Verkalýðsleiðtogi segir samstöðu innan SA að riðlast Heimir Már Pétursson skrifar 22. apríl 2015 13:26 Formaður Framsýnar segir þann fjölda fyrirtækja sem vilji ganga að kröfum Starfsgreinasambandsins sýna að samstaðan innan SA sé að riðlast. Formaður Framsýnar á Húsavík segir greinilegt að samstaðan innan Samtaka atvinnulífsins sé að riðlast. Fjölmörg fyrirtæki vilji ganga að kröfum Starfsgreinasambandsins. Þá hafi SA ekki gert athugasemdir við samning HB Granda um hækkun bónusgreiðslna sem sé svipuð hækkun og Starfsgreinasambandið fari fram á. Aðalsteinn Baldursson, formaður verkalýðsfélagsins Framsýn á Húsavík, sem er eitt sextán félaga innan Starfsgreinasambandsins sem boðað hafa til verkfalls, segir það eftir að koma í ljós hvort hugsanlegir kjarasamningar við einstök fyrirtæki innan Samtaka atvinnulífsins haldi gildi sínu verði þeir gerðir. Það sé hins vegar stórfurðulegt ef fyrirtæki sem telji sig hafa burði til að semja á grundvelli krafna Starfsgreinasambandsins fái ekki leyfi til þess að hækka mánaðarlaunin um 35 þúsund krónur.Sýnist þér á fyrirtækjum á þínu svæði að þau telji að það sé borð fyrir báru til að semja og að þau vilji gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir verkföll? „Já, þau segja bara hreint út þessi fyrirtæki sem eru innan SA; það er miklu dýrara fyrir okkur að fá verkföll. Við viljum semja um þessar réttlátu kröfur. Við erum með stuðningsyfirlýsingar frá nokkrum fyrirtækjum, sem lýsa fullum stuðningi við okkar kröfur. Þau segja við viljum semja og losna undanverkfalli og verulegu tjóni,“ segir Aðalsteinn. Hann segir að nýleg ákvörðun HB Granda um að hækka bónusgreiðslur til sinna starfsmanna sé ígildi kjarasamnings þótt Samtök atvinnulífsins muni eflaust þræta fyrir það. Þar með hafi friðarskylda verið rofin samkvæmt ítrustu skilgreiningum. „En þetta er stórmerkilegt. Verkalýðsfélag Akraness semur við HB Granda undir friðarskyldu frá SA um verulega hækkun á bónus, sem jafngildir því að fólk sé að fá allt að 288 krónur í hækkun á á tímann. En En ítrustu kröfur Starfsgreinasambandsins er hækkun er hækkun á töxtum nú um 244 krónur. Þannig að þetta er óskiljanlegt og þeir hjá SA verða að útskýra þetta fyrir öðrum fyrirtækjum; af hverju þeir leyfa HB Granda að gera þetta undir friðarskyldu,“ segir Aðalsteinn. Áhugi margra fyrirtækja til að ná samningum við aðildarfélög Starfsgreinasambandsins sýni að samstaðan innan Samtaka atvinnulífsins sé að riðlast. „Já það er ekki spurning. Samtöl sem ég hef átt við atvinnurekendur undanfarna daga og póstar sem ég er með, staðfesta að það er greinilegt að það er að riðlast samstaðan,“ segir Aðalsteinn Baldursson. Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Formaður Framsýnar á Húsavík segir greinilegt að samstaðan innan Samtaka atvinnulífsins sé að riðlast. Fjölmörg fyrirtæki vilji ganga að kröfum Starfsgreinasambandsins. Þá hafi SA ekki gert athugasemdir við samning HB Granda um hækkun bónusgreiðslna sem sé svipuð hækkun og Starfsgreinasambandið fari fram á. Aðalsteinn Baldursson, formaður verkalýðsfélagsins Framsýn á Húsavík, sem er eitt sextán félaga innan Starfsgreinasambandsins sem boðað hafa til verkfalls, segir það eftir að koma í ljós hvort hugsanlegir kjarasamningar við einstök fyrirtæki innan Samtaka atvinnulífsins haldi gildi sínu verði þeir gerðir. Það sé hins vegar stórfurðulegt ef fyrirtæki sem telji sig hafa burði til að semja á grundvelli krafna Starfsgreinasambandsins fái ekki leyfi til þess að hækka mánaðarlaunin um 35 þúsund krónur.Sýnist þér á fyrirtækjum á þínu svæði að þau telji að það sé borð fyrir báru til að semja og að þau vilji gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir verkföll? „Já, þau segja bara hreint út þessi fyrirtæki sem eru innan SA; það er miklu dýrara fyrir okkur að fá verkföll. Við viljum semja um þessar réttlátu kröfur. Við erum með stuðningsyfirlýsingar frá nokkrum fyrirtækjum, sem lýsa fullum stuðningi við okkar kröfur. Þau segja við viljum semja og losna undanverkfalli og verulegu tjóni,“ segir Aðalsteinn. Hann segir að nýleg ákvörðun HB Granda um að hækka bónusgreiðslur til sinna starfsmanna sé ígildi kjarasamnings þótt Samtök atvinnulífsins muni eflaust þræta fyrir það. Þar með hafi friðarskylda verið rofin samkvæmt ítrustu skilgreiningum. „En þetta er stórmerkilegt. Verkalýðsfélag Akraness semur við HB Granda undir friðarskyldu frá SA um verulega hækkun á bónus, sem jafngildir því að fólk sé að fá allt að 288 krónur í hækkun á á tímann. En En ítrustu kröfur Starfsgreinasambandsins er hækkun er hækkun á töxtum nú um 244 krónur. Þannig að þetta er óskiljanlegt og þeir hjá SA verða að útskýra þetta fyrir öðrum fyrirtækjum; af hverju þeir leyfa HB Granda að gera þetta undir friðarskyldu,“ segir Aðalsteinn. Áhugi margra fyrirtækja til að ná samningum við aðildarfélög Starfsgreinasambandsins sýni að samstaðan innan Samtaka atvinnulífsins sé að riðlast. „Já það er ekki spurning. Samtöl sem ég hef átt við atvinnurekendur undanfarna daga og póstar sem ég er með, staðfesta að það er greinilegt að það er að riðlast samstaðan,“ segir Aðalsteinn Baldursson.
Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira