sem mun taka þátt í úrslitaþætti Ísland got Talent sem verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 þann 12. apríl næstkomandi.
Ísland got Talent: Örlög Öglu Bríetar í höndum Þorgerðar Katrínar
Tengdar fréttir

BMX Bros voru öruggir áfram í Ísland got Talent
Báru sigur úr bítum í símakosningu kvöldsins.

Fyrst í úrslit Ísland Got Talent: „Alda Dís er náttúrulega stórkostleg söngkona“
Úrslit Ísland Got Talent fara fram 12. apríl á Stöð 2.