Heiftúðugar deilur fari í sáttafarveg Kristján Már Unnarsson skrifar 2. febrúar 2015 20:34 Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir deilurnar um Reykjavíkurflugvöll orðnar svo heiftúðugar að þær verði að setja í sáttafarveg. Höskuldur Þórhallsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, segir að fá þurfi óháðan erlendan aðila til að fara yfir áhættumat vegna lokunar flugbrautar. Deilurnar þessa dagana snúast einkum um hvaða áhrif lokun minnstu brautarinnar hafi á öryggi flugvallarins, en sérstakur áhættumatshópur, sem Isavia fól verkefnið, skipaður fulltrúum flugrekstraraðila, var settur af í byrjun desember. Fulltrúar í áhættumatshópnum hafa síðan sakað Isavia um að draga taum flugvallarandstæðinga. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis tók málið fyrir á fundi sínum í morgun og fékk til sín annarsvegar fulltrúa úr áhættumatshópnum brottrekna og hinsvegar fulltrúa frá Isavia. „Við erum að tala um annarsvegar eitt mikilvægasta samgöngumannvirki landsins, við erum að tala um flugöryggi, og mér fannst rétt að Isavia fengi að svara fyrir þær ásakanir sem hafa komið fram og útskýra afhverju hópurinn var settur af,“ sagði Höskuldur Þórhallsson, formaður þingnefndarinnar.Höskuldur Þórhallsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Því miður þá vakna það margar spurningar eftir fundinn í dag að ég hef áhyggjur af gangi mála varðandi Reykjavíkurflugvöll.“ Höskuldur telur að fá þurfi óháðan erlendan aðila til að meta áhættumatið fyrir brautina umdeildu. „Þannig að við getum algerlega gengið úr skugga um að við séum ekki að stíga skref sem stofna innanlandsflugi eða sjúkraflugi í hættu.“ -Ertu að segja að þú treystir ekki mati Isavia? „Ja.. eftir þessar ásakanir - og það að mér fannst þeir ekki geta útskýrt það nægilega vel afhverju þessi hópur var lagður til hliðar - og ef það er einhver tortryggni í þessu máli þá held ég að það sé rétt að fá annan aðila til að meta áhættumatið,“ sagði Höskuldur. Katrín Júlíusdóttir er varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis og hennar viðbrögð eftir fundinn í dag voru þessi: „Þessar deilur hafa staðið mjög lengi og þær eru orðnar mjög heiftúðugar. Ég er komin á þá skoðun að við eigum núna öll aðeins að anda í kviðinn og bíða eftir niðurstöðu hinnar svokölluðu Rögnunefndar, sem er sáttaferill sem settur var á laggirnar milli ríkis og borgar. Og síðan skulum við taka upp þráðinn þegar sú niðurstaða liggur fyrir. Þar eru menn að vinna vel með öll gögn á borðinu og eru að reyna að leggja faglegt mat og líka gott pólitískt mat varðandi samfélagsþróunina til grundvallar faglegri ákvarðanatöku. Og ég er þeirrar skoðunar að við eigum að bíða eftir því,“ sagði Katrín. Tengdar fréttir Segir pólítíska andstöðu gegn flugvelli birtast innan Isavia Einn fulltrúa í áhættumatsnefnd um Reykjavíkurflugvöll, sem Isavia leysti upp fyrir jól, segir pólitíska andstöðu gegn flugvellinum birtast sterkt innan Isavia og forstjóri þess sé einbeittur flugvallarandstæðingur. 27. janúar 2015 18:45 Örlög flugbrautarinnar bíða niðurstöðu Rögnunefndar Isavia fékk fyrirmæli frá fyrrverandi innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrir rúmu ári um að hefja undirbúning þess að leggja af minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar. 26. janúar 2015 19:00 Segir Samgöngustofu hafa gert alvarlegar athugasemdir við drög að áhættumati Isavia hefur sent frá sér svohljóðandi yfirlýsingu vegna fréttar Stöðvar 2 í gærkvöldi um Reykjavíkurflugvöll: 26. janúar 2015 12:42 Litla neyðarbrautin hjálpaði sjúkra- og innanlandsfluginu Hin umdeilda neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar gerði gæfumuninn í annasömu sjúkraflugi í dag, og tryggði jafnframt að innanlandsflug raskaðist lítið í snarpri suðvestanátt. 