Mikil ónægja er með þá ákvörðun Arion banka að selja stóran hlut í Símanum, til forstjóra fyrirtækisins og fjárfestahóps sem hann setti saman og til valinna vildarviðskiptavina Arion banka, á lægra gengi nokkrum vikum fyrir skráningu félagsins.
Fjárlaganefnd Alþingis fundaði í morgun og ræddi meðal annars sölu hlutabréfa Símans en fulltrúar Bankasýslu Ríkisins voru einnig á fundinum.
