Sigmundur Davíð sáttur við femínistanafnbótina Una Sighvatsdóttir skrifar 3. október 2015 20:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir mikilvægt að karlar beiti sér af auknum krafti í jafnréttismálum. Financial Times hefur útnefnt hann einn af fremstu karlfemínistum heims, eins og Vísir greindi frá í gær. Forsætisráðherra er í hópi tíu karla sem Financial Times telur til sérstakrar fyrirmyndar sem femínistar. Sigmundur Davíð er ánægður með nafnbótina. „Hún leggst náttúrulega bara mjög vel í mig, ef við leggjum þann skilning í orðið að þetta snúist um jafnrétti," sagði Sigmundur Davíð í samtali við fréttastofu. Sigmundur segir útnefningu Financial Times þó fyrst og fremst jákvæða umsögn um stefnu íslenskra stjórnvalda, frekar en hann persónulega. „Ég geri ráð fyrir því að sú stefna sem að við erum sammála um, stjórnvöld, og höfum beitt okkur fyrir á almannavettvangi og ég hef verið talsmaður fyrir, að hún eigi nú kannski hvað stærstan þátt í þessu.“ Áfram stór hluti af utanríkisstefnu Íslands Jafnréttismál hafa verið lykilþáttur í utanríkisstefnu Íslands undanfarinn áratug og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ítrekaði að svo yrði áfram, í stefnuræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á föstudag. „Ísland mun halda áfram að vera leiðandi þegar kemr að jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna, ásamt mörgum öðrum ríkjum sem hafa skuldbundið sig þeim málstað. Í byrjun þessa árs stóð ég ásamt kollega mínum frá Súrínam fyrir vel heppnaðari barbershop ráðstefnu hér á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Markmiðið var að sameina krafta okkar til að virkja karlmenn í jafnréttisbaráttunni. Ég leit á þetta sem stuðning við HeForShe átak UN Women," sagði Gunnar Bragi í ræðu sinni. Hann bætti við að árangurinn af ráðstefnunni hefði verið slíkur að til stæði að endurtaka leikinn víðar.Vill virkja karla til femínismaForsætisráðherra segir útnefningu Financial Times hvatningu, en miklu skipti að karlleiðtogar séu áberandi í jafnréttisbaráttunni. „Það skiptir gríðarlega miklu máli og það er sú áhersla sem við höfum bætt í þetta af miklum krafti, núna síðustu 1-2 árin, að leggja áherslu á og reyna að fá karla, á Íslandi auðvitað en líka í öðrum löndum, til að beita sér af auknum krafti í jafnréttismálum. Því jafnréttismálin eru fyrir alla, þau snúast um almenn mannréttindi en ekki bara rétt kvenna eða karla," segir forsætisráðherra. Tengdar fréttir Sigmundur Davíð meðal fremstu karlfemínista heims Financial Times segir forsætisráðherra Íslands sanna fyrirmynd á sviði jafnréttismála. 2. október 2015 15:23 Bein útsending: Gunnar Bragi ávarpar allsherjarþing SÞ Utanríkisráðherra flytur ræðu sína eftir fáeinar mínútur. 2. október 2015 14:30 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir „Þvílíkur hvellur og svo datt þetta niður í ekki neitt“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir mikilvægt að karlar beiti sér af auknum krafti í jafnréttismálum. Financial Times hefur útnefnt hann einn af fremstu karlfemínistum heims, eins og Vísir greindi frá í gær. Forsætisráðherra er í hópi tíu karla sem Financial Times telur til sérstakrar fyrirmyndar sem femínistar. Sigmundur Davíð er ánægður með nafnbótina. „Hún leggst náttúrulega bara mjög vel í mig, ef við leggjum þann skilning í orðið að þetta snúist um jafnrétti," sagði Sigmundur Davíð í samtali við fréttastofu. Sigmundur segir útnefningu Financial Times þó fyrst og fremst jákvæða umsögn um stefnu íslenskra stjórnvalda, frekar en hann persónulega. „Ég geri ráð fyrir því að sú stefna sem að við erum sammála um, stjórnvöld, og höfum beitt okkur fyrir á almannavettvangi og ég hef verið talsmaður fyrir, að hún eigi nú kannski hvað stærstan þátt í þessu.“ Áfram stór hluti af utanríkisstefnu Íslands Jafnréttismál hafa verið lykilþáttur í utanríkisstefnu Íslands undanfarinn áratug og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ítrekaði að svo yrði áfram, í stefnuræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á föstudag. „Ísland mun halda áfram að vera leiðandi þegar kemr að jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna, ásamt mörgum öðrum ríkjum sem hafa skuldbundið sig þeim málstað. Í byrjun þessa árs stóð ég ásamt kollega mínum frá Súrínam fyrir vel heppnaðari barbershop ráðstefnu hér á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Markmiðið var að sameina krafta okkar til að virkja karlmenn í jafnréttisbaráttunni. Ég leit á þetta sem stuðning við HeForShe átak UN Women," sagði Gunnar Bragi í ræðu sinni. Hann bætti við að árangurinn af ráðstefnunni hefði verið slíkur að til stæði að endurtaka leikinn víðar.Vill virkja karla til femínismaForsætisráðherra segir útnefningu Financial Times hvatningu, en miklu skipti að karlleiðtogar séu áberandi í jafnréttisbaráttunni. „Það skiptir gríðarlega miklu máli og það er sú áhersla sem við höfum bætt í þetta af miklum krafti, núna síðustu 1-2 árin, að leggja áherslu á og reyna að fá karla, á Íslandi auðvitað en líka í öðrum löndum, til að beita sér af auknum krafti í jafnréttismálum. Því jafnréttismálin eru fyrir alla, þau snúast um almenn mannréttindi en ekki bara rétt kvenna eða karla," segir forsætisráðherra.
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð meðal fremstu karlfemínista heims Financial Times segir forsætisráðherra Íslands sanna fyrirmynd á sviði jafnréttismála. 2. október 2015 15:23 Bein útsending: Gunnar Bragi ávarpar allsherjarþing SÞ Utanríkisráðherra flytur ræðu sína eftir fáeinar mínútur. 2. október 2015 14:30 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir „Þvílíkur hvellur og svo datt þetta niður í ekki neitt“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Sjá meira
Sigmundur Davíð meðal fremstu karlfemínista heims Financial Times segir forsætisráðherra Íslands sanna fyrirmynd á sviði jafnréttismála. 2. október 2015 15:23
Bein útsending: Gunnar Bragi ávarpar allsherjarþing SÞ Utanríkisráðherra flytur ræðu sína eftir fáeinar mínútur. 2. október 2015 14:30