8. janúar 2015 19:00 Áhættumatshópur látinn víkja fyrir verkfræðistofu Valsmanns Áhættumatshópur á vegum Isavia, sem taldi óásættanlegt að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hefur sent ríkisstjórninni alvarlegar athugasemdir við að hópurinn skyldi fyrirvaralaust hafa verið lagður niður fyrir jól. 25. janúar 2015 19:30 Sópuðu neyðarbrautina meðan Fokker hringsólaði yfir borginni Fokker-vél Flugfélags Íslands á leið frá Akureyri neyddist til að hringsóla yfir Reykjavíkurflugvelli í 10-15 mínútur í gærkvöldi þar sem báðar aðalflugbrautir vallarins urðu ófærar vegna hliðarvinds. 24. janúar 2015 20:29 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir deilurnar um Reykjavíkurflugvöll orðnar svo heiftúðugar að þær verði að setja í sáttafarveg. Höskuldur Þórhallsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, segir að fá þurfi óháðan erlendan aðila til að fara yfir áhættumat vegna lokunar flugbrautar. Deilurnar þessa dagana snúast einkum um hvaða áhrif lokun minnstu brautarinnar hafi á öryggi flugvallarins, en sérstakur áhættumatshópur, sem Isavia fól verkefnið, skipaður fulltrúum flugrekstraraðila, var settur af í byrjun desember. Fulltrúar í áhættumatshópnum hafa síðan sakað Isavia um að draga taum flugvallarandstæðinga. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis tók málið fyrir á fundi sínum í morgun og fékk til sín annarsvegar fulltrúa úr áhættumatshópnum brottrekna og hinsvegar fulltrúa frá Isavia. „Við erum að tala um annarsvegar eitt mikilvægasta samgöngumannvirki landsins, við erum að tala um flugöryggi, og mér fannst rétt að Isavia fengi að svara fyrir þær ásakanir sem hafa komið fram og útskýra afhverju hópurinn var settur af,“ sagði Höskuldur Þórhallsson, formaður þingnefndarinnar.Höskuldur Þórhallsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Því miður þá vakna það margar spurningar eftir fundinn í dag að ég hef áhyggjur af gangi mála varðandi Reykjavíkurflugvöll.“ Höskuldur telur að fá þurfi óháðan erlendan aðila til að meta áhættumatið fyrir brautina umdeildu. „Þannig að við getum algerlega gengið úr skugga um að við séum ekki að stíga skref sem stofna innanlandsflugi eða sjúkraflugi í hættu.“ -Ertu að segja að þú treystir ekki mati Isavia? „Ja.. eftir þessar ásakanir - og það að mér fannst þeir ekki geta útskýrt það nægilega vel afhverju þessi hópur var lagður til hliðar - og ef það er einhver tortryggni í þessu máli þá held ég að það sé rétt að fá annan aðila til að meta áhættumatið,“ sagði Höskuldur. Katrín Júlíusdóttir er varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis og hennar viðbrögð eftir fundinn í dag voru þessi: „Þessar deilur hafa staðið mjög lengi og þær eru orðnar mjög heiftúðugar. Ég er komin á þá skoðun að við eigum núna öll aðeins að anda í kviðinn og bíða eftir niðurstöðu hinnar svokölluðu Rögnunefndar, sem er sáttaferill sem settur var á laggirnar milli ríkis og borgar. Og síðan skulum við taka upp þráðinn þegar sú niðurstaða liggur fyrir. Þar eru menn að vinna vel með öll gögn á borðinu og eru að reyna að leggja faglegt mat og líka gott pólitískt mat varðandi samfélagsþróunina til grundvallar faglegri ákvarðanatöku. Og ég er þeirrar skoðunar að við eigum að bíða eftir því,“ sagði Katrín.
