Innlent

Efla starfsemi Curio í bænum

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Curio framleiðir fiskvinnsluvélar.
Curio framleiðir fiskvinnsluvélar. Fréttablaðið/Pjetur
Bæjarráð Norðurþings hefur samþykkt að selja félaginu Gullmolum áhaldahús og lóð á Höfðabakka 9 á Húsavík fyrir 26 milljónir króna til að styrkja starfsemi Gullmola og dótturfyrirtækisins Curio í bænum.

„Curio ehf. hóf hefðbundna vélaframleiðslu árið 1994 en einbeitir sér nú að smíði fiskvinnsluvéla fyrir hausningu, flökun og roðflettingu. Fyrirtækið kom með nýja vélalínu fyrir fiskvinnslur árið 2008 sem vel hefur gengið að selja,“ segir bæjaráðið. Curio er með starfsstöðvar í Hafnafirði, á Húsavík og í Skotlandi. Starfsmenn eru 30, þar af 24 á Íslandi og sex í Skotlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×