Mannlegt eðli og minningar Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 3. desember 2015 14:00 Laufey Jónsdóttir fatahönnuður tekur þátt í Popup markaði í Hafnarhúsinu um helgina. Vísir/Ernir Laufey Jónsdóttir fatahönnuður útskrifaðist frá LHÍ 2007. Nú kennir hún teikningu við skólann milli þess sem hún sinnir spennandi verkefnum. Hún segir portrettteikningar áskorun. „Ég hef unnið með marga mismunandi miðla, en ætli mitt uppáhald sé ekki blekteikningar og klippimyndir,“ segir Laufey Jónsdóttir fatahönnuður en hún hefur vakið athygli fyrir teikningar sínar.„Portrett heilla mig því það er svo margt sem þarf að túlka; tilfinningar, ímyndir og svo framvegis. Í sýningunni PERSONA sem ég hélt fyrr á árinu voru portrettverkin byggð á viðtölum sem ég tók við viðmælendur mína um ævi þeirra og minningar. Þar var ég að skoða sjálfið, mannlegt eðli og minningar, hvernig sjálfið beygir og brýtur upp veruleikann.“Barnabók í smíðum „Fram undan eru tvö afar spennandi samstarfsverkefni. Samstarf við fatamerkið Magnea sem lítur dagsins ljós í byrjun næst árs og barnabók sem ég er að vinna að ásamt Önnu Margréti Björnsson blaðamanni, sem ber heitið Leynigesturinn. Þetta verður skrítin, skemmtileg og dálítið óhugnanleg saga um samband lítillar stúlku og dularfullrar veru sem býr á heimili hennar en enginn annar sér.“Markaður í Hafnarhúsinu „Núna er ég í óða önn að undirbúa þátttöku mína í „PopUp Verzlun – Milliliðalaus verzlun, frá hönnuði til neytandans“ sem verður á laugardaginn. Þetta verður í fyrsta sinn sem ég tek þátt og ég hlakka til að standa vaktina og komast í návígi við viðskiptavini. Ég verð bæði með eldri verk og ný sem framleidd eru sérstaklega fyrir markaðinn. Meðal annars handgerð útklippiverk og silkiþrykk í takmörkuðu upplagi.“ Menning Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Laufey Jónsdóttir fatahönnuður útskrifaðist frá LHÍ 2007. Nú kennir hún teikningu við skólann milli þess sem hún sinnir spennandi verkefnum. Hún segir portrettteikningar áskorun. „Ég hef unnið með marga mismunandi miðla, en ætli mitt uppáhald sé ekki blekteikningar og klippimyndir,“ segir Laufey Jónsdóttir fatahönnuður en hún hefur vakið athygli fyrir teikningar sínar.„Portrett heilla mig því það er svo margt sem þarf að túlka; tilfinningar, ímyndir og svo framvegis. Í sýningunni PERSONA sem ég hélt fyrr á árinu voru portrettverkin byggð á viðtölum sem ég tók við viðmælendur mína um ævi þeirra og minningar. Þar var ég að skoða sjálfið, mannlegt eðli og minningar, hvernig sjálfið beygir og brýtur upp veruleikann.“Barnabók í smíðum „Fram undan eru tvö afar spennandi samstarfsverkefni. Samstarf við fatamerkið Magnea sem lítur dagsins ljós í byrjun næst árs og barnabók sem ég er að vinna að ásamt Önnu Margréti Björnsson blaðamanni, sem ber heitið Leynigesturinn. Þetta verður skrítin, skemmtileg og dálítið óhugnanleg saga um samband lítillar stúlku og dularfullrar veru sem býr á heimili hennar en enginn annar sér.“Markaður í Hafnarhúsinu „Núna er ég í óða önn að undirbúa þátttöku mína í „PopUp Verzlun – Milliliðalaus verzlun, frá hönnuði til neytandans“ sem verður á laugardaginn. Þetta verður í fyrsta sinn sem ég tek þátt og ég hlakka til að standa vaktina og komast í návígi við viðskiptavini. Ég verð bæði með eldri verk og ný sem framleidd eru sérstaklega fyrir markaðinn. Meðal annars handgerð útklippiverk og silkiþrykk í takmörkuðu upplagi.“
Menning Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“