Tengdar fréttir Segir pólítíska andstöðu gegn flugvelli birtast innan Isavia Einn fulltrúa í áhættumatsnefnd um Reykjavíkurflugvöll, sem Isavia leysti upp fyrir jól, segir pólitíska andstöðu gegn flugvellinum birtast sterkt innan Isavia og forstjóri þess sé einbeittur flugvallarandstæðingur. 27. janúar 2015 18:45 Örlög flugbrautarinnar bíða niðurstöðu Rögnunefndar Isavia fékk fyrirmæli frá fyrrverandi innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrir rúmu ári um að hefja undirbúning þess að leggja af minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar. 26. janúar 2015 19:00 Segir Samgöngustofu hafa gert alvarlegar athugasemdir við drög að áhættumati Isavia hefur sent frá sér svohljóðandi yfirlýsingu vegna fréttar Stöðvar 2 í gærkvöldi um Reykjavíkurflugvöll: 26. janúar 2015 12:42 Litla neyðarbrautin hjálpaði sjúkra- og innanlandsfluginu Hin umdeilda neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar gerði gæfumuninn í annasömu sjúkraflugi í dag, og tryggði jafnframt að innanlandsflug raskaðist lítið í snarpri suðvestanátt. 8. janúar 2015 19:00 Áhættumatshópur látinn víkja fyrir verkfræðistofu Valsmanns Áhættumatshópur á vegum Isavia, sem taldi óásættanlegt að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hefur sent ríkisstjórninni alvarlegar athugasemdir við að hópurinn skyldi fyrirvaralaust hafa verið lagður niður fyrir jól. 25. janúar 2015 19:30 Sópuðu neyðarbrautina meðan Fokker hringsólaði yfir borginni Fokker-vél Flugfélags Íslands á leið frá Akureyri neyddist til að hringsóla yfir Reykjavíkurflugvelli í 10-15 mínútur í gærkvöldi þar sem báðar aðalflugbrautir vallarins urðu ófærar vegna hliðarvinds. 24. janúar 2015 20:29 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Segir pólítíska andstöðu gegn flugvelli birtast innan Isavia Einn fulltrúa í áhættumatsnefnd um Reykjavíkurflugvöll, sem Isavia leysti upp fyrir jól, segir pólitíska andstöðu gegn flugvellinum birtast sterkt innan Isavia og forstjóri þess sé einbeittur flugvallarandstæðingur. 27. janúar 2015 18:45
Örlög flugbrautarinnar bíða niðurstöðu Rögnunefndar Isavia fékk fyrirmæli frá fyrrverandi innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrir rúmu ári um að hefja undirbúning þess að leggja af minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar. 26. janúar 2015 19:00
Segir Samgöngustofu hafa gert alvarlegar athugasemdir við drög að áhættumati Isavia hefur sent frá sér svohljóðandi yfirlýsingu vegna fréttar Stöðvar 2 í gærkvöldi um Reykjavíkurflugvöll: 26. janúar 2015 12:42
Litla neyðarbrautin hjálpaði sjúkra- og innanlandsfluginu Hin umdeilda neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar gerði gæfumuninn í annasömu sjúkraflugi í dag, og tryggði jafnframt að innanlandsflug raskaðist lítið í snarpri suðvestanátt. 8. janúar 2015 19:00
Áhættumatshópur látinn víkja fyrir verkfræðistofu Valsmanns Áhættumatshópur á vegum Isavia, sem taldi óásættanlegt að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hefur sent ríkisstjórninni alvarlegar athugasemdir við að hópurinn skyldi fyrirvaralaust hafa verið lagður niður fyrir jól. 25. janúar 2015 19:30
Sópuðu neyðarbrautina meðan Fokker hringsólaði yfir borginni Fokker-vél Flugfélags Íslands á leið frá Akureyri neyddist til að hringsóla yfir Reykjavíkurflugvelli í 10-15 mínútur í gærkvöldi þar sem báðar aðalflugbrautir vallarins urðu ófærar vegna hliðarvinds. 24. janúar 2015 20:29