Gasmengun gæti farið að aukast á ný Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. febrúar 2015 19:13 Nokkur mengun hefur mælst á Austurlandi síðustu daga vegna gossins í Holuhrauni. Vísir/EgillAðalsteinsson Gasmengun frá gosstöðvunum í Holuhrauni mældist víða á Austurlandi um helgina en aukin mengun fylgir bæði hlýnandi veðri og minni virkni í eldstöðinni. Starfsfólk almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra og Landlæknisembættisins funda með íbúum í Fjarðarbyggð næstu daga um áhrif gossins. Nokkur mengun hefur mælst á Austurlandi síðustu daga. „ Hún mældist á Austurlandi dálítil í gær og á laugardaginn. Núna eru sem sagt líkur á því, bæði er krafturinn í gosinu heldur minni og svo ef það fer að hlýna, þá megi búast við því að þetta leiti meira með jörðinni og eftir ríkjandi vindáttum með jörðu og þar af leiðandi förum við aftur að sjá einhverja toppa. Við höfum auðvitað áhyggjur af þessu og erum búin að vera að fara yfir þessi mál og erum að vinna núna með gaslíkan sem Veðurstofan var að skila til okkar fyrir helgina með spá fyrir vorið og sumarið,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar Ríkislögrelgustjóra. Gasmenguninni hefur fylgt aukning á öndunarfæraeinkennum um allt land. Langtímaáhrif brennisteinsdíoxíðs, sem er það gas sem kemur frá gosstöðvunum, hafa lítið verið rannsökuð. Þessa dagana eru tvær umfangsmiklar rannsóknir að hefjast á vegum Landslæknisembættisins þar sem áhrif gossins á landsmenn eru skoðuð. Næstu daga funda svo starfsmenn almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, Landlæknisembættisins og fleiri stofnana með íbúum í Fjarðarbyggð þar sem áhrif gossins verða rædd en íbúar þar hafa fundið vel fyrir gasmenguninni. „ Við fáum mjög reglulega tilkynningar um að fólk finnur fyrir óþægindum, “ segir Víðir Reynisson. Tengdar fréttir Vísindamenn með krónískan hósta vegna gasmengunar Krónískur hósti hefur hrjáð marga þeirra vísindamanna sem verið hafa við gosstöðvarnar í Holuhrauni. Þeir áttuðu sig þó ekki á áhrifum gosmengunarinnar fyrr en þeir fóru af svæðinu heim í jólafrí. 17. janúar 2015 18:30 Holuhraun í beinni í Good Morning America Ef allt gengur að óskum mun sjónvarpsþátturinn Good Morning America, sem sýndur er á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC, vera með beina útsendingu frá Holuhrauni í næstu viku. 30. janúar 2015 15:45 Hraunið streymir áfram Mynd sem lögreglan tók sýnir útbreiðslu hraunsins vel en skiltið hvarf undir hraun í gær. 19. janúar 2015 09:59 Tveir dökkir blettir á snævi þöktu Íslandi Holuhraun er orðið stærra en Þingvallavatn að flatarmáli. 20. janúar 2015 07:00 Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni Sjá meira
Gasmengun frá gosstöðvunum í Holuhrauni mældist víða á Austurlandi um helgina en aukin mengun fylgir bæði hlýnandi veðri og minni virkni í eldstöðinni. Starfsfólk almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra og Landlæknisembættisins funda með íbúum í Fjarðarbyggð næstu daga um áhrif gossins. Nokkur mengun hefur mælst á Austurlandi síðustu daga. „ Hún mældist á Austurlandi dálítil í gær og á laugardaginn. Núna eru sem sagt líkur á því, bæði er krafturinn í gosinu heldur minni og svo ef það fer að hlýna, þá megi búast við því að þetta leiti meira með jörðinni og eftir ríkjandi vindáttum með jörðu og þar af leiðandi förum við aftur að sjá einhverja toppa. Við höfum auðvitað áhyggjur af þessu og erum búin að vera að fara yfir þessi mál og erum að vinna núna með gaslíkan sem Veðurstofan var að skila til okkar fyrir helgina með spá fyrir vorið og sumarið,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar Ríkislögrelgustjóra. Gasmenguninni hefur fylgt aukning á öndunarfæraeinkennum um allt land. Langtímaáhrif brennisteinsdíoxíðs, sem er það gas sem kemur frá gosstöðvunum, hafa lítið verið rannsökuð. Þessa dagana eru tvær umfangsmiklar rannsóknir að hefjast á vegum Landslæknisembættisins þar sem áhrif gossins á landsmenn eru skoðuð. Næstu daga funda svo starfsmenn almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, Landlæknisembættisins og fleiri stofnana með íbúum í Fjarðarbyggð þar sem áhrif gossins verða rædd en íbúar þar hafa fundið vel fyrir gasmenguninni. „ Við fáum mjög reglulega tilkynningar um að fólk finnur fyrir óþægindum, “ segir Víðir Reynisson.
Tengdar fréttir Vísindamenn með krónískan hósta vegna gasmengunar Krónískur hósti hefur hrjáð marga þeirra vísindamanna sem verið hafa við gosstöðvarnar í Holuhrauni. Þeir áttuðu sig þó ekki á áhrifum gosmengunarinnar fyrr en þeir fóru af svæðinu heim í jólafrí. 17. janúar 2015 18:30 Holuhraun í beinni í Good Morning America Ef allt gengur að óskum mun sjónvarpsþátturinn Good Morning America, sem sýndur er á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC, vera með beina útsendingu frá Holuhrauni í næstu viku. 30. janúar 2015 15:45 Hraunið streymir áfram Mynd sem lögreglan tók sýnir útbreiðslu hraunsins vel en skiltið hvarf undir hraun í gær. 19. janúar 2015 09:59 Tveir dökkir blettir á snævi þöktu Íslandi Holuhraun er orðið stærra en Þingvallavatn að flatarmáli. 20. janúar 2015 07:00 Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni Sjá meira
Vísindamenn með krónískan hósta vegna gasmengunar Krónískur hósti hefur hrjáð marga þeirra vísindamanna sem verið hafa við gosstöðvarnar í Holuhrauni. Þeir áttuðu sig þó ekki á áhrifum gosmengunarinnar fyrr en þeir fóru af svæðinu heim í jólafrí. 17. janúar 2015 18:30
Holuhraun í beinni í Good Morning America Ef allt gengur að óskum mun sjónvarpsþátturinn Good Morning America, sem sýndur er á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC, vera með beina útsendingu frá Holuhrauni í næstu viku. 30. janúar 2015 15:45
Hraunið streymir áfram Mynd sem lögreglan tók sýnir útbreiðslu hraunsins vel en skiltið hvarf undir hraun í gær. 19. janúar 2015 09:59
Tveir dökkir blettir á snævi þöktu Íslandi Holuhraun er orðið stærra en Þingvallavatn að flatarmáli. 20. janúar 2015 07:00